Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 56
Páskablað 31. mars–7. apríl 201544 Lífsstíll Hæ sæti hvað færð þú að borða? Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is Þegar líða fer að páskum Mikilvægt að njóta hátíðarinnar í faðmi fjölskyldunnar án þess að fá samviskubit F yrir mér eru jól og páskar mjög skemmtileg tímabil og finnst mér einstaklega skemmtilegt að búa til hefð- ir með mínum nánustu og njóta í botn. Það besta við þess- ar hátíðir er að þær fá fjölskyldur til að sameinast. Fjölskyldur sem jafn- vel hittast ekki nema þessi tvö skipti á ári. Þess vegna tel ég mikilvægt að njóta þeirra í faðmi fjölskyldunnar án þess að fá samviskubit. Það eru eflaust margir farnir að hugsa hvernig eigi að takast á við komandi hátíð með tilheyrandi boð- um, veislum, góðum mat og ég tala nú ekki um allt þetta súkkulaði. Í rauninni er engin ein rétt leið, held- ur snýst þetta fyrst og fremst um hvaða árangri þú ert að sækjast eft- ir og hvernig þú kýst að koma undan þessari hátíð. Tala nú ekki um hvað þú gerir alla hina daga ársins. Hvað mig varðar tel ég það afrek að ná að halda sama formi, all- ur aukaárangur er mikill sigur, þar sem páskarnir ná nánast yfir heila viku. Hvernig ég kýs að njóta páskanna Ég hljóma eflaust eins og biluð plata, en allt er gott í hófi og mik- ilvægt er að hafa betri kostina í huga. Einnig er gott að hafa það hugfast að liggja ekki á beit frá fimmtudegi til mánudags af því það eru páskar og frí. Það sem þú borðar í óhófi um páskana sest alveg jafn mikið á þig þá eins og aðra daga. Sjálfri líður mér best þegar ég borða vel og reglulega þar sem að ég hef tamið mér þann lífsstíl. Þar af leiðandi er ég yfirleitt í hollust- unni hvað mataræðið varðar og hreyfi mig eins og ég er vön fram á páskadag. Þann dag kýs ég þó til að hvíla og nýt þess að borða páskaegg- ið mitt og góðan mat. Mataræði Ég er meðvituð um að borða hollt og reglulega yfir daginn, allan ársins hring. Páskarnir eru engin undantekning á því. Með því að borða vel og reglulega kem ég í veg fyrir óþarfa sukk og nart þar sem ég fæ góða næringu og orku inn í daginn úr matnum sem ég kýs að borða. Ég borða mig alltaf metta, aldrei of sadda og fæ mér því hóflega á diskinn. Maturinn er mjög saltur og er ég því dugleg að drekka mik- ið vatn á móti og held gosinu í hófi. Gosið inniheldur mikinn sykur og óþarfa hitaeiningar sem eru fljótar að safnast saman yfir daginn. Hreyfing Flestar líkamsræktarstöðvar eru opnar um páskana og veit ég fátt betra en að byrja daginn á góðri æf- ingu. Það er líka byrjað að vora og sniðugt að nýta sér göngutúra með fjölskyldunni og anda að sér fersku lofti í leiðinni. Sjálf æfi ég alla daga, en tek mér svo heilagan hvíldardag þegar að páskadegi kemur. Páskaeggin mín Ég er alveg í essinu mínu þegar kem- ur að því að kaupa páskaegg og væri helst til í að kaupa allar tegundir í boði til að smakka. Það er því góð- ur kostur að heimilisfólkið hefur ekki allt sama smekk, sem gerir mér kleift að smakka fleiri tegund- ir en bara þessa sem ég valdi mér. Þetta árið keypti ég eitt stórt egg til að deila með mínum nánustu og svo eitt minna egg handa mér. Það er góð regla að fá sér bara eitt egg og missa sig ekki í gleðinni. Yfirleitt duga þau lengur en bara þennan eina dag, enda engin nauðsyn að klára það á einu bretti þar sem súkkulaði og nammi geymist vel. n Play-listinn góði Ég nefndi í síðasta pistli Ræktardurgsins að góður lagalisti væri nauðsynlegur til að taka góða æf- ingu. Undirrituð er mikill tónlistarunnandi og því dugleg að uppfæra tónlistina fyrir æfingar. Ég fer alveg yfir í annan heim þegar ég set heyrnartólin mín á hausinn og tónlistina í botn þegar ég hita upp fyrir lyftingaæfingu á skíðavélinni. Ég hef mjög víðan tónlistarsmekk og oft er það einungis lag og lag sem heillar. Mig langaði til þess að deila lagalistanum mínum þessa stund- ina sem heldur mér í ræktargírnum. 1. Galantis – Runaway (U&I) 2. Le Youth – Cool (Ben Pearce remix) 3. Alex Adair – Make me feel better 4. Marlon Roudette – When the beat drops out out (Florian Paetzold remix) 5. Pendulum – Hold your color 6. Gorgon City feat. Zak Able – Unmissable 7. Philip George – Wish you were mine 8. L D R U feat. Yahtzel – The Only one 9. Klangkarussel – Netzwerk, Falls like rain 10. Essay – All nite Hugleiðingar fyrir þá sem fara út á land Ég tek eftir því í póstinum sem berst okkur í þjálfuninni að margar konur leggja leið sína í sumarbústað eða fara í heimsókn til ættingja úti á landi. Þá vaknar oft sú spurning hvernig takast eigi á við þær aðstæður, þar sem enginn aðgangur er að líkamsrækt. Þetta eru einungis örfáir dagar og því fyrst og fremst gott að hafa bak við eyrað að velja betri kostina í mataræðinu, en það er einmitt stærsti þátturinn í öllum árangri. Ef viðkom- andi er að fara í bústað þá er gott að gera innkaupalista og kaupa hollan mat. Svo er líka auðveldara að grípa í hollustuna þegar hún er til staðar og öfugt með óhollustuna. Svo má ekki gleyma útiverunni, það er hægt að fara í göngutúra alls staðar og því sniðugt að nýta sér það ef tök eru á, jafnvel taka með sér sippuband og gera æfingar með teygjum. Annars er það ekki hundrað í hætt- unni ef 1–3 æfingar falla niður, það koma alltaf dagar eftir þessa til þess að mæta í ræktina. Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Sítrónuvatn Það eru ófáar greinar sem fjalla um það hversu gott sítrónuvatn er í morgunsárið. Ég las einmitt nokkrar þannig greinar í fyrra en þar var fjallað um að sítrónuvatn væri allra meina bót og gott fyrir magann. Þar sem ég er mjög viðkvæm í maga ákvað ég að láta reyna á þessa kenningu og eftir að hafa gert það er ég ekki frá því að það geri maganum og líkamanum einungis gott. Best er að kreista hálfa sítrónu í volgt vagn og drekka á fastandi maga. Ástæðan fyrir því að ég tek þetta fyrir með þessum pistli er sú að páskarnir innihalda mikið af þungum, söltum og reyktum mat og auðvitað páskaeggin góðu. Gott er að byrja daginn á sítrónuvatninu og þannig hjálpa líkam- anum að vinna úr öllu góðgætinu. Gaman á vélsleða „Á jólum og páskum liggur leið mín oft á Langjökul þar sem ég fer á vélsleða með pabba og systrum mínum. Skemmtilegast finnst mér að fara um páskana þegar veðrið er orðið betra og ég get notið útsýnisins.“ Eitt stórt, eitt lítið „Stærra egginu ætla ég að deila með mínum nánustu. Það minna er svo handa mér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.