Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Síða 29
Fréttir Erlent 29
GÆÐI•ÞEKKING•ÞJÓNUSTA
Góð þjónusta
í yfir 60 ár
Gæðahreinsun þvottahús Dúkaleiga
fyrirtækjaþjónusta sækjum & sendum
Efnalaugin Björg Háaleitisbraut 58-60, 108 reykjavík sími: 553-1380
Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015
F
yrir tíu árum sór Doris Payne,
þá rúmlega 75 ára, og sárt við
lagði að hún væri hætt að stela
skartgripum. Árið 2013 lofaði
hún aftur öllu fögru og sagð-
ist steinhætt þjófnuðum, hún yrði
heiðarleikinn uppmálaður þaðan í
frá. Eitthvað gengur henni þó illa að
halda sig á beinu brautinni þar sem
hún var handtekin á dögunum með
eyrnalokka í vasanum í verslun Saks
Fifth Avenue í Atlanta. Eyrnalokkana
hafði hún tekið ófrjálsri hendi, en
þeir voru verðmetnir á um 650
dollara, eða tæpar 130 þúsund ís-
lenskar krónur.
Payne er ágætlega þekkt fyrir
glæpaferil sinn sem nú spannar sex
áratugi. Hún er fædd í október árið
1929 og er því 86 ára. Hún hefur
reglulega komist í kast við lögin bæði
í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hún
hefur einnig verið iðin við að ræða
við fjölmiðla um glæpastarfsemina í
gegnum árin.
Að þessu sinni tók öryggisvörður
eftir því á öryggismyndbandi að hún
laumaði Christian Dior-eyrnalokk-
um í vasann. Hún hraðaði sér svo út
úr búðinni. Þegar hún var handtek-
in kom í ljós að lögreglan í Mecklen-
berg-sýslu í Norður-Karólínu hafði
látið lýsa eftir henni fyrir svipaðan
glæp. Hún var færð í gæsluvarðhald
og ákærð fyrir þjófnað.
Byrjaði 23 ára
AP fréttastofan greinir frá því að Payne
hafi að líkindum hafið glæpaferilinn
þegar hún var 23 ára. Þá gekk hún
út úr skartgripabúð í Pittsburgh með
demant sem var þá verðmetinn á
22 þúsund dollara. Þetta er fyrsti
glæpurinn sem hún gekkst sjálf við,
en hún hefur ítrekað verið handtekin
og dæmd til fangavistar. Hún var til
dæmis dæmd í fimm ára fangelsi í
Colorado í eitt skiptið. Þá hefur hún
reynt að flýja úr varðhaldi og var árið
2011 dæmd í 16 mánaða fangelsi, þá
áttræð, fyrir að stela demantshring.
Árið 2014 var hún aftur dæmd í fang-
elsi, en losnaði á skilorði fljótlega eftir
að afplánun hófst.
Payne hafði og hefur sérstakan
sjarma. Hún klæðir sig upp, er með
rándýrar handtöskur og spjall-
ar mikið við afgreiðslufólkið, segir
því sögur sem hún spinnur á staðn-
um. Hún þykist vera efnuð og fær af-
greiðslufólkið til að aðstoða sig, spyr
mikið og vill fá nákvæmar upplýs-
ingar. Afgreiðslufólkið telur sig vera
að ræða við efnaða og veraldarvana
konu og gerir henni ýmsa greiða til
að liðka fyrir því að hún kaupi skart-
gripi. Margir fá árangurstengd laun
og gera því ýmislegt til að tryggja
sölu. Payne tekur skartgripina af sér,
setur þá á sig aftur og ruglar fólk-
ið. Þannig tekst henni að skapa hálf-
gerðar sjónhverfingar og oftar en ekki
gengur hún út úr versluninni án þess
að nokkur verði var við neitt.
Hættir ekki
AP fréttastofan greinir frá því að hún
hafi í gegnum tíðina notað 22 dul-
nefni hið minnsta og að allar líkur
séu á því að hún hafi sloppið mun oft-
ar en margir geri sér grein fyrir. Árið
1970 voru samtök skartgripasala far-
in að vara við henni. „Það er í raun
hreint ótrúlegt að glæpamaður skuli
ná að eiga að baki sér þetta langan af-
brotaferil. Yfirleitt hætta þeir þegar
þeir telja sig hafa nægilega mikið á
milli handanna eða þeir treysta sér
ekki til þess að standa í þessu lengur.
Nú eða þá að þeir eru dauðir,“ segir
John J. Kennedy, formaður samtak-
anna. Hann segir að margir verði
hvumsa þegar þeir heyri af henni og
heillist jafnvel af sögu hennar. Það sé
eitthvað alveg sérstakt við feril henn-
ar, sérstaklega eftir því sem hún verð-
ur eldri.
Sjálf gerir hún grín að þeim og
árið 2005 ræddi hún ítarlega við AP,
sagði gamansögur af uppátækjum
sínum og hló. Hún sagðist helst stela
demöntum, það væri auðveldast. Þá
sagðist hún fyrst og fremst vera glæpa-
maður þar sem það væri skemmtileg
en ekki vegna þess að hún vildi græða
á því fé. „Þessu fylgir eftirsjá en ég hef
líka skemmt mér vel,“ sagði hún þá en
í sama viðtali lofaði hún að hún væri
hætt að stela og kvað það vera tíma-
bært. Í samtali við mann sem var að
gera um hana heimildamynd árið
2013 gaf hún sama loforð.
John J. Kennedy segist ekki búast
við því að hún láti af þessu á næst-
unni. „Ég hef lengi sagt það að hún er
atvinnuglæpamaður og ég efast um
að hún hafi nokkurn áhuga á að hætta
þessu. Ef þú ert kominn á þennan ald-
ur og ert enn að, þá er ekki nokkur von
til þess að þú hættir,“ segir hann. n
„Hún er atvinnuglæpamaður“
n 86 ára skartgripaþjófur handtekinn n Hefur verið að í sex áratugi og virðist hvergi nærri hætt
Handtekin Doris, sem er í dag 86 ára, hefur ítrekað verið handtekin og henni stungið í fangelsi fyrir glæpi sína. Líklega hefur hún þó oftar
en ekki komist upp með þjófnaðinn. Þessi ljósmynd er frá 1965.
„Það er í raun
hreint ótrúlegt að
glæpamaður skuli ná að
eiga að baki sér þetta
langan afbrotaferil.