Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 78
SKAGFIRÐINGABÓK
rekið myndarbú. Svo virðist sem
byggð hafi verið samfelld í Keldudal
frá því um eða skömmu eftir landnám
fram á 13- öld, þótt ritheimildir geti
jarðarinnar að engu fyrr en í lok 13.
aldar. Elstu minjar um byggð í
Keldudal eru leifar skála frá 10. öld
og heiðnar grafir a.m.k. fjögurra
manna. Uppgröftur á hluta gamla
bæjarstæðisins sumarið 2007 stað-
festi að bæjarstæðið sem kirkjugarð-
urinn var hluti af hefur legið austan
og eilítið ofan garðsins. Ljóst er að
bæjarstæðið hefur verið flutt þangað
þegar skálabyggingin, sem fannst
undir kirkjugarðinum, var lögð af.
Hugsanlegt er að byggð hafi lagst af
um eða fyrir 1300, a.m.k. tíma-
bundið, en annars virðist sem bærinn
hafi staðið á sama stað allt fram á 20.
öldina.
Niðurstöður kolefnisaldursgrein-
inga og gjóskulagagreininga gefa til
kynna að farið var að grafa í garðinn
rétt um árið 1000. Afstaða rústanna
sýnir að fljótlega eftir að skálinn
lagðist af var farið að grafa í kirkju-
garðinn og einhvern tímann á fyrri
hluta 11. aldar var reist þar timbur-
kirkja af elstu gerð stafverkshúsa.
Sé það rétt ályktun að bein hafi
verið flutt úr kumlateignum í kirkju-
garðinn má geta sér þess til að sama
fjölskyldan hafi búið á staðnum þegar
trúarbragðaskiptin gengu um garð um
aldamótin 1000. Sé reiknað með að
grafið hafi verið í garðinn í 150—200
ár og miðað við þann fjölda fullorð-
inna sem í garðinum hvíldu, liggur
beinast við að áætla að þarna sé um
heimilisgrafreit að ræða. Þó kann auð-
vitað að vera að jarðsett hafi verið frá
fleiri en einum bæ, en þá má ætla að
um einhverskonar fjölskyldutengsl
sé að ræða, að tvíbýlt hafi verið í
Keldudal eða jafnvel afbýli eða hjá-
leiga í landi jarðarinnar.33
Líkt og oftast er raunin í samfé-
lögum fyrir tíma iðnbyltingar, hefur
dánartíðni verið há en fæðingartíðni
einnig og því gæfi útreikningur með-
alaldurs ekki raunsanna mynd af sam-
félagsgerðinni eins og hún hefur verið
á 11,—12. öld. Miðað við fjölda
ungabarna í garðinum er meðalaldur
heildarinnar ekki ýkja hár, rétt um
20 ár. En séu einungis teknir með í
reikninginn þeir einstaklingar sem
náðu fullorðinsaldri má áætla að
meðalaldurinn sé um eða yfir fertugt
sem er svipað og var í öðrum
Evrópulöndum þess ríma.34
I Keldudal veitrist einstakt tæki-
færi til að rannsaka greftrunarsiði til
forna. Uppgröfturinn er mikilvæg
heimild um uppruna Islendinga, trú-
ariðkun á mótum heiðni og kristni,
lýðheilsu, lífskjör og lifnaðarhætti.
Aður en dregnar verða mjög yfir-
gripsmiklar ályktanir um almenna
lýðfræði út frá rannsókninni í
Keldudal er þó nauðsynlegt að hafa
vel varðveitt samanburðarefni úr
öðrum kirkjugörðum frá sama tíma
og er það verk í undirbúningi. Einn-
ig er ætlunin að klára úrvinnslu upp-
graftargagna og beinagreiningar á
þessu ári og því næsta. Allar niður-
stöður sem hér eru birtar ber því að
taka með þeim fyrirvara að rann-
sóknum á uppgraftargögnum úr
Keldudal er langt í frá lokið og mikl-
ar upplýsingar eiga enn eftir að
bætast við fyrirliggjandi þekkingu á
staðnum.
Allar fornleifarannsóknir sem farið
74