Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 70
58 Menning Sjónvarp Páskablað 31. mars–7. apríl 2015
Íslensk stjarna í breskum
framhaldsmyndaflokki
Sjónvarpsgagnrýnandi Sunday Times hrífst af Heiðu Rún
S
jónvarpsgagnrýnandi
Sunday Times, AA Gill, er
ekkert lamb að leika sér við.
Hann skrifar af áberandi
miklu sjálfsöryggi, er dómharð-
ur og hvass. Iðulega gerist það
að lesendur Sunday Times skrifa
lesendabréf og mótmæla dómum
hans. Slík mótmæli hafa engin
áhrif á Gill, sem skrifar alltaf eins
og hann sé algjörlega viss í sinni
sök. Þegar Gill leyfir sér að hrífast,
og það kemur einstaka sinnum
fyrir, þá hugsar maður ósjálfrátt
með sjálfum sér að maður verði
að sjá viðkomandi sjónvarpsþátt.
Á dögunum skrifaði Gill
um framhaldsmyndaflokkinn
Poldark, sem sýndur er á BBC1,
asem hann segir vera melódrama
af bestu gerð. Hann hrósaði sér-
staklega einni aðalleikkonunni,
Heida Reed (Heiða Rún Sigurðar-
dóttir), tók fram að hún væri ís-
lensk og bæri eftirnafnið Sigurðar-
dóttir. Hann sagði að frammistaða
hennar hlyti að verða til þess að
hún fengi fleiri bitastæð hlutverk.
Íslenskir sjónvarpsáhorfend-
ur verða að fá að sjá þessa góðu
þætti þar sem íslensk leikkona
skín svo skært. Einhver sjónvarps-
stjórinn hér á landi hlýtur að taka
við sér og kaupa þáttinn. Þetta er
búningadrama um ástir og örlög
og við erum ansi mörg sem sitj-
um límd fyrir framan slíka þætti.
Aðalpersónur í svona þáttum eru
fallegar, vel klæddar og ólga af til-
finningum og ástin skiptir þær
öllu. Allt annað en í hinum lit-
lausa nútíma þar sem allir eru svo
uppteknir við að hugsa um sjálfa
sig að þeir hafa engan tíma til að
elska aðra. n
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Þriðjudagur 31. mars
08.00 Morgunstundin
okkar
08.01 Froskur og vinir (2:14)
08.08 Einar Áskell (2:13)
08.20 Friðþjófur forvitni
08.43 Franklín og vinir hans
09.05 Kúlugúbbarnir (2:13)
09.28 Sigga Liggalá (2:12)
09.40 Robbi og skrímsli
10.02 Drekar: Knapar
Birkeyjar (2:12)
10.30 Ástríkur og víkingarnir
11.45 Saga af strák
12.05 Villta Brasilía (2:3)
13.00 Coraline
14.40 Fuglabúrið
16.35 Herstöðvarlíf (12:13)
17.20 Músahús Mikka
17.43 Robbi og skrímsli
18.06 Millý spyr (17:65)
18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Vísindahorn Ævars
18.30 Melissa og Joey (3:22)
18.50 Öldin hennar (10:52)
52 örþættir, sendir út
á jafnmörgum vikum,
um stóra og stefnu-
markandi atburði sem
tengjast sögu íslenskra
kvenna og baráttu
þeirra fyrir samfélags-
legu jafnrétti. Þættirnir
varpa ljósi á kvennapóli-
tík í víðasta skilningi.
Leikstjórn: Hrafnhildur
Gunnarsdóttir. e.
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Kastljós
19.55 Djöflaeyjan
20.25 Castle (23:24) 8,3
(Castle) Höfundur saka-
málasagna nýtir innsæi
sitt og reynslu til að að-
stoða lögreglu við úrlausn
sakamála. Meðal leikenda
eru Nathan Fillion, Stana
Katic, Molly C. Quinn og
Seamus Dever.
21.10 Erfðabreytt matvæli
(Big Business in Little
Seeds) Þýsk heimildar-
mynd um erfðabreytta
framleiðslu á heimsvísu.
Framleiðsla á erfða-
breyttum matvælum
á sér öfluga málsvara.
Í þættinum er leitað
svara við því hvaða
hagsmunir og hverra
búa á bakvið áróðurinn.
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Horfinn 8,3 (1:8) (The
Missing) Spennuþátta-
röð. Ungum dreng er
rænt í sumarfríi fjöl-
skyldunnar í Frakklandi.
Faðir hans fórnar öllu í
leit sinni að drengnum
og missir aldrei vonina
um að finna hann
á lífi. Aðalhlutverk:
James Nesbitt, Frances
O'Connor og Tchéky
Karyo. Atriði í þáttunum
eru ekki við hæfi barna.
23.20 Spilaborg (5:13)
(House of Cards III)
Bandarísk þáttaröð um
klækjastjórnmál og póli-
tískan refskap þar sem
einskis er svifist í barátt-
unni. Meðal leikenda eru
Kevin Spacey, Michael
Gill, Robin Wright og
Sakina Jaffrey. Atriði í
þáttunum eru ekki við
hæfi ungra barna. e.
