Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 155
SKÓLAMINNINGAR
maður þess. Keyptar voru tvær bækur
á ári, tvö eintök af sömu bókinni.
Voru þær lesnar í lestrartímum.
Annað eintakið hafði kennarinn, hitt
gekk á milli nemendanna.
I Sólheimagerði var bókasafn Ung-
mennadeildar Lestrarfélags Mikla-
bæjarsóknar. Að því höfðum við öll
aðgang. Einnig var bókasafn á Vögl-
um frá sama félagi. I Grænumýri var
líka barnabókasafn frá Lestrarfélaginu
Æskunni. Þegar allt skólahald var
komið í Héðinsminni og eigur skól-
ans komnar á einn stað, þá hitti ég
fyrir ýmsa „gamla kunningja": kvarð-
ann góða og dýra- og jurtamyndirnar,
landakortin og allar gömlu sögubæk-
urnar. Meira að segja innbundið ein-
tak af Litlu gulti heenunni, það sama
og ég hafði notað, þegar ég var að
læra að lesa. Bókasafnið, er verið hafði
í Sólheimagerði, var allt komið í skól-
ann. Seinna komu svo bækurnar frá
Vöglum og Grænumýri.
Engin ný kennslugögn höfðu kom-
ið. Á árunum 1967 eða 1968 mun
fyrsti fjölritarinn hafa komið í skól-
ann og árið 1972 höfðum við eignast
bæði kvikmyndavél og skugga-
myndavél. Fyrsta ljósritunarvélin
kemur 1985 eða 1986.
Kennarastofan
Kennarastofa Akraskóla vakti
mikla athygli ókunnugra, enda ó-
venjuleg, þar sem hún var í eldhúsinu
í Héðinsminni. Þar var náttúrulega
eldavél, vaskur og skápar. Einnig var
stórt og fallegt eikarborð, sem Anna
Jónsdóttir átti. Hún hafði ekki pláss
fyrir það inni hjá sér, en vissi að þarna
var þörf fyrir það. Á eldhúsbekknum
Helga Bjarnadóttir flytur sína seinustu
skólaslitarœóu vorið 1998. Einkaeign.
var fjölritarinn og síðar ljósritunarvél.
Nokkrir af eldhússkápunum voru
notaðir fyrir skóladót.
Þarna var stuðningskennsla á ár-
unum 1975—1990. I vorprófunum
var alltaf prófað í lestri í eldhúsinu,
svo eitthvað sé nefnt. Þarna leið öll-
um vel og gestir höfðu á orði að þeir
hefðu aldrei komið inn á slíka kenn-
arastofu.
Að loktrn
VORIÐ 1989 var aftur hafist handa
með viðbyggingu við Héðinsminni
sem tekin var í notkun ári síðar. Sú
bygging var eingöngu ætluð skól-
anum og nú var komin ný kennara-
stofa! Mötuneyti var komið á í árs-
151