Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Lakkað smeLLuparket • 30 ára ábyrgð Parket & gólf • Ármúla 32, 108 Reykjavík • S: 5681888 • parketoggolf.is Verð: 9.060 kr. m² Nú á tilboðsverði: 6.342 kr. m² Hágæða PlankaParket - eik Sauvage einstakt tilboð -30% afsláttur ATH TAkmArkAð mAgn Parket og gólf Ekki gEfins að gEfa upp öndina n „kostnaðurinn við dánartilkynningarnar kom mér mest á óvart“ k ostnaður við útför að- standenda kemur fólki oft- ar en ekki á óvart. Yfirleitt er skammur tími til stefnu, velja þarf útfararstofu fljót- lega eftir andlátið og sjaldnast ger- ir fólk víðtækan verðsamanburð eða íhugar aðra kosti. DV tók saman kostnað við útför og 200 manna erfi- drykkju þar sem nokkuð vel er í lagt. Leitað var eftir verði á vef útfararstofa en aðeins tvær stofur gefa upp verð- dæmi á sínum heimasíðum: Útfarar- stofa Kirkjugarðanna og Útfararstofa Íslands. Ákveðið var að miða við verðskrá þeirrar síðastnefndu þar sem hún er mun ítarlegri. Fyrir utan sjálfa útfararþjón- ustuna, sem er á sambærilegu verði þá standa aðstandendur frammi fyrir mörgum ákvörðunum varð- andi athöfina. Velja þarf kistu og fjölbreytt úrval af skreytingum. Ein stærsta ákvörðunin er hvort að boð- ið verði upp á tónlistaratriði við athöfnina en kostnaðurinn við slíkt getur verið ærinn. Flestir sem staðið hafa í þessum sporum eru þó sam- mála um eitt. Það er erfitt að setja sig í þær stellingar að fara að spara í sérhverjum lið, flestum finnst það niðurdrepandi tilhugsun ekki nema fjárhagurinn bjóði hreinlega ekki upp á annað. „Fólk spyr meira út í einstaka kostnaðarliði eftir hrun „Það sem hefur breyst frá hruni er það að fólk spyr mun meira út í einstaka kostnaðarliði og hvaða möguleikar séu í boði,“ segir Sverrir Einarsson, eigandi Útfararþjónustu Íslands. „Það er algengur misskiln- ingur að útför í kyrrþey sé ódýrari. Eini munurinn er sá að hún er aug- lýst eftir á, að öðru leyti er um að ræða sama kostnaðinn. Sama má segja um bálfarir. Bálfararkisturn- ar eru mögulega aðeins ódýrari en svo þarf að panta duftker aukalega,“ segir Sverrir. Það blasir kannski ekki við en það er nauðsynlegt að kaupa kistu fyrir bálförina vegna þess að ákveðið magn af timbri verður að fara með í rafmagnsofnana sem eru notaðir. „En auðvitað fáum við viðskipta- vini með alls konar fjárráð og því eru ýmsar lausnir í boði. Það er hægt að sleppa tónlistaratriðum, blómum og velja kistur í mismunandi verð- flokkum. Einnig geta eignalausir sótt styrk til velferðarsviðs fyrir út- förinni og fólk getur oft og tíðum sótt styrk til lífeyrissjóða sinna. Við vísum fólki á allar mögulegar leiðir,“ segir Sverrir enn fremur. Kostnaðurinn við andláts­ tilkynningar kom á óvart Hildur Bára Leifsdóttir skipulagði nýlega útför föður síns. Hún var búin að heyra að ferlið væri kostn- aðarsamt og tók undir það að erfitt væri að setja sig í sparnaðargírinn þegar maður væri að jarðsyngja ást- vin. Andlátið bar líka skjótt að og því lítið ráðrúm til að gera verðsam- anburð. „Það sem kom mér mest á óvart var kostnaðurinn við að birta tilkynningar í fjölmiðlum; Moggan- um, Fréttablaðinu og RÚV. Ég vissi að það kostaði eitthvað en flestir láta birta þrjár tilkynningar á hverj- um stað og þá er þetta orðið rúm- lega 100 þúsund krónur í heildina.“ Faðir Hildar vildi vera jarðaður í kyrrþey og því voru tilkynningarn- ar í fjölmiðla færri og athöfnin fá- mennari en ella. Erfidrykkjan var því ekki eins kostnaðarsöm. Hildur og fjölskylda voru þó undir það búin að kostnaðurinn yrði mikill og sú varð svo sannarlega raunin. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Kostnaður við útför Samkvæmt heimasíðu Útfararþjónustu Íslands n Kista: 220.000 kr. * n Sæng, koddi og klútur (yfir ásjónu): 15.000 kr. n Líkklæði: 5.000 kr. n Kross-púlt á leiði: 10.500 kr. n Skilti á kross-púlt: 7.500 kr. n Blómaskreyting á kistu: 30.000 kr. * n Altarisblóm: 10.000 kr. * n Krans: 28.000 kr. * Sálmaskrá (200 manns): 69.528 kr. Útfararþjónusta: 110.500 Kirkjuvörður: 8.000 kr. Samtals: 514.028 kr. * Til eru ódýrari valkostir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Útfararstofu Íslands. Tónlist n Orgelleikur - kistulagning: 15.825 kr. n Orgelleikur - útför m/söng: 29.436 kr. n Kór - 6 manna: 90.000 kr. n Einsöngur: 50.000 kr. n 5% stefgjald: 9.236 kr. n Umsjónarmaður kórs: 8.445 kr. n Gjald til FÍH: 3.500 kr. n Umsjónargjald útfararstofu (10%): 20.645 kr. Samtals: 206.450 kr. Erfidrykkjur og tilkynn- ingar í blöðum n Hótel Saga er vinsæll vettvangur fyrir erfidrykkjur og samkvæmt heimasíðu hótelsins er kostnaðurinn 2.200 kr. fyrir hvern gest. Samtals: 440.000 (m.v. 200 manns) Dánartilkynningar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu kosta rúmlega 18.000 krón- ur hver birting. Flestir birta þrjár tilkynn- ingar á hverjum stað – fyrst er tilkynnt um andlátið, því næst um athöfnina og svo er þakkað fyrir auðsýnda samúð. n Fréttablaðið (3 birtingar): 56.736 kr. n Morgunblaðið (3 birtingar): 54.231 kr. n RÚV (3 birtingar, 30 orð): 24.030 kr. Samtals: 134.997 kr. niðurstaða n Útför: 514.028 kr. n Tónlistaratriði: 206.450 kr. n Erfidrykkja (200 manns): 440.000 kr. n Birtingar tilkynninga í fjölmiðlum: 134.997 kr. Samtals: 1.331.475 kr. „Það sem hefur breyst frá hruni er það að fólk spyr mun meira út í einstaka kostnaðarliði og hvaða möguleikar séu í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.