00.10 Kastljós
00.30 Fréttir
00.45 Dagskrárlok
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
11:45 Undankeppni EM 2016
13:25 NBA
14:15 Undankeppni EM 2016
19:15 Euro 2016 - Marka-
þáttur
20:00 Þýsku mörkin
20:30 Undankeppni EM 2016
22:10 Dominos deildin 2015
23:40 Meistaradeild Evrópu
- fré
00:10 Undankeppni EM 2016
12:00 Premier League
15:35 Undankeppni EM 2016
17:15 Premier League
22:25 Ensku mörkin - úr-
valsdeild
23:20 Football League Show
23:50 Premier League
18:30 Friends (18:23)
18:55 New Girl (3:23)
19:20 Modern Family (3:24)
19:45 Two and a Half Men
20:10 Veggfóður (13:20)
20:50 Doktor
21:20 Grimm (19:22)
22:00 Game Of Thrones
22:55 Chuck (15:19)
23:40 Cold Case (23:23)
00:25 Veggfóður (13:20)
01:05 Doktor
01:35 Grimm (19:22)
02:20 Game Of Thrones
03:10 Chuck (15:19)
03:55 Cold Case (23:23)
04:40 Tónlistarmyndbönd
frá Bravó
12:05 Admission
13:50 Flicka 3: Best Friends
15:25 13 Going On 30
17:00 Admission
18:45 Flicka 3: Best Friends
20:20 13 Going On 30
22:00 Die Hard 4: Live Free
or Die Hard
00:10 Elysium
02:00 Snow White and the
Huntsman
04:10 Die Hard 4: Live Free
or Die Hard
17:50 Jamie & Jimmy's Food
Fight Club (6:6)
18:40 Baby Daddy (6:22)
19:00 Wipeout
19:45 Traffic Lights (4:13)
Skemmtilegir þættir
sem sýna vináttu
og ástarsambönd í
skemmtilegu ljósi og
fjalla um þrjá vini og
þeirra leið í gegnum lífið.
20:10 Flight of the
Conchords (9:10)
Frábær þáttaröð um
þá Jemaine Clement
og Bret McKenzie um
landvinninga áströlsku
sveitarinnar Flight of
the Conchords í Banda-
ríkjunum.
20:40 One Born Every Minu-
te UK (3:14) Breska
útgáfan af þessum
vönduðu og áhuga-
verðu þáttum sem
gerast á fæðingadeild
á bandarískum spítala
þar sem fylgst er með
komu nýrra einstaklinga
í heiminn.
21:30 Pretty little liars
(20:25) Fimmta
þáttaröðin af þessum
dramatísku þáttum
um fjórar vinkonur sem
þurfa að snúa bökum
saman til að geta
varðveitt skelfilegt
leyndarmál.
22:15 Flash (15:23)
23:00 Arrow (16:23)
23:40 Sleepy Hollow (18:18)
00:25 Baby Daddy (6:22)
00:45 Wipeout
01:30 Traffic Lights (4:13)
01:50 Flight of the
Conchords (9:10)
02:20 One Born Every Minu-
te UK (3:14)
03:05 Pretty little liars
(20:25)
03:45 Tónlistarmyndbönd
frá Bravó
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (1:25)
08:20 Dr. Phil
09:00 The Talk
09:45 Pepsi MAX tónlist
15:15 Cheers (24:26)
15:40 The Real Housewives
of Orange County
16:25 The Odd Couple (1:13)
16:45 Benched (8:12)
17:05 An Idiot Abroad (4:8)
17:50 Dr. Phil
18:30 The Tonight Show
19:10 The Talk
19:50 Men at Work (8:10)
20:15 Jane the Virgin (16:22)
Ung, heiðarleg og
samviskusöm stelpa fer
á spítala til að fá eina
sprautu og fer þá óvart í
velheppnaða frjósemis-
aðgerð. Andrea Navedo
hefur skapað sér stóran
sess sem sterkur nýliði
í gríni og uppistandi og
fær nú stóra tækifærið í
sjónvarpi í þessum nýju
og fersku gamanþátt-
um.
21:00 The Good Wife 8,3
(15:22) Þesssir marg-
verðlaunuðu þættir
njóta mikilla vinsælda
meðal áhorfenda Skjá-
sEins. Það er þokkadísin
Julianna Marguilies sem
fer með aðalhlutverk í
þáttunum sem hin geð-
þekka eiginkona Alicia
sem nú hefur ákveðið
að yfirgefa sína gömlu
lögfræðistofu og stofna
nýja ásamt fyrrum
samstarfsmanni sínum.
Þetta er sjötta serían
af þessum vönduðu
þáttum þar sem valda-
tafl, réttlætisbarátta
og forboðinni ást eru í
aðalhlutverkum.
21:45 Parenthood (16:22)
22:30 The Tonight Show
23:15 Madam Secretary
(15:22) Téa Leoni
leikur Elizabeth McCord,
fyrrum starfsmann
leynilögreglunnar og
háskólaprófessor,
sem verður óvænt og
fyrirvaralaust skipuð
sem næsti utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna.
