Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 135

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 135
ÞÓRÐUR HREÐA í KOLBEINSDAL og nefndist Agœtar fornmanna sögur. Söguþættirnir komu út í 1000 ein- tökum og Fornmannasögurnar líka, en einnig voru gefnar út tvær þýdd- ar skemmtisögur. Sala þessara bóka mun þó hafa gengið treglega og út- gefendur sættu nokkru ámæli fyrir ókristilegt og siðspillandi efni.35 I Söguþáttunum er Þórður nefndur hræða. Þá er Skeggjahamar nefndur Skógahamar í megintextanum en hitt afbrigðið nefnt neðanmáls.36 Verður að teljast líklegt að þessi bók hafi með nokkrum hætti orðið til að auka áhuga á Þórðar sögu en þó e.t.v. með óbeinum hætti. Eins og fyrr sagði seldust bækurnar ekki sérlega vel. Almenningur var ekki vanur að kaupa sögur til að lesa sér til gamans. Bækur voru dýrar, lestrarkunnátta e.t.v. takmörkuð og lítil hefð fýrir skemmtilestri; sagnaskemmtun var á þessum tíma líklega mest iðkuð með rímum. Rímurnar voru oft ortar eftir skráðum sögum; þannig mátti „fjöl- falda“ efni þeirra til flutnings í heyranda hljóði hvenær sem hentaði og rímnakveðandi er vitaskuld ekki bara epík heldur líka tónlist. ÞðrSarrímur Þórðar saga hreðu hefur getið af sér nokkrar rímur og er a.m.k. kunnugt um þrennar sem voru eldri en hin prentaða útgáfa. í fýrsta lagi er varð- veitt ríma eftir Þorvald Magnússon (1670-1740).37 Þá er þess getið að Sigurður Gíslason Dalaskáld (d. 1688) hafi ort um hluta sögunnar.38 Loks er varðveittur „Einn mansöngur til gamans úr Þórðar rímum hræðu hvörjar kveðnar vóru af sál. Sig- munde H.S. en eru nú aldeilis nið- ur fallnar og undir lok liðnar."39 Sigmundur Helgason var uppi 1657-1723. ÞórSarrima Þorvaldar Magnússonar er varðveitt í heild í nokkrum hand- ritum frá 18. og 19. öld.40 Frásögn hennar af aðdraganda bardagans í Kolbeinsdal ber þess merki að höf- undur hafi þekkt nokkuð til staðhátta og leitast við að láta atburðarásina ríma við umhverfisaðstæður. Hann byrjar hér að lýsa hvernig þeim Þórði gengur hrossaleitin: Bragnar skildu bóndann við og burtu gengu í hlíðina upp en hvörgi fundu hófadýrin þar um grundu. Þórhallur beið, sem fýrr sagði, við heygarðinn þegar „Össur kom með ýta sína“: Össur skipar þræli þeim til Þórðar segja hann kvað vera hreystidrenginn í hlíðina upp og Eyvind genginn. 35 Nockrer Marg-Frooder S0gu-þœtter hlendinga. Hoolum 1756. Endurprentun með inngangi Ólafs Pálmasonar, Reykjavík 1967. 36 Nockrer Marg-Frooder S0gu-þœtter, bls. 75. 37 Finnur Sigmundsson. Rímnatal I, bls. 513; II, bls. 151-152. 38 Rímnatal II, bls. 125-126. 39 JS60 4to, bl.147 v. 40 Hér er stuðst við Lbs. 4665 4to, bl. 231 r. sem er 18. aldar handrit. Ennfremur Lbs. 3833 8vo, bls. 21, sem er frá 19. öld. 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.