Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is 10 ára PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október Hurð skall nærri hælum í Reynisfjöru Þ að skall á ströndina gríðar­ legur ölduskafl sem gekk miklu lengra upp á land en áður hafði gert,“ segir Stefán Gunnarsson, forstjóri ferða­ þjónustufyrirtækisins Guðmundur Jónasson í samtali við DV. Mikil hætta skapaðist í ferð á vegum fyrir­ tækisins í Reynisfjöru síðastliðinn laugardag. Þá blotnuðu átta manns er stór alda gekk á land. Leiðsögu­ maður ferðarinnar þurfti að grípa í tvo ferðalanga til að forða því að þeim skolaði á haf út. Tvær erlend­ ar konur féllu niður á hnén en tókst með aðstoð leiðsögumannsins að standa af sér útfallið. „Fólki var veru­ lega brugðið.“ Fjölmiðlar hafa ítrekað undanfar­ in ár og misseri flutt fréttir af atvikum í Reynisfjöru, í grennd við Vík í Mýr­ dal. Nú síðast í september greindi DV frá því að þrír menn hafi lagt sig í bráða hættu við að bjarga þeim fjórða sem veltist í brimi í fjörunni. Við björgunina skall á þeim risaalda og skolaði þeim inn í helli sem er við fjöruna. Þeir sluppu ómeiddir. Seint í sumar birti DV mynd af mæðgum sem sluppu naumlega undan brim­ inu við stórhættulegar aðstæður. Þá er skemmst að minnast banaslyss sem varð í fjörunni árið 2007 þegar öldruð kona drukknaði. Hættan í fjörunni er því vel þekkt. Tvær misstu fótanna Stefán segir að vandlega hafi verið farið yfir atvikið hjá sínu fyrirtæki um helgina en um var að ræða blandaðan hóp ferðamanna frá hin­ um ýmsu þjóðlöndum – 28 manns alls. Niðurstaða fyrirtækisins sé sú að fyllsta öryggis hafi verið gætt. Þrautreyndur leiðsögumaðurinn hafi haldið tölu yfir hópnum við stórt skilti hjá bílastæðinu, áður en haldið var í fjöruna. Þar hafi öllum verið gerð grein fyrir þeim hættulegu aðstæðum sem þar skapast. Þá hafi hópurinn, að undirlagi leiðsögu­ mannsins, haldið sig í góðri fjarlægð frá blautum sandi. Aldan sem skall á land hafi hins vegar gengið miklu lengra upp en aðrar fram að því. Átta manns blotnuðu upp undir hné, að sögn Stefáns en tvær konur misstu fótanna og blotnuðu á höndum líka. Leiðsögumaðurinn greip undir handarkrikana á þeim til að tryggja öryggi þeirra. Fólki var að sögn Stefáns brugðið en sækja þurfti þurr föt í rútuna eftir atvikið, þar sem hugað var að fólkinu sem blotnaði. Fyrirtækið hafi síð­ an verið í sambandi við þá sem fyrir öldunni urðu, til að athuga hvernig þeir hefðu það. Enginn hafi sem bet­ ur fer meiðst. Hann segist aðspurður ekki meta það svo að fyrirtækið þurfi að breyta verklagsreglum vegna þessa atviks. „Leiðsögumaðurinn fór að öllum fyrirmælum og hafði stjórn á aðstæðum.“ Ekki hægt að loka öllu Stefán segir að nokkur fjöldi annarra ferðamanna hafi verið staddur í fjör­ unni. Nokkrir hafi verið neðar en hópurinn en Stefáni er ekki kunnugt um hvernig þeim reiddi af. Líklega hafi þeim tekist að hlaupa undan öldunni og þannig sloppið við að blotna. Búið er að grípa til ráðstafana í Reynisfjöru til að vara við mikilli hættu sem þar skapast. Jónas Guð­ mundsson, sem sér um slysavarna­ mál hjá Landsbjörg, sagði við DV í sumar að allir sem koma í fjöruna ættu að verða varir við skilti sem vara við þeirri hættu sem þar getur skap­ ast. „Ég veit satt best að segja ekki hvort eitthvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða. Þetta er hættulegur staður ef fólk fer kæruleysislega um.“ Stefán segist ekki telja að bæta þurfi merkingar í Reynisfjöru eða grípa til frekari varúðarráðstafana. „Það er ekki hægt að loka öllu og girða allt af. Okkar leiðsögumaður stoppar við stórt og ítarlegt upplýs­ ingaskilti þar sem hann fer vel yfir hættuna.“ Svona atvik séu einfald­ lega hluti af því að umgangast óblíða náttúru Íslands. Sem betur fer hafi ekki farið illa. n Leiðsögumaður greip í tvær konur sem féllu niður á hnén þegar stór alda gekk á land Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Það er ekki hægt að loka öllu og girða allt af Stórhætta Örskömmu eftir að þessi ljósmynd var tekin gekk alda á land. Mægðurnar komust upp úr fjörunni við illan leik. Forstjórinn Stefán segir að leiðsögu- maðurinn hafi farið að fyrirmælum á vettvangi og tryggt öryggi ferða- mannanna. Mynd ÞorMar ViGnir GunnarSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.