Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Qupperneq 33
ans“. Hann fór í háskólanám til Berlínar, en þar var hinn svonefndi „Bauhaus-skóli“ og þar störfuðu margir af frumkvöðlum módernis- mans, t.d. höfundar frægra skýja- kljúfa víða um lönd. Trausti seg- ir svo frá: „Í Berlín eru margar byggingar hluti af byggingarlista- sögu heimsins, og fórum við stúd- entarnir stundum í rútum með kennurunum að skoða einhverjar þeirra. Kennararnir voru miklir aðdáendur módernismans, enda voru – á þessum tíma – mjög fáir, ef nokkrir, farnir að átta sig á göll- um hans. Frægasta dæmi um módern- isma í Berlín er Unité d´habita- tion eftir Le Corbusier. Mér er sér- staklega í minni „pílagrímsferð“ sem kennararnir fóru með okkur í til að dást að þessari „merkilegu“ byggingu. Ég var mjög spenntur því ég hafði alist upp í aðdáun á Cor- bú, eins og á módernistunum al- mennt. Er við stóðum fyrir framan bygginguna leið sem stuna aðdá- unar frá hópnum. Í mér var hins- vegar einhver undarlegur hrollur og þarna varð til hjá mér efasemdar- rödd um gæði módernísks arkitekt- úrs. Þarna stóð maður s.s. frammi fyrir „dýrðinni“: Hús á súlum svo náttúran fengi að njóta sín … en hún var þarna reyndar malbikað bílastæði. Húsið er há, ílöng, massív íbúðablokk, þar sem alla þjónustu átti að vera að finna, eins og á milli- landaskipi, sem var fyrirmyndin hjá Corbusier. En gallinn var sá að þar var nær engin þjónusta /…/ Við stúdentarnir áttum að gera tillögu að hönnun þakgarðsins, en honum hafði Corbú lýst sem skipsdekki þar sem farþegarnir sætu í sólstól- um og nytu lífsins. Þegar við kom- um þarna upp í lyftunni, í berlínsk- um næðingi, var allt harðlæst og auðsýnilegt að á þessu „merkilega þaki“ hafði aldrei verið nokkur skapaður hlutur.“ (TV bls. 35) „Móderníska ófreskjan“ Svipaða útreið hjá Trausta fær ann- ar af frægustu arkitektum liðinnar aldar, Walter Gropius, sem hann- aði heilt hverfi í Vestur-Berlín sem Trausti segir „illræmt“. Og hann segir líka: „Grópíushverfið er hann- að í anda Grópíusar, skólastjóra Bauhaus á 3. áratug síðustu aldar, en þar var móderníska ófreskjan í arkitektúr búin til að verulegu leyti.“ Ég hef haft mikið gaman af bók Trausta, þótt ég sé ekki viss um að ég sé sammála öllum hans dóm- um, enda sumir ærið glannalegir. Um Grópíushverfið í Berlín minn- ir hann á að hin fræga bók „Dýra- garðsbörnin“ fjallar um ungmenni úr því hverfi, en hinsvegar hljóm- ar það sem heldur banal sálarfræði þegar sagt er að „hið ómanneskju- lega Grópíusarúthverfi í Berlín gerði Christinu F. að tilfinninga- legu hraki og síðan að heróínsjúk- lingi …“ Og sama á við texta undir mynd af stórum reykvískum blokk- um: „Hús í Breiðholti III. Draumur sósíalista um að einstaklingurinn sé andlitslaus.“ En allt er þetta eitthvað sem er nauðsynlegt að ræða; það er nokk- uð ljóst að hér á landi verður mikið byggt á komandi árum og það þarf að vera á hreinu að þau verk verði unnin með hliðsjón af kunnáttu vitrustu manna. Sjálfur hef ég fyrirvara um „klassíska“ stílinn Sjálfur er ég ekki eins eindreginn andstæðingur módernisma í byggingarlist, að minnsta kosti ekki þegar ég skil hann sem nú- tímabyggingarlist – andspænis ein- hverju sem kallast klassík. Og ég hef fylgst með andstöðu við mörg til- vonandi eða nýbyggð hús, sem hafa svo reynst hin mesta bæjarprýði; mætti þar nefna Hæstaréttar húsið á horni Ingólfsstrætis og Lindar- götu sem mikið var skammast út í á byrjunarstigum. Ég deili ekki full- komnum fjandskap við þá teikn- ingu og þær myndir sem birst hafa af væntanlegu hóteli á þeirri ónýtu og ónýttu lóð (þar sem fjöldi húsa hvarf í bruna fyrir hálfri öld) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis; ég hef reyndar ekki skoðað þetta í þaula, en finnst fáránleg sú hugmynd að ætla að fara þar í einhverja ný- byggingu á gamaldags húsum. Munum líka að einkenni hins „sí- gilda stíls“ eru minni gluggar en við nú kjósum; gluggar voru smá- ir vegna þess að gler var í þá daga þunnt og einfalt með tilheyrandi varmatapi; hús í funkisstíl eru miklu bjartari vistarverur. Og þetta munu menn sjá, og margir fussa yfir og hæðast að, ef ráðist verður í fyrirhugaða byggingu á Alþingis- reitnum eftir áttræðri skissu Guð- jóns Samúelssonar. n Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Umræða 33 Betra grænmeti Betra kjöt Betri ávextir Fyrst og fremst... þjónusta Unité d'habitation eftir Corbusier, Berlín „Mér er sérstaklega í minni „pílagrímsferð“ sem kennararnir fóru með okkur í til að dást að þessari „merkilegu“ byggingu.“ Unité d'habitation „Þarna stóð maður s.s. frammi fyrir „dýrðinni“: Hús á súlum svo nátt- úran fengi að njóta sín … en hún var þarna reyndar malbikað bílastæði.“ Grópíushverfið „Um Grópíushverfið í Berlín minnir hann á að hin fræga bók „Dýragarðs- börnin“ fjallar um ungmenni úr því hverfi.“„ Grópíushverfið er hannað í anda Grópíusar, skólastjóra Bauhaus á 3. áratug síð- ustu aldar, en þar var móderníska ófreskjan í arkitektúr búin til að verulegu leyti. Trausti Valsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.