Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
Jón Þorfinnsson smiöur.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
sonar, Jóns Trausta, Torfliildar Hólm
o.fl. Sögur Guðrúnar bera merki rit-
stíls og efnistaka þessara höfunda.
Þegar Guðrún var ellefu ára göm-
ul, 1898, fluttust foreldrar hennar að
Enni á Höfðaströnd. Enni var gamalt
sýslumannssetur og húsakynnin því
ólíkt rýmri en í Lundi. Fjölskyldan
bjó aðeins fimm ár í Enni, til 1903.
En á þeim árum fékk Guðrún alla
sína skólagöngu, sem var aðeins sex
vikur. Öll önnur menntun hennar var
sjálfsnám.
Að loknum búskap í Enni fluttist
fjölskyldan vestur á Skaga. Fyrsta ár-
ið voru þau á kirkjustaðnum Ketu
„utan Bjarga", en síðan lengst af á
Syðra-Mallandi, næsta bæ við Ketu.
Ekki er mér kunnugt um hvers
vegna Árni og Baldvina fluttust vest-
ur á Skaga, en svo virðist sem fólk
þeirra hafi tekið tryggð við þá sveit.
Líklegt er að Árni hafi viljað búa á
sjávarjörð, enda stundaði hann sjóinn
af mesta kappi eftir að vestur kom.
Guðrún bjó síðar lengi á Mallandi og
mörg systkina hennar settust að á
Skaganum um lengri eða skemmri
tíma. Margt núlifandi Skagafólk er af-
komendur þeirra systkina.
Guðrún dvaldist í foreldrahúsum
fram um tvítugsaldur. Þá hleypti hún
heimdraganum eins og títt var. Um
tíma var hún á Sauðárkróki, eldhús-
stúlka, að ég held hjá Popp verslun-
arstjóra. I vinnumennsku fór hún
vestur í Bólstaðarhlíð. Þar kynntist
hún verðandi eiginmanni sínum,
Jóni smið Þorfxnnssyni, sem einnig
var Skagfirðingur. Þau giftust árið
1910 og voru fyrstu þrjú árin í
húsmennsku í Bólstaðarhlíð (1910-
1913). Síðan hófu þau búskap á eig-
in spýtur. Fyrstu tvö árin bjuggu þau
í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi,
en Þverárdalur er syðsti bær í
Laxárdal fremri. Varla hefur Þverár-
'Valabjörg á Skörðum. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
8