Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 68
56 Menning Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Britt-Marie á toppnum Skáldsagan Britt-Marie var hér eftir Fredrik Backman skaust á topp metsölulista Eymundsson strax við útkomu. Bókin er eftir sama höfund og hin geysi- vinsæla skáldsaga Maður sem heit- ir Ove. Söguhetja þessar- ar nýju bókar er Britt-Marie sem eftir fjörtíu ára hamingjusnautt hjónaband leiðist út á vinnumarkaðinn. Hún fær starf á frístundaheimili fyrir börn og unglinga og hefur nýtt líf sem tekur óvænta stefnu. Ævintýri og veruleiki Ævintýri er þriðja bók danska rit- höfundarins Jonas T. Bengtsson. Peter er í felum með föður sínum, utan samfélagsins. Faðirinn tekur að sér ýmsa vinnu og kennir syni sínum að komast af hvað sem það kostar. Hann segir drengnum ævintýri til að útskýra flökkutil- veru þeirra. Dag einn breytist æv- intýrið í veruleika. Fjalla-Eyvindur og Halla í leikstjórn Stefans Metz á stóra sviði Þjóðleikhússins S tundum er látið eins og nútímaáhorfendur geti ómögulega sett sig í sam- band við frásagnir af fyrri tímum. Ef Njáls saga væri sett á svið væru kannski þriðjungs- líkur á að verkið yrði látið fjalla um Gunna, vinsælan plötusnúð á FM, skinkuna Hallgerði sem gerðist sek um að stela Breezer frá barþjónin- um á Austur, og hinn óprúttna Mörð hdl. Svoleiðis uppfærslur færa verk- ið þó sjaldnar nær nútímaáhorfend- um og blessunarlega er Fjalla-Ey- vindur og Halla hans Stefans Metz ekki svoleiðis nútímaframandgerv- ing. Það er leikhús sem þorir að vera einlægt. Eins og illmenni klippt út úr Tinnabók Að vísu hefur rýni virst sem það sé nokkuð í tísku meðal búninga- hönnuða um þessar mundir að klæða leikara í blöndu af fatnaði til að gera áhorfendum ómögulegt að staðsetja verkið í tíma – eða ég veit ekki hvort það er ástæðan, en það er niðurstaðan. Halla í leðurjakka og stúlkur í leggings og köflóttum skyrtum rímar ekkert sérstaklega vel við 18. aldar veruleika verksins og miðað við uppfærsluna að öðru leyti virkar búningahönnun Seans Mackaoui stundum anakrónísk, en stundum ekki. Ætli rýni hafi ekki þótt undarlegust múnderingin á Steini Ármanni í hlutverki hrepp- stjórans, með minkahúfu eða hvað þetta var og hálsklút í þriggja hluta tweedjakkafötum. Hann leit út eins og illmenni klippt út úr Tinnabók. Flestir búningar eru þó alveg í anda verksins en undantekningarnar stinga verulega í stúf. Með hlutverk Höllu og Kára fara Nína Dögg Filippusdóttir og Stefán Hallur Stefánsson. Nína Dögg fer einstaklega vel með að sýna sálarlíf Höllu út á við og hægfara umpólun hennar eftir barnsmissi og sextán ár í útlegð, og undir lokin lekur lífs- þreytan af Stefáni Halli í hlutverki Kára. Höfuðandstæðingur þeirra er sem fyrr segir leikinn af Steini Ár- manni sem ferst hlutverk sitt vel úr hendi, en kannski er túlkunin of einvíð og samúð áhorfenda eftir því lítil. Hann er þó kómískt illmenni; rýnir kann betur að meta þau en al- ger illmenni. Raunar er sýningin öll töluvert kómísk fyrir hlé. Rýnir átti ekki von á því að hann myndi hlæja neitt á þessari sýningu en aldrei fór það ekki svo. Pálmi Gestsson fór á kostum í hlutverki Jóns sýslumanns og einkum nær leikurinn hæðum í sögu hans af því hvers vegna laxar ganga í ár. Stjörnuleikur! Vel valið í hvert hlutverk Rýnir hefur alltaf haft miklar mæt- ur á Sigurði Sigurjónssyni sem í senn er einn færasti og einn van- metnasti sviðsleikari á Íslandi. Hann brást ekki væntingum frem- ur en fyrri daginn og átti frábæran leik sem útilegumaðurinn Arnes. Eins og flestar persónur verksins á hann sér ýmsar hliðar og ekki verð- ur annað sagt en að leikurum takist einstaklega vel að koma þeim öllum til skila. Sérstaklega vill rýnir hrósa Kristni Óla Haraldssyni fyrir frammistöðu sína í hlutverki smalans. Hann hef- ur snarpan kómískan reflex og sam- spil hans og hinna persónanna er einkar lifandi og sannfærandi. Það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Oddur Júlíus- son var