Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Síða 56
Heilsa - Kynningarblað 3Vikublað 8.–10. september 2015
Vellíðan skiptir öllu máli
Heilsa og útlit býður upp á sérhæfðar líkamsmeðferðir
H
eilsa og útlit er stofa sem
sérhæfir sig í að hlúa að lík
ama og sál. Sandra Lárus
dóttir er menntaður einka
þjálfari, en hún stofnaði
fyrirtækið sumarið 2104 og hefur
það á skömmum tíma náð að festa
sig í sessi með sérhæfðum meðferð
um sem bæta vellíðan viðskipta
vina, útlit og heilsu.
Rólegt og afslappandi umhverfi
„Okkar markmið er að þér líði sem
best með sjálfan þig og að þú njót
ir þín í rólegu og afslappandi um
hverfi hjá okkur,“ segir Sandra sem
hefur sérhæft sig í hinum ýmsu
líkamsmeðferðum síðustu þrjú árin
og kynnt sér náið nýjustu strauma
og stefnur í slíkum meðferðum.
Á stofunni starfa einnig snyrti
fræðingurinn Rut Ragnarsdóttir,
sem sér um allar snyrtimeðferðir,
t.d. litun og plokkun, Lára Jónsdóttir
nuddari, sem sérhæfir sig í Bodysds
nuddtækni sem losar upp spennur í
vöðvum og liðum, eykur blóðflæði,
örvar eitlakerfi og sogæðakerfið, og
Erla Gunnarsdóttir, sem sinnir lík
amsmeðferðum. Sandra hefur kom
ið víða við á ferli sínum en hún hef
ur verið í heildsölubransanum í
ein fimmtán ár, hefur opnað fjórar
fataverslanir og setti á laggirnar og
framleiddi „Brasilian Tan“ brúnku
kremið sem hún seldi nýverið frá
sér. „Mér finnst gaman að takast á
við nýjar áskoranir,“ segir Sandra
sem hafði gengið með hugmyndina
að heilsu og snyrtistofunni frá því
að hún kynntist vafningslíkams
meðferðinni í Austurríki. Þar hlaut
hún sérhæfingu í meðferðinni og
varð fljótt mjög spennt fyrir að
kynna hana fyrir Íslendingum.
Vafningar
Í þessari meðferð er sérvalið gel
borið á líkamann frá ökklum, upp
undir hendur og á upphandleggi.
Líkaminn er vafinn inn í plast og
síðan er viðkomandi lagður í sér
stakt hitateppi. Slakandi tónlist er
spiluð í 40 mínútur á meðan gelið
vinnur sitt starf. Að lokum er bor
ið sefandi Aloe Verakrem á lík
amann til að róa húðina og gefa
henni þann raka sem hún þarf eftir
meðferðina. Sandra er umboðsað
ili fyrir heilsuvöruframleiðandann
Weyergans, en hún notar mikið af
tækjum og tólum þaðan í sogæða
meðferðir sínar hjá Heilsu og útliti
og mætti þar nefna sérstaklega súr
efnishjálminn, sogæðastígvélin og
„Detox“pokann. „Við sérhæfum
okkur í hreinsun sogæðakerfisins
sem er hreinsunarkerfi líkamans.
Þetta er gott fyrir hvers kyns bólgu,
virkjar kerfið í okkur og fær okkur til
að líða betur,“ útskýrir Sandra. „Það
er mjög ánægjulegt að fá viðbrögð
in frá viðskiptavinunum. Það finnur
og sér muninn um leið og það upp
lifir mikla vellíðan. Hingað kem
ur t.d. ein kona sem keyrir alla leið
frá Stykkishólmi einu sinni í viku til
að fá meðferð,“ segir Sandra. „Með
ferðirnar eru andlegar og líkam
legar. Vellíðan skiptir öllu máli. Og
það er bónus ef útlitið lagast líka,“
segir Sandra að lokum. Allar frek
ari upplýsingar um þjónustu Heilsu
og útlits má finna á Facebooksíðu
fyrir tækisins og á vefsíðunni heilsa
ogutlit.is. n
Heilsa og útlit Sandra
Lárusdóttir, eigandi
Heilsu og útlits (t.v.) og
Rut Ragnarsdóttir snyrti-
fræðingur.
Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRsson
Líkamsmótandi
fitufrysting (Cryolipolysis)
Frysting fitu er frábrugðin annarri
fitumeðferð án skurðaðgerða þar
sem notuð er kæling til þess að
frysta fituna og þar með eyða
fitufrumum endanlega. Rannsókn
ir hafa sýnt fram á að með
frystingu fitu má eyða 20 til 40% af
fitufrumum á því svæði sem er til
meðferðar hverju sinni. Fitu frumur
deyja þegar þær eru frystar að
ákveðnu hitastigi. Meðferðin er
notuð sem valmöguleiki í staðinn
fyrir fitusog og er nútímaleg aðferð
við mótun líkama.
Húðmeðhöndlun með
súrefnishjálminum
Þessi sérstaka húðmeðferð byggist
á ákveðnum efnafræðilögmálum
og nýtur einkaleyfisverndar hjá
þeim snyrtistofum sem bjóða upp
á slíka meðferð víðs vegar um
heiminn. Í meðferðinni er unnið
með oxun þar sem neikvæðar
jónir eru nýttar úr andrúmsloft
inu. Þannig er hægt að nota það
súrefni sem fyrir er, leiða það inn
í hjálminn og engin þörf er þá á
öðrum súrefnisbirgðum. Orkan
er leidd inn í höfuðhlífina sem
virkar eins og oxunarhjúpur utan
um andlitið. Þannig nær hún að
vinna sér leið inn undir húðina
og örva sellulósaskiptin sem eru
nauðsynleg til að húðin geti gegnt
sínum hlutverkum sjálf eins og
uppbyggingu, hreinsun, viðhaldi,
stinningu og styrkingu. Á meðan
meðferðaraðilinn andar orkunni
að sér í gegnum munn og nef nýt
ist súrefnisflæðið einnig öllum líf
færum og ekki síst heilanum. Þar
sem engin aukaefni eru notuð í
meðferðinni er hún fullkomlega
náttúruleg.
Sogæðanudd með þrýstings-
stígvélum fyrir fætur og læri
Aðferðin virkar þannig að
loftþrýstingurinn er leiddur inn í
stígvélin sem meðferðaraðilinn
klæðist og þá myndast hið
svokallaða öldurennslis eða
bylgjunudd. Strax í upphafi
níunda áratugarins var farið að
nota þessa gerð klofháu þrýstings
stígvéla sem meðferð fyrir fætur og
læri. Aðferðin var fyrst kynnt
fagfólki fyrir 25 árum og hefur
hlotið mikla viðurkenningu í
Þýskalandi og öðlast fastan sess
fram yfir aðrar sogæðameðferðir
hjá virtum heilsustofnunum þar í
landi.