Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 65
KELDUDALUR í HEGRANESI
navíu og á Grænlandi.2 í gröfinni
fundust þrjár glerperlur úr hálsfesti í
víkingaaldarstíl, svokallaðar sörvis-
tölur, og voru tvær þeirra skreyttar.
Þriðja kumlið var fremur fátæk-
legt. Þar fundust einungis fáein mjög
illa farin mannabein og bein úr
lágfættum hundi. Engir gripir fund-
ust í þeirri gröf, en hún hefur legið
mjög nærri yfírborði og var greini-
legt að hún var mjög röskuð.
Fjórða kumlið hafði að geyma flest
mannabein, höfuðkúpu, hryggjarliði
og stöku önnur bein úr ungri konu.
Gröfin var þó öll úr lagi færð og
fannst höfuðkúpan við mjaðmabein
sem einnig voru úr iagi gengin.
Gröfinni virðist því hafa verið spillt
til forna og beinin grafin niður aftur.
I kumlinu voru leifar af litlu blýlóði,
svokölluðu meti. Slík lóð voru sett á
metaskálar sem notaðar voru til að
vega silfur, en það var helsti gjald-
miðill þessa tíma.3 Einnig fannst
klæðaprjónn úr beini með fagurlega
útskornu dýrshöfði. Prjónninn hefur
líklega verið notaður til að festa sam-
an klæði af einhverju tagi en slíkir
prjónar hafa sjaldan fundist hérlend-
is. Merkilegt er að nánast eins prjónn
með samskonar útskornu dýrshöfði
fannst sumarið 2004 í Sveigakoti í
Mývatnssveit.4
Kirkjugarðsuppgröftur 2003
UPPGRÖFTUR á kirkjugarðinum hófst
á nýjan leik um miðjan júlímánuð
2003. Trónaði nú glæsilegt ferðaþjón-
ustuhús yfir uppgraftarsvæðinu, en
beðið var með að ganga frá lóðinni,
grafa fyrir lögnum og gera bílastæði.
Uppgröfturinn haustið áður hafði
farið fram við verstu mögulegar að-
stæður. Búið var að skemma hluta
minjanna og nauðsynlegt hafði verið
að vinna mjög hratt þar sem graf-
irnar lágu nánast opnar á yfirborði
og í mikill hættu vegna veðurs og
vinda. Segja má að miðað við aðstæð-
ur hafi uppgröfturinn í raun tekist
vonum framar. Við bestu aðstæður
er uppgröftur grafa tímafrekt ná-
kvæmnisverk þar sem hvert jarðlag
og smæstu bein eru ljósmynduð,
mæld, skráð og teiknuð samkvæmt
aðferðafræði fornleifafræðinnar. Þar
sem aðstæður voru allar aðrar seinna
sumarið kom ýmislegt nýtt í ljós sem
ekki hafði verið sýnilegt árið áður.
Til að mynda birtust leifar hring-
laga kirkjugarðsveggjar sem engin
merki höfðu sést um við fyrri upp-
gröftinn. Veggurinn lá í boga vestur
fyrir ferðaþjónustuhúsið og hægt að
afmarka nákvæmlega það svæði sem
tilheyrði kirkjugarðinum og ein-
skorða uppgröftinn við það. Vegg-
urinn var vel afmarkaður af einfaldri
steinaröð sem lá með ytri brún garðs-
ins að neðan. Annars virtisr hann hafa
verið hlaðinn eingöngu úr torfi, elsti
hlutinn var hlaðinn úr streng og
endurbættur með klömbruhleðslu.
Við uppgröftinn 2002 sást kola-
og gjalllag við suðurenda uppgraftar-
svæðisins sem benti til að þar hefði
mannvirki staðið til forna. Túlkun
rannsakenda var að þetta væru leifar
smiðju, en ekki er óþekkt að smiðjur
hafi verið reistar á eldri kirkjurúst-
um.5 Undir smiðjuleifunum kom í
ljós stór stoðarhola um 50 cm í þver-
mál. Við uppgröftinn árið eftir fund-
ust tvær stoðarholur til viðbótar og
61