Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 97

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 97
Vikublað 8.–10. september 201576 Menning Veisla fyrir lesendur Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett miðvikudaginn 9. september næstkomandi. Hún stendur í fjóra daga og lýkur laugardaginn 12. september. Há- tíðin fer fram í Norræna húsinu og í Iðnó og taka 32 höfundar þátt í dagskránni, bæði íslenskir og erlendir. Á dagskránni verða einkum málstofur en einnig fyrir- lestrar, kvikmynd og ljósmynda- sýningar. Dagskrá hátíðarinnar fer, fyrir utan upplestra höfund- anna, að miklu leyti fram á ensku nema annað sé tekið fram. Upp- lýsingar um hátíðina má finna á síðunni www.bokmenntahatid.is Fjöldi höfunda kemur fram á hátíðinni, íslenskir og erlend- ir. Meðal erlendu höfundanna má nefna Lenu Anderson, Dave Eggers, Pierre Lemaitre, David Mitchell, David Nicholls og Timur Vernes. Sjálfstæð sýningarrými að hverfa úr miðbænum U m helgina kvaddi Kling og Bang húsnæði sitt við Hverfisgötu þar sem sýn- ingarrými listamannahóps- ins hefur verið í rúm sjö ár. Um leið hverfur hliðarhúsið Kaffi- stofan sem hefur gegnt hlutverki nemendagallerís myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Ástæðan fyr- ir flutningunum eru áætlaðar fram- kvæmdir á Brynjureitnum svokallaða en húsið að Hverfisgötu 42 verður rif- ið og nýtt íbúða-, atvinnu- og verslun- arhúsnæði mun rísa. Með brotthvarfi Kling og Bang af Hverfisgötunni er lítið orðið eftir af listamannareknum sýningarrýmum í miðbæ Reykjavíkur og öll þau stærstu horfin á braut. Það vakti þannig umtalsverða athygli þegar Nýlistasafnið sá sér þann kost vænstan að flytja úr mið- bænum og upp í Breiðholt í fyrra. Annað nýlegra listamannarekið sýningarrými, Kunstschlager, fékk tímabundið inni í Hafnarhúsinu í sumar, eftir að leiguverð á fyrra rými hópsins við Rauðarárstíg hækkaði upp úr öllu valdi. Týsgallerí þurfti þá að yfirgefa húsnæði sitt við Týsgötu í lok júlí og segir Helga Óskarsdóttir, einn eigenda gallerísins, ólíklegt að þeim takist að finna annað hentugt húsnæði í miðbænum. Þau örfáu listamannareknu sýn- ingarými sem eftir eru í miðbænum, Ekkisens, Harbinger og gluggagall- eríin Better Weather og Wind and Weather, eru öll umtalsvert minni og veltur áframhaldandi tilvist þeirra einungis á dugnaði eins eða örfárra einstaklinga. Millibilshúsnæðið er ódýrast Kling og Bang var stofnað af tíu lista- mönnum í byrjun árs 2003. Sýn- ingarrými hópsins var fyrst til húsa við Laugaveg en undanfarin sjö og hálft ár hafa þau haft aðsetur á Hverfisgötu 42. Að húsnæðið yrði rifið hefur verið ljóst í nokkurn tíma þó að nákvæm dagsetning hafi ekki verið ljós fyrr en nýlega. Þetta segir Ingibjörg Sigurjónsdóttir, einn með- limur Kling og Bang, ekki hafa verið kjöraðstæður fyrir gallerí enda sé óhentugt að geta ekki skipulagt sýn- ingar fram í tímann. „En starfsemin er þess eðlis að við getum ekki borgað mjög háa leigu, þannig að við erum svolítið háð því að vera í slíku millibilshúsnæði sem við getum leigt ódýrt. Við höfum því fengið betri samninga en almennt gengur og gerist og höfum þess vegna getað verið svo lengi í mið- bænum. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera þó þetta lengi í húsnæðinu,“ segir Ingibjörg. Vilja vera áfram í miðborginni „Kling og Bang hefur verið rekið með alveg ævintýralega litlu fjármagni því allt er unnið í sjálfboðavinnu og enginn starfsmaður á launum. Við höfum fengið styrki sem hafa rétt nægt fyrir húsnæðinu en síðan hefur þetta rekið sig á samtakamættinum. Þetta hefur gengið upp vegna ótrú- legrar góðvildar í listasenunni, hjá fyrirtækjum, iðnaðarmönnum og alls konar fólki,“ segir Ingibjörg. En til að sýningarrýmið geti verið áfram í miðbænum er ljóst að hópurinn þarf á auknu fjármagni að halda. „Reykjavíkurborg hefur alltaf verið okkar helsti bakhjarl þannig að ég reikna með því að við munum leita eitthvað til þeirra um mögulegar lausnir,“ segir Ingibjörg. Borgin hefur látið sig slík mál