Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 8.–10. september 20152 Fréttir Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó. Umboð: Celsus. Meiri... Þarf aðeins 1/3 tsk til að fá 350mg af hreinu magnesium. Duftið leysist upp í KÖLDU vatni. Hámarksupptaka í líkamanum. Þægileg inntaka fyrir börn og fullorðna. Gerið verðsamanburð. virkni BRAGÐLAUST! NÝTT mánaða5 skammtu r Icelandair-hótel fá alþjóðlega vottun Ö ll átta Icelandair-hótelin hafa fengið alþjóðlegu umhverfis- vottunina ISO14001, fyrst allra hótela á Íslandi. „Við höfum lagt mikinn metnað í þetta verkefni, og leggjum á það áherslu að vera til fyrirmyndar í um- hverfismálum og sýna samfélagslega ábyrgð gagnvart náttúruauðlindum okkar. Þetta skiptir lykilmáli ef hér á að byggja upp ferðaþjónustu til framtíðar sem sómi er að,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela.“ ISO 14001 staðallinn er gæðaum- hverfisstjórnunarkerfi og er gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum, ISO. Aðaltilgangur staðalsins er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Markmið Icelandair-hótela er að fara vel með auðlindir, draga úr úr- gangi og auka endurvinnslu, ásamt því að velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins. „Félagið leggur áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng og fylgja viðeigandi lögum og reglugerðum er varða umhverfismál og ganga lengra þar sem það á við,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Icelandair-hótel upplýsa gesti um umhverfisstefnu hótelsins og hvern- ig þeir geti tekið þátt í að fylgja henni ásamt því að fræða starfsfólk og þjón- ustuaðila fyrirtækisins um umhverfis- mál og hvetja til aukins árangurs á þessu sviði.“ n freyr@dv.is Fyrst íslenskra fyrirtækja til að fá umhverfisvottunina Icelandair-hótel Hótelin hafa fengið alþjóðlegu um- hverfisvottunina ISO14001, fyrst allra hótela á Íslandi. 30 milljónir á þremur árum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi sjötugan karlmann í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjár- drátt 2. september síðastliðinn. Maðurinn dró sér fé upp á tæp- lega 30 milljónir króna á þriggja ára tímabili, eða frá 2010 til 2013. Þá var maðurinn umboðsaðili fyrir eitt stærsta hugbúnaðarfyrir- tækis heims, Orange Business en hugbúnaður þess er notaður í yfir 200 löndum og starfa yfir hundrað þúsund manns hjá fyrirtækinu víða um heiminn. Maðurinn játaði brot sín ský- laust en honum hefur ekki áður verið gerð refsing. Með vísan til þess að maðurinn játaði brot sín skýlaust var ákveðið að brot hans væru skilorðsbundin til þriggja ára og fellur refsing niður að þeim tíma liðnum, haldi maðurinn al- mennt skilorð. Fjárlögin kynnt í dag Fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2016 verða kynnt í dag, þriðju- dag. Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, boðar fréttamenn til fundar í Kaldalóni í Hörpu í há- deginu en fyrstu fréttir af frumvarp- inu má flytja klukkan 13.00. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráð- herra sagði í sumar að hann myndi berjast gegn frekari niður- skurði í heilbrigðisþjónustunni vegna uppsagna heilbrigðisstarfs- fólks og kjaramála heilbrigðis stétta. Á morgun ræðst hvort honum hef- ur orðið ágengt þar. Tvö síðastliðin ár hefur Bjarni lagt fram hallalaus fjárlagafrumvörp. Allt að tíu þúsund á leið til Frakklands n Gríðarlegur áhugi hjá Gaman ferðum n Fyrstu skráningar fyrir hálfu ári Þ að er gríðarlegur áhugi. Við höfum svo sannarlega fundið fyrir því,“ segir Þór Bæring Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Gaman ferða, sem í samstarfi við WOW air hafa boðið upp á ferðir á alla útileiki ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu. Nú liggur ljóst fyrir að íslenska liðið mun taka þátt í lokakeppninni í Frakklandi næsta sumar og Gam- an ferðir hafa þegar opnað fyrir for- skráningar á ferðir á vefsíðu sinni. „Fyrstu stuðningsmennirnir skráðu sig til leiks fyrir um hálfu ári þannig að margir höfðu greinilega fulla trú á íslenska liðinu,“ segir Þór Bæring og hlær dátt. Margir boltar á lofti Þessir aðilar munu fá forkaupsrétt á þeim ferðum sem Gaman ferðir munu skipuleggja. Það er sannköll- uð gósentíð hjá Þór og Gaman ferð- um en þegar DV náði tali af honum var hann staddur í Berlín ásamt ís- lenskum stuðningsmönnum að fylgjast með EM í körfuknattleik. „Já, það er mikið stuð hérna í Berlín en við getum nýtt tímann og fundað með þýskum aðilum varðandi sam- starf í tengslum við EM. Við erum þegar búin að bóka hótel í öllum þeim borgum sem leikir fara fram í en þetta mun ekki skýrast nákvæm- lega fyrr en í desember þegar ljóst er í hvaða riðli Ísland spilar í.“ Nýr markaður orðinn til Stuðningur við íslenska lands- liðið í knattspyrnu hefur ekki ver- ið beysinn á útivöllum í gegnum tíðina. Það hefur hins vegar breyst í kjölfar frábærs árangurs í síð- ustu undankeppni HM og hefur sprungið út í þeirri keppni sem nú er í gangi. Frægt er að um eitt pró- sent íslensku þjóðarinnar fylgdi ís- lenska liðinu á leikinn í Amsterdam gegn Hollandi í síðustu viku. „Við höfum verið í samstarfi við Tólf- una í síðustu leikjum og erum stoltir af því enda umgjörðin sem stuðningsmannasveitin skap- ar stórkostleg. Það samstarf mun halda áfram varðandi EM í fót- bolta. En það er hins vegar gaman að sjá fjölbreytnina í hópnum sem fór út til Hollands. Sumir fóru út til að skemmta sér á meðan aðrir voru í fjölskylduferð með börnin en all- ir skemmtu sér saman og samein- uðust um að styðja íslenska lands- liðið,“ segir Þór Bæring. 10 þúsund Íslendingar til Frakklands? Hann segir ómögulegt að segja til um hversu margir Íslendingar eigi eftir að fara til Frakklands. „Mér finnst ekki ólíklegt að um 5.000 manns fari út en svo gæti það auðveldlega farið upp í 10 þúsund manns. Það verður að minnsta kosti mikil gleði í Frakk- landi,“ segir Þór Bæring frá Berlín. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Við höfum verið í samstarfi við Tólf- una í síðustu leikjum og erum stoltir af því enda umgjörðin sem stuðn- ingsmannasveitin skapar stórkostleg. Þór Bæring Ólafsson Það kæmi honum ekki á óvart þó að 10 þúsund Íslendingar myndu fara til Frakklands næsta sumar. Öflugur stuðningur Aron Einar býr sig undir innkast. Að baki honum má sjá þúsundir stuðn- ingsmanna. MyNd ÞorMar VIgNIr guNNarssoN Tólfan Þór segir að umgjörðin sem Tólfan hafi skapað í kringum landsleiki sé stórkostleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.