Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 52
Páskablað 31. mars–7. apríl 201540 Skrýtið
T
haddeus Kalinoski frá
Fíladelfíu í Bandaríkjunum
lifði frekar hefðbundnu en
fábreyttu lífi, þar til fyrir fjór-
um árum. Hann vann sem
veitingastjóri og átti góða konu. Dag
einn missti hann vinnuna og í kjöl-
farið fór konan frá honum. Þetta voru
nokkur viðbrigði fyrir Kalinoski sem í
einsemd sinni for að stunda skemmt-
analífið. Hann bætti hratt á sig kíló-
um, lagðist í þunglyndi og hætti í
þokkabót að raka sig. Það var um það
bil þá sem lífið tók óvænta stefnu.
Það var einmitt sú ákvörðun að
safna skeggi sem leiddi til þess að
okkar maður var með 35 milljónir
króna í árslaun í fyrra. „Dag einn stóð
ég órakaður og klipptur fyrir framan
spegilinn og það rann upp fyrir mér
að ég væri eins og Alan úr Hangover,“
er haft eftir manninum í Daily Mail.
Eftir því sem hárið og skeggið óx fóru
sífellt fleiri að hafa orð á því hversu
mjög hann líktist kvikmyndapersón-
unni. Hann ákvað þá, atvinnulaus og
fráskilinn, að gera út á þessi líkindi.
„Ég ákvað að athuga hvort hægt væri
að fá aur út úr þessu.“
Svakaleg partí
Það að verða Alan breytti lífi mínu.
Ég bý nú í Vegas þar sem ég lifi á því
að skemmta mér, bara vegna þess að
ég lít út eins og maður í kvikmynd.
Ég þarf stundum að klípa mig til að
trúa því að þetta sé raunverulega
það sem ég geri. Á hverjum degi lifi
ég eins og Alan úr Hangover og geri
stundum hluti sem eru jafn ruglað-
ir og Alan gerði í myndunum.“ Hann
segir að hann hafi aldrei grunað að
þetta ætti eftir að endast. En það
er öðru nær. „Ég hef farið í svaka-
leg partí með skemmtilegu fólki og
hef hlegið linnulaust að þessu öllu
saman. Mig hefði aldrei grunað að
þessi yrði raunin.“
Hann segir að viðbrögðin þegar
fólk sjái hann séu ótrúleg. Hann rifj-
ar upp fyrstu vikuna í Vegas. „Fólk
gekk upp að mér og bauð mér ókeyp-
is drykki gegn því að fá að taka mynd-
ir af mér. Allir voru svo vingjarnlegir.
Stelpur komu upp að mér og kysstu
mig og keluðu við mig um leið og þær
hittu mig,“ segir hann. Fyrsta kvöldið
rétti maður mér 100 dollara og sagði
mér að fara á barinn.
„Trúði varla eigin augum“
Hann ákvað strax að flytja á Hooters
Hotel og gekk um næturklúbba og
spilavíti. „Það var eins og ég væri fræg-
asti maðurinn í Las Vegas. Ég trúði
varla eigin augum.“ Hann segir að þeir
Alan hafi mjög áþekka rödd og svo
hefur hann reynt eftir fremsta megni
að tala eins og kvikmyndapersónan.
Kalinoski segir við Daily Mail að
hann neyðist til að vera nokkrum
kílóum of þungur. En það er honum
ekki þungbært. „Ég elska að drekka
og borða.“ Hann setti sér fljótlega þá
reglu að biðja fólk sem tekur af hon-
um myndir aldrei um fé. Því sé hins
vegar haldið stíft að honum. „Sérstak-
lega eru ferðamenn frá Dúbaí og Mið- Austurlöndum örlátir. Evrópu-
búar eru sérstaklega vinalegir
og vilja iðjulega fá mig með
í partí,“ segir hann og heldur
áfram. „Ástralar eru mjög
villtir og miklir drykkju-
menn. Mér rennur blóðið
til skyldunnar og reyni að
halda í við þá,“ segir Kalin-
oski.
Honum er statt og stöð-
ugt boðið í veislur af ýms-
um toga. Hann tekur nú
þúsund dollara, um 140
þúsund krónur, fyrir slík
boð og hefur í vopnabúri
sínu alla frasa kvikmynda-
persónunnar úr myndun-
um. „Ég fer aldrei úr karakt-
er. Ég legg mikið upp úr því
að hafa fyndin tilsvör og
setningar á takteinum við
allar aðstæður.“ Hann hef-
ur meira að segja látið út-
búa eftirlíkingu af barni til að bera
framan á sér, eins og Alan gerði í
myndinni.
Ráðinn í Hangover 3
Gervið sem Kalinoski hefur komið
sér upp er svo líkt Alan úr Hangover
að við tökur á þriðju Hangover-
myndinni réðu framleiðendurn-
ir hann sem staðgengil leikarans
Zach Galifianakis. „Kona gekk upp
að mér og sagði: „Ég er búin að leita
að þér úti um allt. Við viljum fá þig
í myndina“. Ég var svolítið ringlaður
og spurði „Hvaða mynd?“. „Ég held
þú vitir hvaða mynd,“ sagði hún.“
Kalinoski segir að það hafi verið
frábær upplifun að hitta leikarana,
en hann lék í nokkrum senum í stað
Galifianakis. Sérstaklega hafi verið
skemmtilegt að hitta fyrirmyndina.
„Viðbrögðin hefðu ekki getað verið
betri. Hann brosti þegar ég mætti og
sagði „Þetta er ótrúlegt, eins og að
horfa í spegil“.“
Kalinoski segist þekkja sín tak-
mörk. Hann taki sér alltaf gott vetr-
arfrí þar sem hann snerti hvorki
áfengi né skyndibita. Þá segist hann
láta öll fíkniefni eiga sig.
Hafnar ekki þurfandi konum
Hann segist þó ekki geta setið á sér
þegar fallegar konur krefja hann um
kynferðislegt samneyti. „Til mín hafa
komið gullfallegar konur sem nánast
hafa grátbeðið mig að sofa hjá sér.
Það er með ólíkindum,“ segir hann
og heldur áfram. „Það hafa komið
kvöld þar sem ég kela við fimm kon-
ur. Las Vegas er einstakur staður.“
Kalinoski segist gera sér grein fyr-
ir því að þetta líferni geti hann ekki
stundað endalaust. „En þetta hefur
verið ótrúlegt ferðalag. n
Hermir eftir Alan
n Fráskilinn, feitur, órakaður og atvinnulaus sá Kalinoski að hann líktist Alan úr Hangover
Sláandi líkir Hér má sjá eftirlíkinguna Kalinoski að gervinu þar sem Alan ber barn framan á sér. MyndiR FRonT page Media„Til mín hafa
komið gullfal-
legar konur sem nán-
ast hafa grátbeðið mig
að sofa hjá sér. Það er
með ólíkindum.
ÖRYGGISVÖRUR
VERKTAKANS
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
– Þekking og þjónusta í 20 ár
Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík
www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30.
Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
Með Bradley Cooper Kalinoski hitti alla leikara
na úr
Hangover, þegar framleiðendur myndanna
réðu hann.
Villt líferni Kalinovski er umkringdur fallegum konum.