Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Qupperneq 50
Páskablað 31. mars–7. apríl 201538 Fólk Viðtal Á æskuheimilinu var mikið rætt um stjórnmál og ég man eftir að hafa farið í Ís- land úr NATÓ-göngu með mömmu. Foreldrar mínir hafa alltaf haft skoðanir en ég veit ekki hvort þau hafi nokkurn tímann verið flokksbundin. Ætli þau séu ekki í dag svona hófstillt miðjufólk,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, alþingis- kona og varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Rokkaði milli flokka Brynhildur hafði starfað hjá Neyt- endasamtökunum um árabil þegar hún venti sínu kvæði í kross og fór í pólitík. „Ég sakna Neytendasam- takanna en það var kominn tími til að breyta til. Björt framtíð var nýr flokkur sem höfðaði mjög til mín. Mig langaði að taka þátt en gerði mér alveg grein fyrir því að þetta yrði áhætta, enda kjördæmið mitt frekar íhaldssamt. Þetta gekk þó vonum framar og ég komst inn sem síð- asti þingmaður kjördæmisins. Ég hef alltaf verið pólitísk og haft mín- ar skoðanir en hef hingað til rokkað á milli flokka; hef kosið illskásta flokk- inn hverju sinni. Þessi vinna hefur reynst skemmti- leg en inn á milli koma svo dagar sem maður er þvílíkt pirraður en það vekur manni von í brjósti þegar við til dæmis náum öll að vinna saman að þverpólitískum málum. Þá finn- ur maður hvað þetta skiptir miklu máli.“ Flýgur á milli Brynhildur er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur búið sér heimili á Akureyri og flýgur á milli. „Ég ólst upp í Breiðholtinu en kom reglu- lega norður til að heimsækja afa og ömmu og aðra ættingja en mamma er frá Akureyri. Ég átti góðar minn- ingar héðan og því var mjög auðveld ákvörðun fyrir mig að flytja norður á sínum tíma.“ Eftir Ölduselsskóla lá leiðin í Menntaskólann við Sund og svo til Ítalíu þar sem hún lærði innan hússhönnun en þar í landi kynntist hún manninum sínum, Guðmundi Hauki Sigurðarsyni. Eft- ir nám í Danmörku flutti fjölskyldan norður á Akureyri. Hún segir það geta verið býsna flókið fyrir landsbyggðarfólk að starfa á Alþingi. „Ég skil alveg þegar alþingismenn enda á því að flytja suður. Það er bara ekki inni í dæm- inu hjá mér. Ég bý hér og vil hafa mínar rætur hér. Fjarveran frá fjöl- skyldunni er eflaust eitt það erfið- asta við starfið og ég hefði ekki get- að hugsað mér þetta með yngri börn. Ég velti fyrir mér hvort við séum með þessu fyrirkomulagi í raun að loka á yngra fólk úti á landsbyggðinni en við þurfum einmitt yngra fólk inn á þing og ekki bara ungt fólk úr Reykja- vík. Vinnustaðurinn er ekki fjöl- skylduvænn en þingmenn sem búa í Reykjavík geta mætt á foreldrafundi og gert hitt og þetta á meðan slíkt er ekki í boði þegar fjölskyldan býr ekki á staðnum. Ég er hugsi yfir þessu en sé samt enga lausn.“ Lífið í kommablokk Foreldrar Brynhildar skildu þegar hún var þrettán ára og hún viðurkenn- ir að það hafi verið erfitt. „Ætli það sé ekki alltaf erfitt þegar foreldrar barna skilja, sama á hvaða aldri börnin eru. Maður velur sér ekki foreldra og hvað þá stjúpforeldra og stjúpsystkin en ég var ótrúlega heppin með allan pakk- ann og hefði ekki getað fengið betri stjúpfölskyldur. Ég á því stóra og góða fjölskyldu. Maður græddi bara á þessu. Ég bjó í blokk í Seljahverfi þar sem allir þekktu alla enda hafði vina- fólk tekið sig saman og hannað, teikn- að og byggt blokkina. Ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af því að búa þarna. Það var alltaf eitthvað í gangi og einstök stemming. Ég man eftir að einhverjir krakkar misstu út úr sér að ég byggi í kommablokkinni. Ástæðan var eflaust sú að hlutfall íbúa í blokkinni minni sem voru áskrifend- ur af Þjóðviljanum var óvenju hátt og svo var þakið rautt sem eflaust bætti ekki úr skák. Ég man eftir að hafa hreytt út úr mér einu sinni: „og svo býrð þú í íhaldsblokkinni!“ og fannst ég aldeilis hafa hitt í mark með mjög móðgandi svari.“ Djammandi 15 ára Hún viðurkennir að hún hafi ekki Alin upp í komma- blokkinni Brynhildur Pétursdóttir, alþingiskona og varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar ræðir um villt unglingsárin, óreiðuna á Alþingi, draumahúsið á Akureyri og fjarbúðina sem hún segir ekki hafa neikvæð áhrif á hjónabandið. Einnig ræðir hún skilnað foreldra sinna sem varð þó til þess gott fólk bættist í fjölskyldu hennar. „Það er hressandi þegar maður áttar sig á því að það eru alls ekki allir að spá í mann Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Smart föt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.