líka frábær í hlutverki Magn- úsar en helst þótti mér vandinn að stundum heyrði ég ekki hvað hann sagði, en það var svo sem ekki ein- skorðað við hann. Tungur á sveimi í hléinu töldu að þetta væri leik- myndinni að kenna en að ein- hverju leyti kynni þetta sömuleiðis að skrifast á talhraða. Leikhópur- inn vonandi finnur leiðir til að slétta úr þessari misfellu á komandi sýn- ingum. Ragnheiður Steindórsdótt- ir og Esther Talía Casey voru báðar mjög þéttar í hlutverkum Guðfinnu og Oddnýjar og samskipti þeirra við smaladrenginn voru með skemmti- legri köflum sýningarinnar. Þór- hallur Sigurðsson var flottur sem Arngrímur og sýslumannsfrú- in Guðrún, þó að ekki sé það stórt hlutverk, hafði lágstemmda vigt í meðförum Tinnu Gunnlaugsdóttur. Áhorfendum hlíft við tengslamyndun Það er sem sagt ekkert hægt að kvarta undan leikurunum og enginn ónefndur þar nema telpurnar fjórar: Agla Bríet Gísladóttir, Gríma Vals- dóttir, og systurnar Helena og Hild- ur Clausen Heiðmundsdætur sem fóru með hlutverk barna á bæn- um auk Tótu, dóttur þeirra Höllu og Kára. Þær stóðu sig allar eins vel og hugsast gæti en hér kemur jafnframt að þeim hluta sýningarinnar sem mér þótti hvað merkilegastur, en það er Tóta sjálf og hvernig hún var persónugerð á sviðinu. Fátt er hægt að segja um það sem ekki skemmir fyrir væntanlegum áhorfendum, en ég velti fyrir mér hvort sú leið sem var valin hafi verið til þess farin að hlífa áhorfendum við tengslamynd- un. Sú tilfinning mín styrktist við að frægasta atriði leikritsins var nálega sleppt þó að ekki færi á milli mála hvað hefði gerst. Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu en þessi uppfærsla verður í öllu falli seint sökuð um tilfinninga- klám. Hún hefur mestan áhuga á sál- arlífi Höllu og Kára. Forsagan er auð- vitað nauðsynleg en aðrar persónur og önnur atriði eru fremur til að sýna hvað þau áttu en hafa misst, en annars er ekki staldrað lengi við þau. Hin innri glíma er í forgrunni og þegar best tekst til er henni skilað í andrúmslofti og ósögðum orðum. Með betri uppfærslum leikársins Leikmynd Seans Mackaoui var að ýmsu leyti góð: stílhrein, einföld, en sumt í henni játa ég að ég skildi ekki, til dæmis ísjakann sem hékk allan tímann yfir sviðinu og hvað hann átti að merkja. Lýsing Hall- dórs Arnar Óskarssonar var á köfl- um magnþrungin en verst er þegar kasta þarf ljósi út í sal því það lend- ir óhjákvæmilega beint í augunum á nokkrum óheppnum áhorfendum sem geta þá ekki notið sjónarspils- ins. Mér fannst tónlist Elvars Geirs Sævarssonar ekkert endilega henta verkinu en hljóðeffektarnir gerðu mikið til að dýpka upplifunina, eink- um í lokaatriðum verksins. Í heildina litið er óhætt að mæla með Fjalla-Eyvindi og Höllu. Hið sí- gilda leikverk Jóhanns Sigurjónsson- ar á alveg sama erindi við okkur nú og þegar það var frumflutt árið 1911. Ekki spillir leikaraúrvalið fyrir en vel er valið í sérhvert hlutverk. Á köflum er sviðsetningin alveg mögnuð en á öðrum stundum dregst áhorfandinn dálítið út úr sýningunni, einkum þegar leikarar fara út í sal á rjúpna- veiðar; sömu brellu er beitt mun betur síðar í verkinu og skal það ekki skemmt fyrir lesendum með því að segja nánar frá því. En það leyfir rýn- ir sér að fullyrða að Fjalla-Eyvindur og Halla er með betri uppfærslum Þjóðleikhússins á þessu leikári og vel þess virði að sjá. n Í jöklinum hljóða Fjalla Eyvindur og Halla Höfundur: Jóhann Sigurjónsson Leikgerð og leikstjórn: Stefan Metz Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Stefán Hallur Stefánsson, Steinn Ármann Magnússon og fleiri. Tónlist og hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Sýnt í Þjóðleikhúsinu Arngrímur Vídalín ritstjorn@dv.is Dómur Halla og Kári í forgrunni Innri glíma Höllu og Kára er í forgrunni í leikgerð Stefans Metz og þegar best tekst til er henni skilað í andrúmslofti og ósögðum orðum. Mynd Eddi „Leik- hús sem þorir að vera ein- lægt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.