Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 138
SKAGFIRÐINGABÓK
Á vissan hátt verður þessi rímna-
skrifari að teljast til hinna fyrstu sjálf-
stæðu forleggjara landsins. Saga hans
vekur ýmsar spurningar um það
hversu umfangsmikil slík afritunar-
starfsemi hafi í rauninni verið á fyrri
hluta 19- aldar, en út í þá sálma
verður ekki farið hér. Þessi frásögn
bendir hins vegar til þess að miklu
fleiri hafi kynnst Þórði hreðu í gegn-
um rímur en ritaða sögu.
Lýsingin í rímum Hallgríms á að-
för Ossurar að Þórði er að mestu
samhljóða sögunni. Þórður var á
Miklabæ þegar leið fram að jólum
en bjó sig þá burt að ríða (vísa 95 bls.
92):
Til að skoða Sviðgrím
sinn á svellabólum
sá var fram í Sviðgrímshólum.
Þegar þangað er komið áðu þeir
félagar við heygarð en Þórður og Ey-
vindur gengu „suður og upp í Svið-
grímshóla" (vísa 131, bls. 94). Þann-
ig hljómar frásögn Hallgríms af því
er þeir Þórður kjósa sér vígi (vísur
19-24):
Efnið beið þar Össur reið,
alla leið fram jaðra,
kjósa greiður vildi veið
vopnameiður þaðra
Össur þá hann Þórður sá
það réð tjá Eyvindi:
mig vill fá að finna sá
fer með þrá erindi.
Saman báðir binda ráð
branda háðir glamri,
44 Rímur af Þórði hreðu, bls. 97.
skunda bráðir skjótt um láð
skógar náðu hamri.
Hlíðin blá var brött að sjá
brögnum áleizt miður
hjarnfönn lá mjög hörð og gljá
hamrinum frá þar niður.
Brekkan ljót ei hræddi hót
hjörvanjóta svinna,
keyrðu móti mundum spjót,
millum fóta sinna.
Spjótum riðu, skjótt var skrið
skaftið gniðar undir,
hót ei kviðu kúsa við,
komust niður á grundir.44
Niðurstöður
Höfúndur Þórðar sögu hefúr varla ver-
ið sérlega kunnugur í Skagafirði og f
fljótu bragði sýnist hæpið að slá því
föstu að hún sé skrifuð þar þó að hann
hafi haft nytjar af sögnum af þeim
slóðum. Munnmælin um Þórð hreðu
hafa hins vegar orðið lífseig í Skaga-
firði, a.m.k. eftir að sagan öðlaðist
vinsældir, og getið af sér ný örnefni á
söguslóðum. Ein ástæðan fyrir vin-
sældum sögunnar þar er líklega
einnig sú að Þórður hreða er í raun-
inni eina Islendingasagnahetja Skag-
firðinga fyrir utan Húnvetninginn
Gretti, sem þeir slysuðust þó til að
drepa. Grettis saga og Þórðar saga
eiga reyndar fleira sameiginlegt þó
að snilld þeirra sé æði misskipt. Má
vera að þær sæki nokkuð í svipaðar
munnmælasagnir, t.d. varðandi hina
134