Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 65

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 65
KELDUDALUR í HEGRANESI navíu og á Grænlandi.2 í gröfinni fundust þrjár glerperlur úr hálsfesti í víkingaaldarstíl, svokallaðar sörvis- tölur, og voru tvær þeirra skreyttar. Þriðja kumlið var fremur fátæk- legt. Þar fundust einungis fáein mjög illa farin mannabein og bein úr lágfættum hundi. Engir gripir fund- ust í þeirri gröf, en hún hefur legið mjög nærri yfírborði og var greini- legt að hún var mjög röskuð. Fjórða kumlið hafði að geyma flest mannabein, höfuðkúpu, hryggjarliði og stöku önnur bein úr ungri konu. Gröfin var þó öll úr lagi færð og fannst höfuðkúpan við mjaðmabein sem einnig voru úr iagi gengin. Gröfinni virðist því hafa verið spillt til forna og beinin grafin niður aftur. I kumlinu voru leifar af litlu blýlóði, svokölluðu meti. Slík lóð voru sett á metaskálar sem notaðar voru til að vega silfur, en það var helsti gjald- miðill þessa tíma.3 Einnig fannst klæðaprjónn úr beini með fagurlega útskornu dýrshöfði. Prjónninn hefur líklega verið notaður til að festa sam- an klæði af einhverju tagi en slíkir prjónar hafa sjaldan fundist hérlend- is. Merkilegt er að nánast eins prjónn með samskonar útskornu dýrshöfði fannst sumarið 2004 í Sveigakoti í Mývatnssveit.4 Kirkjugarðsuppgröftur 2003 UPPGRÖFTUR á kirkjugarðinum hófst á nýjan leik um miðjan júlímánuð 2003. Trónaði nú glæsilegt ferðaþjón- ustuhús yfir uppgraftarsvæðinu, en beðið var með að ganga frá lóðinni, grafa fyrir lögnum og gera bílastæði. Uppgröfturinn haustið áður hafði farið fram við verstu mögulegar að- stæður. Búið var að skemma hluta minjanna og nauðsynlegt hafði verið að vinna mjög hratt þar sem graf- irnar lágu nánast opnar á yfirborði og í mikill hættu vegna veðurs og vinda. Segja má að miðað við aðstæð- ur hafi uppgröfturinn í raun tekist vonum framar. Við bestu aðstæður er uppgröftur grafa tímafrekt ná- kvæmnisverk þar sem hvert jarðlag og smæstu bein eru ljósmynduð, mæld, skráð og teiknuð samkvæmt aðferðafræði fornleifafræðinnar. Þar sem aðstæður voru allar aðrar seinna sumarið kom ýmislegt nýtt í ljós sem ekki hafði verið sýnilegt árið áður. Til að mynda birtust leifar hring- laga kirkjugarðsveggjar sem engin merki höfðu sést um við fyrri upp- gröftinn. Veggurinn lá í boga vestur fyrir ferðaþjónustuhúsið og hægt að afmarka nákvæmlega það svæði sem tilheyrði kirkjugarðinum og ein- skorða uppgröftinn við það. Vegg- urinn var vel afmarkaður af einfaldri steinaröð sem lá með ytri brún garðs- ins að neðan. Annars virtisr hann hafa verið hlaðinn eingöngu úr torfi, elsti hlutinn var hlaðinn úr streng og endurbættur með klömbruhleðslu. Við uppgröftinn 2002 sást kola- og gjalllag við suðurenda uppgraftar- svæðisins sem benti til að þar hefði mannvirki staðið til forna. Túlkun rannsakenda var að þetta væru leifar smiðju, en ekki er óþekkt að smiðjur hafi verið reistar á eldri kirkjurúst- um.5 Undir smiðjuleifunum kom í ljós stór stoðarhola um 50 cm í þver- mál. Við uppgröftinn árið eftir fund- ust tvær stoðarholur til viðbótar og 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.