áður varða og aðstoðaði Nýlistasafnið til að mynda með því að framleigja húsnæði í Breiðholti til safnsins á góðum kjörum. En kemur til greina að Kling og Bang færi sig í úthverfi líkt og Nýló? „Það er allt opið og við erum með alla anga úti. Okkur líður best miðsvæðis, við búum flest á þeim slóðum og þar er orka sem við höfum kunnað vel við okkur í. Það trónir efst á óskalistanum að geta n Kling og Bang víkur fyrir nýbyggingum n Vilja vera áfram í miðbænum Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Týsgallerí Týsgallerí opnaði sýninga- rými að Týsgötu 3 um miðjan október 2013 en þurfti að flytja út í lok júlí. „Sá sem átti hús- næðið seldi og nýi eigandinn vildi hefja annan rekstur þannig að það hentaði honum ekki að leigja okkur áfram,“ segir Helga Óskars dóttir, annar aðstandenda gallerísins. Hún segir að hér sé ekki verið að taka húsið undir hótel heldur verði þar einhvers konar handverkstengd verslun. „Leigan hefur hækka það mikið í miðbænum að fáar tegundir af starfsemi geta þrifist þar núna, það eru fyrst og fremst há-innkomu fyrirtæki eins og veitingastaðir, gistirými eða þessar svokölluðu lundabúðir. Rekstrareiningar sem ganga ekki bara út á mikinn gróða eru svo- lítið að missa hópana nema þær séu til dæmis mjög heppnar og hafi gert góðan leigusamning áður en allt fór að hækka upp úr öllu valdi. Ég sé til dæmis ekki fyrir mér að við munum finna verslunarhúsnæði eða skemmti- legt gallerírými niðri í bæ. Við vorum mjög heppnar þegar við fengum okkar fyrsta húsnæði. En núna myndum við líklega leita að húsnæði einhvers stað- ar fyrir ofan Hlemm eða í útjaðri miðbæjarins,“ segir Helga og tekur fram að galleríið hafi ekki lagt upp laupana þó að ekki sé enn ljóst hvort það muni starfa áfram í sömu mynd. Nýlistasafnið Nýlistasafnið hafði verið stað- sett á ýmsum stöðum í mið- bænum frá stofnun árið 1978 og til ársins 2014 þegar þetta eina listamannarekna nú- tímalistasafn landsins flutti safneign sína og sýningar- rými í Völvufell í Breiðholti. „Þetta hafði komið upp hjá stjórn oftar en tvisvar áður en við ákváðum að eiga fund með Reykjavíkurborg og athuga hvort fólk á þeim bæ vissi um eitt- hvert rými. Það gengur nefnilega ekki að standa í flutningum á fimm ára fresti, sem eru ógeðslega leiðinlegir, kostnaðarsamir og tímafrekir,“ sagði Þorgerður Ólafsdóttir í viðtali við DV í janúar. Nú í fyrsta skipti, nánast frá stofnun, eru verkin tvö þúsund í safn- eigninni komin í öruggt framtíðarhúsnæði. Safnið er með tíu ára leigu- samning við borgina sem leigir af eiganda og er svo með forleigurétt að samningstíma loknum. Húsnæðið er um 400 fermetrar: nóg pláss und- ir safneignina, skrifstofu í opnu rými, lítið eldhús og pláss fyrir stöðugt rúllandi safneignarsýningu. Á efri hæðinni er svo sýningarrými fyrir ný verk í gömlu bakaríi. „Flutningurinn upp í Breiðholtið hefur vakið athygli af því að þetta er ofboðslega lítið samfélag og eitthvað svona hefur ekki gerst áður. Þetta á sér miklu, miklu lengri sögu og reynslu erlendis þar sem myndlistar- senan og önnur menningarstarfsemi flytur út í úthverfin vegna þess að leiguverð miðsvæðis er allt of hátt.“ „Kling og Bang hefur verið rekið með alveg ævintýralega litlu fjármagni því allt er unnið í sjálfboðavinnu. Örsögur frá Argentínu Argentínska skáldkonan Ana María Shua er gestur Bók- menntahátíðar. Smáskammtar er bók sem geymir örsögur henn- ar. Þetta eru 100 sögur úr fimm ólíkum smásagnasöfnum sem mynda þó ákveðna heild. Kristín Guðrún Jónsdóttir þýddi. Harkalegar sögur Bókmenntahátíð er að hefjast og af því tilefni koma út þýdd verk eftir nokkra gesti hátíðarinnar. Ein þessara bóka er Þúsund og einn hnífur og fleiri sögur frá Írak eftir Hassan Blasim. Bókin geym- ir úrval af smásögum hans sem hafa vakið mikla athygli víða um heim og eru hispurslausar og harkalegar. Sölvi Björn Sigurðs- son þýddi. David Mitchell Ingibjörg Sigurjónsdóttir Einn meðlimur Kling og Bang. MynD ÞorMar VIGnIr GunnarSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.