Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 146
HELGA BJARNADÓTTIR FRÁ FROSTASTÖÐUM
SKÓLAMINNIN G AR
Barnaskólaárin
HAUSTIÐ 1944 byrjaði ég í bamaskól-
anum, þá tæplega 9 ára, bæði líril og
grönn og frekar pasturslítil. Hafði
fengið liðagigt í hnén og olnbogana
fyrri hluta vetrar 1942, og legið í rúm-
inu í nokkrar vikur. Mitt lán var að
þetta var barnaliðagigt og ég náði
mér alveg. Má m.a. þakka það því, að
pabbi keypti handa mér heilan epla-
kassa nokkru eftir jól, ég var þá kom-
in á fætur, borðaði ég eitt epli á dag
og hafði gott af.
Skólinn var í Sólheimagerði og þar
kenndi Gísli Gottskálksson, frændi
minn, sem mér þótti afar vænt um.
Uppsalabærinn, þar sem ég átti heima,
stóð upp undir fjallinu og leiðin
þangað nokkuð brött á kafla.
Við Árni bróðir vorum saman fyrsta
veturinn minn, og það var ómetan-
legt fyrir mig. Fórum af stað kl. átta
og gengum út og niður hjá Kúskerpi
og þar á veginn. Tæplega klukku-
tíma gangur var út í Sólheimagerði,
en heimleiðin tók lengri tíma, því að
leiðin frá Kúskerpi var á brattann, og
færið misjafnt eins og gengur. Eftir á
að hyggja, hefur þessi mikla ganga
verið holl hreyflng fyrir hnén á mér,
eftir liðagigtina.
Mér leið vel í skólanum. Kennt var
hálfan mánuð í einu, og svo vorum
við heima í hálfan mánuð. Þá kenndi
Gísli úti á Ökrum í gamla Akrahús-
inu. Skólastofan var niðri í kjallara,
með tveimur gluggum á vesturhlið,
sem voru uppi við loft. Tvö langborð
voru í stofunni og bekkir við þau og
kennarapúlt. Strákarnir sátu við aftara
borðið, en stelpurnar við það fremra.
Kolaofn var í einu horninu og þar var
alltaf hlýtt Þá var í stofunni einn bóka-
Gísli
Gottskdlksson
skólastjóri í
Sólheimagerði
Héraðs-
skjalasafn
Skagfirðinga.
142