Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 114
SKAGFIRÐINGABÓK
Jón prestur var ekki fjáður maður,
en margt fólk í húsum hans, og
færðist hann undan fyrst í stað.
Steinunn lét sig þó ekki; hún elti
föður sinn á röndum innan bæjar og
utan, jafnvel lengst suður í tún, til
þess eins að biðja hann enn og aftur
að taka drenginn á heimilið.
Að endingu varð séra Jón við bón
dóttur sinnar. Snáðinn litli kom í
Mælifell, naut þar ástríkrar um-
hyggju Steinunnar prestsdóttur og
mannaðist vel, en dó fyrir aldur fram,
einn margra á fyrri dögum sem ban-
væn lungnabólga lagði að velli. Og
lýkur hér sögu Sigurðar Kristófers-
sonar.
Annar maður, Ásgeir Jónsson frá
Gottorp, hefur drepið á þessa hluti.
Árið 1879 fór hann barnungur í fóst-
ur að Mælifelli til séra Jóns Sveins-
sonar og konu hans, Hólmfríðar
Jónsdóttur frá Reykjahlíð. Ásgeir ritar:
Steinunn Jónsdóttir var mikil at-
gjörvis- og glæsikona, stórgáfuð, orð-
hög og málsnjöll svo að af bar. Hún
var í ríkum mæli gædd þeirri guð-
legu náðargáfu að elska og annast allt
sem var veikt, vanþroska og hjálpar-
vana.
Eitt sinn á ferðalagi kom hún á
fátækt heimili; þar sá hún svo van-
burða og illa hirt barn, að því var
naumast viðbjargandi, nema til
skjótra ráða væri bmgðið. Hún reiddi
barnið heim með sér og annaðist það
með slíkri natni og móðurlegri hjarta-
hlýju, að frábært þótti. Barnið ólst
upp á Mælifelli í góðu skjóli fóstru
sinnar og varð nytjamaður.
I kirkjubókum sést að drengurinn
bágstaddi hét Jóhannes Þorsteinsson
Steinunn Jónsdóttir.
Ljósmyndari ókunnur.
Eig.: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
og var fæddur 1865. Hann er skráður
„í dvöl“ á Daufá 1868, en er kominn
að Mælifelli ári síðar, sagður þá í
húsvitjunarbók hreppsómagi, en létta-
drengur í allsherjarmanntali 1880,
síðar vinnumaður. Og er nú vert að
vekja athygli á því, að í Goðdölum
var föðurgarður Einars Hjörleifssonar
(Kvarans) frá því á vordögum 1870
og fram til ársins 1876, því séra Hjör-
leifur faðir hans gegndi þann tíma
Goðdalaprestakalli. Má merkilegt
heita hafi afskipti Steinunnar á
Mælifelli af veslings drengnum frá
110