Hún er ákveðin, einbeitt
og vill hafa áhrif á
heimsmálin en oft eru
alþjóðleg stjórnmál
snúin og spillt. Nú reynir
á eiginleika hennar til að
hugsa út fyrir kassann
og leita lausna sem oft
eru óhefðbundnar og
óvanalegar.
00:00 Blue Bloods (12:22)
00:45 The Good Wife (15:22)
Þesssir margverð-
launuðu þættir njóta
mikilla vinsælda meðal
áhorfenda SkjásEins.
Það er þokkadísin
Julianna Marguilies sem
fer með aðalhlutverk í
þáttunum sem hin geð-
þekka eiginkona Alicia
sem nú hefur ákveðið
að yfirgefa sína gömlu
lögfræðistofu og stofna
nýja ásamt fyrrum
samstarfsmanni sínum.
Þetta er sjötta serían
af þessum vönduðu
þáttum þar sem valda-
tafl, réttlætisbarátta
og forboðinni ást eru í
aðalhlutverkum.
01:30 Parenthood (16:22)
02:15 The Tonight Show
03:05 Pepsi MAX tónlist
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 The Middle (16:24)
08:30 Gossip Girl (7:10)
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 The Doctors (13:50)
10:15 Anger Management
10:40 The Middle (22:24)
11:05 The Night Shift (7:8)
11:50 The Smoke (1:8)
12:35 Nágrannar
13:00 The X-Factor US
13:40 The X-Factor US
15:05 Time of Our Lives
16:10 Ofurhetjusérsveitin
16:30 Undateable (13:13)
16:55 Raising Hope (18:22)
17:20 Bold and the Beautiful
17:40 Nágrannar
18:05 Simpson-fjölskyldan
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag.
19:11 Veður
19:20 Um land allt (19:19)
19:50 2 Broke Girls (15:22)
20:15 Modern Family (18:24)
20:40 White Collar 5 8,0
(3:13) Fimmta þátta-
röðin um sjarmörinn
og svikahrappinn Neil
Caffrey. Hann er svo-
kallaður góðkunningi
lögreglunnar og þegar
hann er gómaður í enn
eitt skiptið sér hann sér
leik á borði og býður lög-
reglunni þjónustu sína
við að hafa hendur í hári
annarra svikahrappa
og hvítflibbakrimma
gegn því að komast hjá
fangelsisvist.
22:05 Weeds (13:13) Sjöunda
þáttaröðin um hina
úrræðagóðu Nancy
Boewden, sem ákvað
að hasla sér völl sem
eiturlyfjasali eftir að
hún missti eiginmann
sinn og fyrirvinnu. Hún
gerði sér hinsvegar ekki
grein fyrir í fyrstu hversu
hættulegur og ótraustur
hinn nýji starfsvett-
vangur hennar er, fyrir
utan að vera kolólögleg-
ur að sjálfsögðu.
22:35 Louie 8,7 (9:13)
Skemmtilegir gaman-
þættir um fráskildan
og einstæðan föður
sem baslar við að ala
dætur sínar upp í New
York ásamt því að reyna
koma sér á framfæri
sem uppistandari. Höf-
undur þáttana ásamt
því að leika aðalhlut-
verkið er einn þekktasti
uppistandari Bandaríkj-
anna, Louie C.K.
23:00 Grey's Anatomy
(16:24) Ellefta þáttaröð
þessa vinsæla drama-
þáttar sem gerist á
skurðstofu á Grey Sloan
spítalanum í Seattle-
borg þar sem starfa
ungir og bráðefnilegir
skurðlæknar. Flókið
einkalíf ungu læknanna
á það til að gera starfið
ennþá erfiðara.
23:45 Togetherness (7:8)
00:10 Bones (19:24)
00:55 Girls (6:10)
01:25 Chasing Mavericks
03:20 The Middle (22:24)
03:45 Stalker (18:20)
04:30 Modern Family (18:24)
04:55 Anger Management
05:20 Grey's Anatomy
06:05 Fréttir og Ísland í dag
Hvítur leikur og
vinnur!
Staðan kom upp í 3. umferð
Aeroflot skákmótsins sem
fram fer í Rússlandi. Rúss-
neski stórmeistarinn Vadim
Zvjaginsev (2658) hafði
hvítt gegn kollega sínum,
hinum efnilega Hollendingi,
Benjamin Bok (2587).
Svartur lék síðast 21...Be7??
og missti af banvænni
gildru hvíts.
22. Rb6!! axb6
23. axb6 Ra6 (23...Hxa1
gekk ekki vegna 24. bxc7 og
peðið verður að drottningu)
24. dxc6 bxc6
25. Hxa6 og svartur gafst
upp.
Skáklandið
dv.is/blogg/skaklandid
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Við tækið
Heiða Rún Sigurðardóttir Leikur í
búningadramanu Poldark sem sýnt er á
BBC. MyND SIGTRyGGUR ARI
Góðir dómar
Sjónvarpsgagn-
rýnandi Sunday
Times hrífst af
Heiðu Rún.