Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 45
Vikublað 8.–10. september 201540 Umræða
É
g skrifaði á dögunum pistil um
það stríðshrjáða land Úkraínu,
sem ég hef fengið að heim-
sækja, og annað land þar sem
geisar stríð og upplausn er
Jemen, syðst á Arabíuskaganum,
en það land hef ég líka heimsótt.
Um daginn var frétt um borgara-
styrjöldina í þessu fallega landi, og
Jemen var þar lýst sem „helvíti á
jörð“ og sagt að þar féllu þúsund
börn í stríðsátökum árlega. Og ekki
laust við að setti að manni óhug og
klökkva við að heyra slíkt.
Ég kom þarna raunar fyrir 17–
18 árum og um þá heimsókn hef ég
áður skrifað, en ætla nú að rifja upp
þá sögu. Ég vitna oft í stórmeistara
vorn Halldór Laxness, en hann átti
það til að endurtaka stundum sögur
sem hann hafði sagt áður. Þar á með-
al sögu af því þegar hann hélt ungur
út í heim og kvaddi ömmu sína; þá
senu notaði hann í Sjálfstæðu fólki
og Brekkukotsannál og fleiri bókum,
og þegar hann endurtók það enn
einu sinni í endurminningabók þá
heilgarderaði hann sig fyrir hugsan-
legri gagnrýni með því að segja ein-
hvern veginn á þá leið að hann hefði
að vísu sagt þessa sögu nokkrum
sinnum áður, og að hann vonaði að
hann ætti eftir að gera það oft enn!
Flogið til Sana‘a
Ég fór til Jemen sem hluti sendi-
nefndar á vegum alþjóðlega Pen-
klúbbsins, sem eru mannréttinda-
samtök rithöfunda, blaðamanna
og útgefenda – Amnesty var einnig
tengt þessari sendinefnd og henn-
ar erindi. Í Jemen sat ungur mað-
ur í fangelsi, ljóðskáld og höfund-
ur sem hafði gagnrýnt herstjórnina í
landinu, og verið dæmdur til dauða
fyrir upplognar sakir, í það minnsta
höfðu alþjóðlegir lögfræðingar sem
fóru í gegnum málsskjölin úrskurðað
að engar af ákærunum héldu vatni.
Mál þessa unga Jemena var komið í
kastljós alþjóðasamtaka um mann-
réttindi og tjáningarfrelsi, eins og
mál margra annarra samviskufanga
í öðrum löndum heimsins, og það
var semsé sett saman sendinefnd
norrænna og arabískra höfunda til
að ganga á fund embættismanna og
yfir valda í Jemen og tala máli fang-
ans, og heimsækja hann svo sjálfan.
Við lentum í höfuðborginni,
Sana‘a, hittum þar fyrir ráðuneytis-
stjóra, þingforseta og ritstjóra,
héldum svo eftir 2–3 daga á bílum
einhverja 500 kílómetra í suðurátt,
til gamallar höfuðborgar landsins,
Taiz, en þar var fangelsið, yfirfullt
og illa búið. Og þar hitti ég þenn-
an mann; mig minnir að þetta hafi
verið árið 1997, en þá var ég rúm-
lega fertugur, en fanginn sem heitir
Mansur var á aldur við mig og hafði
þá setið inni í rúman áratug. Hann
Jemen
á Arabíu-
skaganum
Samviskufanginn Mansur og Ólafur Ragnar forseti vor
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
„En svo flaug mér
í hug að úr því við
vildum ná fundi forseta
Jemen – hvað með þá að
leita til forseta íslands?
loksins á
Íslandi!
Verslun og Viðgerðir
Hjól aspret tur ︱ Dal sHr aun 13 ︱ 220 Hafnarfjörður ︱ s ími: 565 2292 ︱ w w w.Hjol aspret tur. is