Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 22
22 Fréttir Þ egar blaðamaður nær sam- bandi við Michael er hann staddur í Brisbane. „Halló Ísland! Hvað er klukkan eig- inlega hjá þér? Er ekki bara mið nótt?“ spyr hann og hlær. Sú er ekki raunin þótt það sé sannarlega árla morguns á Íslandi og í Ástral- íu er kvöldverðartími. Michael er í fjármögnunarleiðangri í Ástralíu, en er sjálfur búsettur í Hanoi í Víet nam þar sem hann stýrir samtökunum. „Stjórn Blue Dragon er hins vegar hér í Ástralíu og ég kem hingað svona einu sinni á ári,“ segir hann og bætir því við að frítíminn sé lítill. „Ég ein- beiti mér að samtökunum og þessu starfi,“ segir hann. Boltinn rúllaði Michael vann sig sjálfur upp úr fátækt í Ástralíu sem ungur maður. „Foreldrar mínir voru frekar efna- litlir þegar ég var að alast upp. Við bjuggum á bóndabæ en um tíma vorum við heimilislaus og bjuggum í hjólhýsi. Ég menntaði mig sem kennari þegar ég varð eldri og ég sinnti kennslu í Sydney.“ Það var á endanum kennarastarfið sem rak hann af stað til Víetnam. „Ég fór til Víetnam í frí og mér leið mjög vel þar. Ég fór því aftur þangað í frí og ákvað svo í kjölfarið að flytjast þangað. Á þessum tíma hafði ég enga hugmynd um að ég myndi stofna góðgerðarsamtök. Ég hélt að ég myndi kannski vinna sem kennari um tíma og hefja nýtt líf,“ segir hann. Þetta var í október 2002 og tveim- ur mánuðum eftir komuna byrjaði hann að kenna drengjum sem bjuggu á götunni í Hanoi ensku. „Ég kynnt- ist þessum drengjum, vandamálum þeirra og lagði mig fram við að skilja aðstæður þeirra,“ segir hann. Ári síðar hafði nemendahópur- inn stækkað og Michael fékk há- skólanemanda, Pham Sy Chung, til að aðstoða sig. Þeir kenndu drengj- unum ensku, stærðfræði, hanníð- ar og jóga nokkrum sinnum í viku og stofnuðu saman fótboltalið fyrir þá. Smám saman stækkaði hópurinn og undir lok árs 2003 stofnuðu þeir sam- tökin Blue Dragon. „Þetta varð eig- inlega þannig að ég þurfti að velja á milli þess hvort ég vildi vera kennari eða hvort ég vildi einbeita mér að því að aðstoða þessi börn,“ segir hann. Valið var einfalt: „Ég ákvað að hjálpa börnunum.“ Harður og hættulegur heimur Samtökin hafa stækkað mikið frá stofnun þeirra, verkefnin hafa þróast en áherslan er alltaf sú sama; að að- stoða börn við að afla sér menntunar og koma undir sig fótunum á ný. Flest börnin hafa gengið í gegnum meiri erfiðleika og hrylling en hægt er að ímynda sér, en Michael seg- ir að ástandið hafi breyst mikið frá því að hann lagði fyrst drög að sam- tökunum. Til að byrja með voru það einkum drengir sem nutu aðstoðar, þeir unnu til dæmis við fægja skó. Nú eru börnin af báðum kynjum. Flest þeirra hafa verið seld í vinnuþrælkun og kynlífsþrælkun og samtökin hafa bjargað þeim frá þessum aðstæðum. Mörg börnin koma frá litlum og ein- angruðum þorpum í Víetnam og fjöl- skyldur þeirra vita oft ekki hvert á að leita ef börnunum hefur verið rænt eða þau hafa strokið. „Þetta var ekki svona harður heim- ur og hættulegur þegar við vorum að byrja,“ segir hann. Mansal er algengt og viðvarandi vandamál í Víetnam og eru börn jafnt sem fullorðnir seldir inn og út úr landinu. Blue Dragon-samtökin hafa bjargað 410 mansalsfórnarlömbum á barnsaldri í sérstökum björgunarað- gerðum en í dag vinna þau með 1.500 börnum og unglingum sem leita eftir aðstoð þeirra. Ég fór ekki til Víetnam til að stofna góðgerðarfélag. Ég vissi í raun ekkert hvað ég ætlaði að gera þar,“ segir Michael Brosowski, sem fór til Víetnam árið 2002 til að kenna við háskólann í Hanoi. Örlögin gripu í taumana skömmu eftir komuna því þar kynntist hann drengjum sem bjuggu á götunni. Aðstæður drengj- anna höfðu mikil áhrif á Michael sem stofnaði sam- tökin Blue Dragon sem vinna að því að bjarga þessum börnum. Michael ræddi við DV um starfið, björgunar- leiðangrana til Kína og sagði sögur barnanna. Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Þú slærð ekki lífinu á frest endalaust KVIKMYND EFTIR DAG KÁRA KOMIN Í BÍÓ „Óhætt er að hvetja fólk til að flykkjast í bíó“ - HS, MBL “Hlý, ljúf og einlæg …ég mæli með ferð á Fúsa.” - Ragna Gestsdóttir, DV Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Sameinaðar Mikið er lagt upp úr því að börnin geti farið aftur heim. Það eru þó fjölmargar ástæð- ur fyrir því hvers vegna það gengur ekki upp. Árangurinn hefur þó verið afar góður, segir Michael. „Ég ákvað að hjálpa börnunum“ Öryggi Michael segir að það sé ótrúlegt að fylgjast með börnunum ná fótfestu aftur í lífinu. Myndir Úr einkaSafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.