Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 127

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 127
ÞÓRÐUR HREÐA f KOLBEINSDAL Össur eftir bardaga í „Sviðgríms- hólum“ og má e.t.v. skilja söguna svo að hann hafi verið heygður á þeim slóðum. Þegar Skeggi fréttir þetta bregður hann hart við, kemur norður öllum að óvörum og kallar Þórð út á sinn fund. Þórhallur bannar mönnum að liðsinna Þórði en hann gengur út með því skilyrði að Skeggi fylgi sér þangað sem Össur féll. Þegar kemur að haugi Össurar verður nokkurt orðaskak og Skeggi bregður sverði sínu, Sköfnungi, sem hefur þá nátt- úru að honum má ekki bregða nema á hann komi blóð. — Slík sverð eru annars ekki óþekkt úr öðrum sögum. En þegar hann ætlar að láta til skarar skríða birtist Eiður Skeggjason með átján menn og gengur á milli. I bræði sinni fer Skeggi aftur að Miklabæ, tekur Þórhall í rúminu og heggur af honum hausinn við rúmstokkinn þótt húsfreyja biðji honum griða. Þannig er Sköfnungi svalað. En eins og sjá má er þessi þáttur ríkur af ævintýra- og sagnaminnum úr ýmsum átrum. Nú færist leikurinn aftur vestur í Miðfjörð og enn er Þórði gerð fyrir- sát. Loks takast þó sættir og Sigríður, systir Þórðar, giftist Ásbirni, frænda Skeggja. Og þótt minnstu muni að upp úr sjóði í brúðkaupinu helst nú friður. Þórður kvænist hins vegar Ólöfu á Miklabæ og sest þar að. Segir sagan að hann hafi auðgast af smíðum sínum. Síðasta eldraun Þórðar verður við Lurkastein hjá Bakkaseli í Öxna- dal þar sem hann heyr einvígi við Sörla, frænda Orms þess er hann hafði forðum vegið, og enn hefur Þórður betur. Segir sagan í lokin að Þórður hafi orðið sóttdauður. Skálasmiðurinn VIÐURNEFNIÐ „hreða“ merkir líklega sá sem hræðir eða veldur ófriði. En þó virðist sem það hafi ekki síður verið smíðakunnátta Þórðar en vígfimi sem hélt nafni hans á lofti. I Þórðar sögu segir m.a. að Þórður hafi starfað að skálasmíði í Flatatungu, ennfrem- ur segir þar: „Stóð sá skáli allt til þess er Egill byskup var að Hólum.“6 Egill Eyjólfsson var biskup á Hólum 1331—1341 og hefur þessi athuga- semd verið tekin sem vísbending um að sagan sé rituð um miðja 14. öld.7 Minningin um skálann mikla í Flatatungu varð langlíf og löngu eftir að hann var horfinn voru þar í bæj- arhúsum útskornar fjalir sem menn töldu að væru úr skálanum góða, handaverk Þórðar hreðu. Þessar fjalir týndu tölunni í aldanna rás en þó varðveittust til vorra daga fáein brot og hafa jafnvel verið talin með elstu útskurðarmyndum sem til eru á Norðurlöndum þó að hæpið sé að tengja þær við Þórð hreðu.8 Þórðar saga var meðal þeirra Islendingasagna sem Arngrímur lærði endursagði í Crymogæu.9 Ennfremur bætti Arn- 6 íslenzk fornrit XIV, bls. 207. 7 Sigurður Nordal. Lhn íslenskar fornsögur. Reykjavík 1968, bls. 168. 8 Sjá kenningar Selmu Jónsdóttur. Býsönsk dómsdagsmynd í Vlatatungu. Reykjavík 1959. 9 Crymogœa. Þeettir úr sögu íslands, bls. 204. Safn Sögufélags 2. Reykjavík 1985. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.