Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 70
SKAGFIRÐINGABÓK
að Heklugjóskan frá 1300 liggur ó-
hreyfð yfir töluverðum hluta gamla
bæjarstæðisins, þar á meðal fjósbygg-
ingu sem kann að hafa verið í notkun
á sama tíma og kirkjugarðurinn, eða
jafnvel frá sama tíma og búið var í
skálanum. Það virðist því sem að ein-
hverskonar búseturof verði um eða
fyrir 1300 í óskilgreindan tíma, þó
svo að ekki sé loku fyrir það skotið að
bærinn hafi verið fluttur til á bæj-
arstæðinu.
Auk gjóskusýna voru tekin 20 sýni
til kolefnisaldursgreiningar úr beina-
grindum úr báðum grafreitunum.
Greiningin leiddi í ljós að þau kuml-
anna sem greind voru, eru frá fyrri
hluta 10 aldar. Þá má nefna að byrjað
hefur verið að grafa í kirkjugarðinn
þegar um 1000 og hætt að grafa þar
á 12. öld.
Minjar í Keldudal í
víðara samhengi
RANNSÓKNIR á fornum kirkjugörðum
styðjast enn sem komið er við tiltölu-
lega rýrt innlent samanburðarefni.
Fáir kirkjugarðar frá elsta skeiði
kristni hafa verið rannsakaðir hér-
lendis, en nefna má kirkjugarð á Þór-
arinsstöðum í Seyðisfirði12, Neðra-Asi
í Hjaltadal13, Sauðá í Skagafirði14,
Skeljastöðum15 og Stöng16 í Þjórsár-
dal, Hofsstöðum17 í Mývatnssveit og
á Hrísbrú18 í Mosfellsdal, en tveimur
síðastnefndu rannsóknunum er ekki
lokið. Yarðveisla mannabeina hefur
einnig verið slæm á mörgum þessara
staða og rýrir það mjög gildi þeirra
sem samanburðarefnis í beinafræði-
legum rannsóknum. Nærtækast er
að nefna slæma varðveislu í 11. aldar
kirkjugarðinum í Neðra-Ási í Hjalta-
dal, þar sem varðveisluskilyrði voru
svo léleg að þau réttlættu ekki upp-
gröft í kirkjugarðinum.19 Leifar forns
kirkjugarðs komu einnig óvænt upp
á bæjarstæði Sauðár, nú í miðjum
Sauðárkróksbæ. Varðveisluskilyrði þar
voru sömuleiðis mjög slæm. Saman-
burðar verður því einnig að leita út
fyrir landsteinana og liggur þá bein-
ast við að leita til nágrannaþjóðanna,
en kristnitakan og birting hennar
hérlendis var auðvitað órjúfanlegur
hluti trúarlegrar og pólitískrar þró-
unar á Norðurlöndunum.
Lítið er vitað um greftrunarsiði,
kristnihald og skipulag greftrunar á
fyrstu árum kristni hér á landi; fáar
samtímaheimildir eru til frá þess-
um tíma auk þess sem fáir miðalda-
kirkjugarðar hafa verið rannsakaðir.
Fornir kirkjugarðar, þ.e.a.s. beinasöfn
sem úr þeim fást, eru okkar ríkustu
heimildir um þjóðfélagsgerð, greftr-
unarsiði, trúarsiði, lífsviðurværi og lýð-
heilsu til forna. I því samhengi verða
kirkjugarðurinn og kumlateigurinn í
Keldudal mikilvæg heimild þar sem
varðveisluskilyrði beina eru einstak-
lega góð.
Grafsiðir
LÍKT OG í SUMUM miðaldakirkjugörð-
um úr frumkristni, sem rannsakaðir
hafa verið hérlendis sem og í Skandi-
navíu, var kirkjugarðurinn í Keldu-
dal kynskiptur, þ.e. konur lágu norð-
an megin kirkju, karlar sunnan við.20
Slík skipan er þekkt úr elsta kirkju-
rétti í Noregi en hans er ekki getið í
kristinrétti Grágásar.21 Þessi siður lagð-
ist af snemma á miðöldum þótt hans
66