Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 17
Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Fréttir 17
Alhliða veisluþjónusta
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Gerðu daginn eftirminnilegan
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
Veisluréttir úr smiðju meistarans · Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Skírn · Ferming · Útskrift · Brúðkaup
Gullnámur í gömlu bönkunum
n Slitastjórnir hafa tekið sér milljarða í þóknanir síðastliðin fjögur ár n Hæstar hjá Glitnisfólki n Leynd yfir þóknunum hjá LBI n Veislunni senn að ljúka
En hvernig gengur að ljúka slitameðferð
bankanna? Slitastjórnum hefur verið legið á
hálsi fyrir að draga það fram úr hófi að ljúka
því að slíta þrotabúunum og maka krókinn í
leiðinni. Hefur því verið haldið fram að fjár-
hagslegir hagsmunir slitastjórnarmanna liggi
í því að ferlið dragist á langinn. Yfirlýst stefna
þeirra allra er þó að ljúka þessu sem fyrst en
verkefnin eru vissulega risavaxin.
LBI klári fyrir 2016
Páll Benediktsson, hjá LBI, segir stöðuna á
slitameðferðinni góða. LBI hf. hafi innheimt
tæplega 1.300 milljarða króna af þeim
1.637 milljörðum sem áætlað er miðað við
stöðuna í árslok 2014, eða tæplega 80
prósent af áætluðum heildarinnheimtum.
Alls 1.118 milljarðar hafi verið greiddir upp í
forgangskröfur eða 84 prósent af kröfum.
Áætlanir slitastjórnar gera ráð fyrir að búið
verði að innheimta nægt fé til að greiða
eftirstöðvar þeirra, alls 210 milljarða króna,
fyrir árslok 2016.
„Sem fyrr stefnir slitastjórn að því að ljúka
slitameðferð LBI með nauðasamningi þegar
greiðslu slíkra forgangskrafna hefur verið lok-
ið og er undirbúningur hafinn í þeim efnum.“
Afstaða ráðherra og Seðlabanka
ræður miklu
Slitastjórn Kaupþings segir að rík áhersla
hafi verið lögð á að ljúka slitameðferðinni á
sem skemmstum tíma með nauðasamningi.
Umtalsverð verðmætaaukning hafi orðið
á eignum félagsins frá upphafi slitameð-
ferðar og vel hafi gengið að umbreyta
eignum í handbært fé og mikill árangur
náðst í úrlausn ágreiningskrafna. Sú vinna sé
langt komin. Verkefnum fari fækkandi eftir
því sem uppgjöri búsins vindur fram. Enda-
hnúturinn sé þó í höndum stjórnvalda.
„Slitastjórn getur ekki lokið slitameð-
ferðinni einhliða að óbreyttum lögum.
Greiðslur til kröfuhafa, hvort heldur er í
tengslum við nauðasamning eða í kjölfar
gjaldþrotaskipta, eru háðar samþykki
Seðlabankans að höfðu samráði við
fjármála- og efnahagsráðherra. Afstaða
Seðlabankans og ráðherra mun því ráða
miklu um það hvernig og hvenær slitameð-
ferð lýkur. Í samræmi við ofangreint óskaði
slitastjórn Kaupþings eftir undanþágu frá
gjaldeyrishöftum í október árið 2012. Vinnu
Seðlabankans við mat á greiðslujafnað-
aráhrifum umsóknarinnar er ekki lokið og
hefur því ekki verið tekin endanleg afstaða
til hennar. Það er forsenda þess að hægt sé
að ljúka slitameðferð Kaupþings og þar með
vinnu slitastjórnar,“ segir Davíð Stefánsson
hjá Kaupþingi í svari við fyrirspurn DV.
Langt komið
„Þetta er langt komið. Staðan á skulda-
hliðinni er sú að af 7.000 kröfum sem var lýst
þá eru 36 í ágreiningi þannig að ég held að
það sé ekki hægt að segja annað en að þetta
sé langt komið,“ segir Steinunn Guðbjarts-
dóttir í samtali við DV. Heildareignir Glitnis
hafi aukist um 61% að verðmæti og stærstum
hluta eigna hefur verið breytt í laust fé.
Hvenær lýkur þessu?
Þetta segja þau um gang slitameðferða
Slitastjórn
Glitnis Páll
Eiríksson og
Steinunn
Guðbjarts-
dóttir skipa
slitastjórn
Glitnis. Mynd
SIGtryGGur ArI
Slitastjórn SPB (áður Icebank)
Meðlimir: Tómas Jónsson Berglind Svavarsdóttir
Ár Þóknun
1.-3. fjórðungur 2014 48 milljónir
2013 105 milljónir
2012 113 milljónir
2011 126 milljónir *
Alls: 392 milljónir
(*) Sameiginleg heildarþóknun slitastjórnar og skilanefndar.
Slitastjórn SPB Berglind Svavarsdóttir og
Tómas Jónsson sitja í slitastjórn SPB.
Slitastjórn Kaupþings
Meðlimir: Feldís L. Óskarsdóttir Jóhannes R. Jóhannsson Theodór S. Sigurbergsson
Davíð B. Gísla syni, (hætti í lok árs 2013)
Ár Þóknun
2014 248 milljónir
2013 331 milljón
2012 337 milljónir
2011 125 milljónir
Alls: 1.041 milljón
Upplýsingar úr ársskýrslum Kaupþings. Upphæðir með 25,5% vsk. sem rennur til
ríkissjóðs og því hvorki til fyrirtækja né meðlima slitastjórnar persónulega.
Feldís L.
Óskars-
dóttir Situr
í slitastjórn
Kaupþings.
Mynd MeGIn.IS
Jóhannes r.
Jóhannsson
Situr í slitastjórn
Kaupþings.
theodór S.
Sigurbergsson
Situr í slitastjórn
Kaupþings.