Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 136
SKAGFIRÐINGABÓK
Illt er að trúa örgum þrjót hann Össur
sagði
í haus á þræli með hamri lysti,
hann af slíku óvit gisti.41
Þegar Þórður sér eftirförina leggur
hann strax á ráðin um undankomu
til betra vígis en minnist ekkert á
Skeggjahamar:
Veit eg hvar er vígi gott að vekja rómu
og eiga kíf við klækja dóla
kæmumst við í Sviðningshóla
Hálir skaflar hengu fram af hæðum víða
stikluðu þeir á storðar dýnum
og studdu sig með spjótum sínum.42
Þannig ná þeir að hasla sér vígvöll
í Sviðningshólum, ekki Sviðgríms-
og þaðan af síður Hreðuhólum, og
búast til orustu áður en Ossur kem-
ur. — Þessi lýsing ber með sér að höf-
undur leitast við að hafa frásögnina
þokkalega trúverðuga og taka mið af
raunverulegum aðstæðum.
Ríviur af Þórði hreðu eftir Hallgím
Jónsson eru hins vegar ortar eftir að
Þórðar saga var prentuð og því líklegt
að þær styðjist við hina prentuðu út-
gáfu. Hallgrímur þessi var nefndur
„læknir“ og bjó á ýmsum stöðum
í Skagafirði, m.a. Kálfsstöðum í
Hjaltadal 1824—25, en áður hafði
hann búið í Fljótum og í Sléttuhlíð.
Frá Kálfsstöðum fór hann fram í
Tungusveit en bjó í Miklagarði á
Langholti er hann dó 1861. Honum
gat því verið sögusviðið nokkuð
kunnugt en hann leiðréttir þó ekki
nafn hólanna eins og Þorvaldur.
Ásgeir Finnbogason ritar athygl-
isverðan eftirmála að frumprentun
Þórðarrímna Hallgríms 1852. Þar
segir hann m.a. að „Rímur af Þórði
hreðu" komi nú loks „fyrir almenn-
ings sjónir á prenti, eptir að þær hafa
farið víða um land, bæði í manna
minnum og skrifaðar, núna upp 119
ár frá því skáldið kvað þær. Og hafa
þær hvervetna geðjast svo vel, að höf-
undur þeirra hefir sagt að „munnlegar
og skriflegar bænir hafi iðuglega
komið til sín, um að láta þær ganga
út á prent“ og að „undarleg umkvört-
un sé um að þær fáist ekki skrifaðar,
svo nægi.““ Getur Ásgeir þess að út-
gáfan sé ekki gerð eftir handriti
höfundar, heldur öðru yngra sem
höfundur hafi aðeins náð að lesa
lauslega yfir. Rímur Hallgríms virð-
ast því hafa orðið mjög vinsælar og til
marks um það segir Ásgeir merkilega
sögu af manni sem hafði að megin-
atvinnu að afrita þessar rímur:
Skepnulaus þurrabúðarmaður, sem
hvorki stundaði lands- né sjóargagn,
lagði það fyrir sig að skrifa upp
Þórðarrímur dags daglega, árið í
gegnum 1 16 ár, og seldi hverjar
fyrir 2 rbd. til 15 mrk.; framdró svo
nauðalaust líf sitt og konu sinnar á
þessu til þess hann yfirgaf heiminn
nú í haustið var (þ.e. 1851), sakn-
aður frá þessu starfi, og gat þó varla
að hálfu leyti — á þeim 16 ára tíma
— aflokið því, sem um var beðið.43
41 Lbs. 3833 8vo víxlar í þessari vísu orðunum þræl og þrjót.
42 Lbs. 3833, 8vo: stikla þeir á storðar dýnum / og stungu niður spjótum sínum.
43 Rt'mur af Þórði hreðu. Ortar af Hallgrtmi lœkni Jónssyni. Reykjavík 1852. Eftirmáli eftir
Ásgeir Finnbogason.
132