Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 78

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 78
SKAGFIRÐINGABÓK rekið myndarbú. Svo virðist sem byggð hafi verið samfelld í Keldudal frá því um eða skömmu eftir landnám fram á 13- öld, þótt ritheimildir geti jarðarinnar að engu fyrr en í lok 13. aldar. Elstu minjar um byggð í Keldudal eru leifar skála frá 10. öld og heiðnar grafir a.m.k. fjögurra manna. Uppgröftur á hluta gamla bæjarstæðisins sumarið 2007 stað- festi að bæjarstæðið sem kirkjugarð- urinn var hluti af hefur legið austan og eilítið ofan garðsins. Ljóst er að bæjarstæðið hefur verið flutt þangað þegar skálabyggingin, sem fannst undir kirkjugarðinum, var lögð af. Hugsanlegt er að byggð hafi lagst af um eða fyrir 1300, a.m.k. tíma- bundið, en annars virðist sem bærinn hafi staðið á sama stað allt fram á 20. öldina. Niðurstöður kolefnisaldursgrein- inga og gjóskulagagreininga gefa til kynna að farið var að grafa í garðinn rétt um árið 1000. Afstaða rústanna sýnir að fljótlega eftir að skálinn lagðist af var farið að grafa í kirkju- garðinn og einhvern tímann á fyrri hluta 11. aldar var reist þar timbur- kirkja af elstu gerð stafverkshúsa. Sé það rétt ályktun að bein hafi verið flutt úr kumlateignum í kirkju- garðinn má geta sér þess til að sama fjölskyldan hafi búið á staðnum þegar trúarbragðaskiptin gengu um garð um aldamótin 1000. Sé reiknað með að grafið hafi verið í garðinn í 150—200 ár og miðað við þann fjölda fullorð- inna sem í garðinum hvíldu, liggur beinast við að áætla að þarna sé um heimilisgrafreit að ræða. Þó kann auð- vitað að vera að jarðsett hafi verið frá fleiri en einum bæ, en þá má ætla að um einhverskonar fjölskyldutengsl sé að ræða, að tvíbýlt hafi verið í Keldudal eða jafnvel afbýli eða hjá- leiga í landi jarðarinnar.33 Líkt og oftast er raunin í samfé- lögum fyrir tíma iðnbyltingar, hefur dánartíðni verið há en fæðingartíðni einnig og því gæfi útreikningur með- alaldurs ekki raunsanna mynd af sam- félagsgerðinni eins og hún hefur verið á 11,—12. öld. Miðað við fjölda ungabarna í garðinum er meðalaldur heildarinnar ekki ýkja hár, rétt um 20 ár. En séu einungis teknir með í reikninginn þeir einstaklingar sem náðu fullorðinsaldri má áætla að meðalaldurinn sé um eða yfir fertugt sem er svipað og var í öðrum Evrópulöndum þess ríma.34 I Keldudal veitrist einstakt tæki- færi til að rannsaka greftrunarsiði til forna. Uppgröfturinn er mikilvæg heimild um uppruna Islendinga, trú- ariðkun á mótum heiðni og kristni, lýðheilsu, lífskjör og lifnaðarhætti. Aður en dregnar verða mjög yfir- gripsmiklar ályktanir um almenna lýðfræði út frá rannsókninni í Keldudal er þó nauðsynlegt að hafa vel varðveitt samanburðarefni úr öðrum kirkjugörðum frá sama tíma og er það verk í undirbúningi. Einn- ig er ætlunin að klára úrvinnslu upp- graftargagna og beinagreiningar á þessu ári og því næsta. Allar niður- stöður sem hér eru birtar ber því að taka með þeim fyrirvara að rann- sóknum á uppgraftargögnum úr Keldudal er langt í frá lokið og mikl- ar upplýsingar eiga enn eftir að bætast við fyrirliggjandi þekkingu á staðnum. Allar fornleifarannsóknir sem farið 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.