Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Page 61
Lífsstíll 53Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Ótrúleg metveiði og stórlaxar 1998 2001 2004 2005 2010 2013 Stangveiði í íslenskum ám frá 1974 Sturla Birgisson með þann stærsta? Þetta er sá stærsti sem dv.is hefur haft fregnir af í sumar. Laxinn mældist hvorki meira né minna en 112 sentimetra langur. Björn K. Rúnarsson leiðsögu- maður sem aðstoðaði við löndun áætl- ar að fiskurinn hafi verið á bilinu 14–15 kíló. Þetta er fyrsti fiskurinn í sumar sem sleikir 30 pundin. Fiskurinn tók tommu Sunray flottúbu og það á hinum mikla stórlaxastað Hnausastreng í Vatnsdalsá. Viðureignin var löng og ströng en svo fór að veiðimaðurinn og meistarakokkurinn Sturla Birgisson hafði betur og landaði þessum risalaxi. Fisknum var sleppt að viðureign lokinni og sagði Björn leiðsögumaður að báðir hefðu verið afskaplega hressir eftir þessa miklu glímu – það er hvor tveggja veiðimaður og lax. n Miðfjarðará með 50% meiri veiði en metárið 2010 n Yfir 6.000 laxar Risi úr Miðfirði Einn fyrsti 100 sentimetra lax- inn í sumar kom úr Miðfjarðará. Hér er Rafn Valur Alfreðsson leigutaki og leiðsögumaður með skepnuna sem tók í Grjót- hyl þeim fornfræga veiðistað neðarlega á vatnasvæðinu. Þessi mynd gaf tóninn fyrir magnað sumar í Miðfirði. Bjartmar með 110 sentimetra höfðingja Bjartmar Pétursson landaði 110 sentimetra laxi í Laxá í Aðaldal 4. ágúst. Fiskurinn tók fluguna Dimmblá sem hnýtt er af Þórði Péturssyni frá Húsavík, eða Dodda eins og hann er alla jafna kallaður. Bjartmar setti í fiskinn á veiðistaðnum Laxatanga og stóð viðureignin í klukkutíma og tíu mínútur. Friðmar Bjartmarsson, sonur Bjartmars, aðstoðaði við löndunina. Fiskurinn vóg 27 pund að sögn Bjartmars. Hann segir að þeir feðgar hafi ekki mælt ummálið. Viðureignin var löng og ströng að mati Bjartmars. „Við komum lífi í hann og ekki var annað að sjá en hann færi hinn hressasti í burtu,“ sagði Bjartmar í samtali við dv.is þegar hann var staddur í veiðihúsinu við Laxá í Aðaldal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.