Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 64
52 Menning Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Heimsbókmenntir og heimssnillingur Mörður Árnason tekur saman skýringar og sér um ítarefni í nýrri útgáfu Passíusálmanna B ókaforlagið Crymogea hefur sent frá sér nýja og stórglæsi- lega útgáfu af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Birna Geirfinnsdóttir er hönnuður bókarinnar og Mörður Árnason íslenskufræðingur sá um að taka saman skýringar og ýmiss kon- ar ítarefni. Þetta mun vera 92. útgáfa Passíusálmanna. „Þarna eru Passíusálmarnir með skýringum, athugagreinum og öðr- um útbúnaði,“ segir Mörður. „Menn þurfa enga aðstoð við að lesa texta Passíusálmanna, þar er sama ís- lenskan og við tölum, en frá annarri öld sem er töluvert langt í burtu. Að sumu leyti er þetta heimur sem við skiljum ekki og sýnin á ver- öldina var með allt öðrum hætti en á okkar dögum. Heimsmynd þessara tíma byggist á því að heimurinn hafi orðið til með sköpun Adams og Evu og taki enda á dómsdegi, og hin miklu tíðindi felast í því að son- ur Guðs kom til jarðarinnar og dó fórnardauða fyrir mennina. Þetta er heimur glötunar og sáluhjálpar, hins kröfuharða Guðs og djöfulsins sem dregur sálirnar í bálið. Passíu- sálmarnir fjalla um stöðu mannsins í þessum veruleika. Til að skilja sálm- ana almennilega þarf maður að vita af þessari heimssýn.“ Á ferðalagi með leiðsögumanni Mörður segist hafa verið um það bil ár að vinna verkið. „Þarna tek ég saman árangur af rannsókn- um, athugunum og umræðum fjöl- margra um sálmana fyrr og síðar, og bæti auðvitað við sjálfur. Þegar ég var að vinna þetta verk fannst mér passa best að líta á mig sem leiðsögumann, miklu frekar en fyrirlesara, kennara eða prest í predikunarstól. Þetta er ekki bók sem ætlast er til að fólk lesi frá síðu eitt til 650 heldur les fólk það sem það vill, velur sjálft. Það má líkja þessu við að vera á ferða- lagi með leiðsögumanni, stundum er maður áhugasamur, hlustar og vill fá að vita meira, en öðrum stundum drekkur maður í sig upplifunina án þess að þurfa neinar skýringar, eða horfir bara á útsýnið í rólegheitum. Þannig á þessi bók að vera. Ég skýri hvert vers og síðan sálm- inn allan og ef menn lenda í vand- ræðum þá fá menn lausn á þeim vanda. Það er þó ekki þannig að menn þurfi skýringarnar til að geta lesið textann. Síðan bætast við tæp- lega níutíu stuttar athugagreinar um sálmana, málfar, stíl, brag, frásögn, persónur, hugmyndir, tengsl og sögu. Það sem við Kristján B. Jónasson, forleggjari í Crymogeu, erum að reyna með þessari útgáfu og skýr- ingunum í henni er annars vegar að færa sálmana til okkar aldar og hins vegar að færa lesandann aftur til 17. aldar. Í bókinni eru þrír tímar. Það er tími okkar sem lesum sálmana, tími höfundarins sem semur þá og tími atburðanna sem sagt er frá, því að þótt þarna séu miklar hugleiðingar, predikanir og lífsspeki þá er grund- völlurinn sá að segja píslarsögu Krists, frá því kvöldmáltíðinni lýkur og þar til hann liggur í gröfinni fyrir upprisudaginn.“ Samtal skálds og söguhetju Þjóðin hefur ætíð haft afar sterkar taugar til Passíusálmanna. Hvaða skýringu hefur Mörður á þessum gríðarlegu vinsældum þeirra? „Passíusálmarnir eru heimsbók- menntir og höfundurinn einn af heimssnillingunum,“ segir hann. „Shakespeare deyr rétt áður en Hall- grímur fæðist og Bach fæðist rétt eftir að Hallgrímur deyr. Þessir þrír snill- ingar eru að mínu mati fullkomlega sambærilegir. Síra Jakob Jónsson sagði að Passíusálmarnir væru þrennt. Í fyrsta lagi hin harða og óvægna kenning lúthersks rétttrúnaðar. Í öðru lagi al- þýðleg og norræn lífsspeki þar sem menn hafa séð líkindi með Háva- málum. Og í þriðja lagi afrakstur dulúðarstefnu sem fylgdi í kjölfar siðaskiptanna, bæði í Norðurálfu og hinni kaþólsku Suðurálfu. Það er kannski dulúðin sem gefur höfundinum færi á þeirri tæru lýrík sem oft má sjá í Passíusálmunum, innan um hið mikla drama sem þar fer fram. Það er dulúðin sem býr til hið einlæga og innilega samtal skáldsins og söguhetjunnar, sem er Kristur, þar sem lesandinn verður þriðji maður. Í þessum dulúðarköfl- um rís stílsnilld og fegurð Passíu- sálmanna hæst.“ Það fallegasta Spurður um tengsl sín við Passíu- sálmana segir Mörður: „Það var eig- inlega faðir minn, Árni Björnsson, sem olli því vitandi eða óafvitandi að ég fékk áhuga á þeim sem ungling- ur. Hann var þá sem fræðimaður að fara í gegnum sálmana og ég smit- aðist af því. Þessi skáldskapur hef- ur alltaf verið mér mikils virði. Áður var ég kannski hrifnastur af samfé- lagsádeilunni þar sem yfirvöldin og olígarkarnir ágjörnu fá hvert svipu- höggið af öðru. Ég held ennþá mikið upp á þá kafla en núna er það samt frekar samband höfundarins við al- mættið og tilveruna sem heillar mig; þegar hann kallar Jesú Krist ekki bara drottin og herra heldur líka kunn- ingja, vin og bróður. Þetta finnst mér það fallegasta í Passíusálmunum.“ n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Hallgrímur Pétursson „Passíusálmarnir eru heimsbókmenntir og höfundurinn einn af heimssnillingunum.“ „Það er dulúðin sem býr til hið einlæga og innilega sam- tal skáldsins og söguhetjunnar, sem er Kristur. Mörður Árnason „Þegar ég var að vinna þetta verk fannst mér passa best að líta á mig sem leið- sögumann, miklu frekar en fyrirlesara, kennara eða prest í predikunarstól.“ Mynd Sigtryggur Ari VIÐ PLÖNUM Í hverri viku veljum við hollar og bragðgóðar uppskriftir sem matreiðslu- sérfræðingar okkar hafa þróað og fundið til. 1 VIÐ ÚTVEGUM HRÁEFNI Við veljum fyrsta fl okks hráefni í uppskriftirnar okkar. Það sem þú gætir þurft að eiga er sykur, hveiti, mjólk, smjör, olía, salt og pipar. 2 VIÐ MÆLUM Við sjáum til þess að sem minnst fari til spillis með því að afhenda þér hráefnin í réttu magni. 3 VIÐ AFHENDUM Þú getur valið um að koma og sækja matar- pakkann þinn til okkar að Nýbýlavegi 16 eða að fá hann sendan heim gegn greiðslu. 4 WWW.ELDUMRETT.IS Við sjáum um innkaupin og uppskriftirnar. Þú eldar og nýtur www.eldumrett.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.