Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 152
SKAGFIRÐINGABÓK
3. Deiling; alltaf skal setja kommu í
kvótann, þegar þú tekur niður
fyrsta staf aftan við kommu.
Ekkert tal um einhver sæti, ein-
ingar — tuga, hundraða og þess háttar.
— Ekkert vesen með núllið, það varð
bara að 9- Með þessi einföldu og
auðskildu fyrirmæli, sem hafa dugað
mér vel til þessa dags, kenndi ég
þessar reikningsaðferðir. Almennu
brotin voru bara utanbókarlær-
dómur. Eg kenndi aðferðirnar eins og
ég hafði lært þær, ekkert verið að
flækja málið eins og nú er gert. Enn
var sama formið á reikningspróf-
inu, og ég vissi því á hvað þurfti að
leggja áherslu. En orðadæmin urðu
útundan, það viðurkenni ég.
Nemendurnir voru 15, í eldri deild-
inni 6, en 9 í yngri deildinni. Sama
fyrirkomulag var á vorprófunum og
áður. Allir mættu á Ökrum og prófað
var í öllu á einum degi, sr. Lárus var
prófdómari. Og nú upplifði ég þetta
allt aftur. Mér leið síst betur þennan
dag, þótt ég væri komin í annað
hlutverk, heldur en þegar ég var sjálf
að taka prófin. Eg lofaði sjálfri mér
því, að ef ég yrði við kennslu áfram,
þá skyldi ég breyta þessu.
Þá var eftir að „vinna úr prófun-
um“, eins og alltaf var sagt, það er að
fara yfir, gefa einkunnir o.s.frv. Það
gerðum við í Flugumýrarhvammi, að
mig minnir á tveimur dögum. Þar
var gott að vera. Ekki vorum við
Lárus alltaf sammála um úrlausnir
prófa og vildi hvorugt láta sig. Þá var
gott að hafa mann eins og Valda,
hann „stóð“ á milli okkar og kom á
sáttum, ekki einu sinni, heldur oft.
En þetta hafðist og mínum fyrsta
vetri í kennslu var lokið.
Haustið 1960 hóf ég annan vet-
urinn í kennslu í stofunni heima á
148