Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 126
SKAGFIRÐINGABÓK
veldur því að sagan er hvergi sérlega
grípandi. // Ekki er að sjá að nein
persóna eigi í sálarscríði, enda er
sálarlíf þeirra allra fádæma einfalt,
þær eru svarthvítar og flatneskju-
legar.“ Jón telur, og tekur þar undir
með fyrri fræðimönnum, að efnivið-
ur sögunnar hafi verið ýmsar munn-
mælasögur sem höfundur hafi leit-
ast við að tengja saman. Hann hafi
„skáldað upp bardaga vítt og breitt
um Skagafjörð til að koma að örnefn-
um eða arfsögnum um Þórð hreðu.
Sagan er forvitnileg fyrir vinnu-
brögð höfundar. Hann fær grindina úr
örnefnum og óljósum arfsögnum um
bardaga og leitar á náðir sagna-
hefðarinnar til að setja hold á beina-
grindina."4 Við þetta hnýtir Jón þann
fyrirvara að erfitt geti að vísu reynst
að sanna að örnefnasögurnar séu eldri
sögunni en ekki myndaðar eftir henni
síðar meir. — En vera má að þetta
hafi reyndar getað farið saman; forn
munnmæli um bardaga á tiiteknum
slóðum hafi orðið efni í þátt í sögunni
en frásögn hennar hafi síðan aftur
auðgað sögusvið munnmælanna nýj-
um örnefnum. Til að varpa nokkru
ljósi á þetta skal hugað að einum
þætti í sögunni þar sem greinir frá
bardaga í Kolbeinsdal í Skagafirði og
„náttúrulegu minnismerki" um þann
atburð: Hreðukletti.
Efni Þórðar sögu
Þórður er fæddur í Noregi og verð-
ur ungur foringi systkina sinna. Þar
eru Gunnhildarsynir við völd um
þessar mundir og Sigurður konungur
slefa, Gunnhildarson, sem er „óeirð-
armaður mikill um kvennafar", ger-
ir ætt Þórðar svívirðu. Drepa þeir
Þórður Sigurð en leita síðan til Is-
lands og lenda í Miðfirði.5 Þar er
Miðfjarðar-Skeggi voldugastur höfð-
ingi og af einhverjum ástæðum —
sem sögunni tekst raunar ekki að
skýra fyllilega fyrir lesanda — verða
þeir Þórður litlir vinir. Eiður, sonur
Skeggja, tekur hins vegar ástfóstri við
Þórð eftir að Þórður bjargar honum
úr lífsháska og elst upp hjá honum að
nokkru leyti.
Brátt ratar Þórður aftur í óheppileg
vígaferli: Ormur, frændi Skeggja,
gerist áleitinn við Sigríði, systur
Þórðar, og hlýtur að gjalda með lífi
sínu. Flýr Þórður nú héraðið og
flyst í Skagafjörð. Þar sest hann að í
Óslandshlíð hjá Þórhalli bónda á
Miklabæ - eða Óslandi, sagan virðist
stundum gera þá bæi að einum og
sama. Þórhallur er huglaust lítil-
menni en kona hans, Ólöf Hrolleifs-
dóttir, er hinn mesti skörungur og
læknir góður.
Ekki er Þórður látinn óáreittur í
Skagafirði; Össur frændi Skeggja og
bóndi á Grund, eða Þverá í Blöndu-
hlíð — þeim bæjum er líka blandað
saman — telur sig eiga harma að
hefna og sækir þrisvar að Þórði með
ofurefli liðs. Síðasta aðförin verður í
Kolbeinsdal þegar þeir Þórhallur og
Þórður eru þar á ferð ásamt Eyvindi
bónda í Asi í Hjaltadal. Þar fellur
4 Jón Torfason: „Góðar sögur eða vondar", bls. 128.
5 Frá drápi Sigurðar er reyndar sagt á annan hátt í konungasögum, sbr. íslenzk fornrít XXVI,
Heimskringla I, Reykjavík 1941, bls. 219. Formáli eftir Bjarna Aðalbjarnarson, bls. xcvii.
122