Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 144
SKAGFIRÐINGABÓK
mættust ísinn og fjörurnar var greið-
fær bekkur, og það notuðu menn sér
á þann hátt, að þeir sem áttu hesta á
járnum gátu látið klárana spretta úr
spori og riðið í spretti til Sauðárkróks
og sinnt erindum sínum. Pabbi minn
átti hest á járnum og hann átti líka
stóran sleða sem hann beitti hesti
fyrir til ýmsra nota.
Nú var það einn dag er veður var
ekki nístandi kalt, loftlétt og blæja-
logn og kólgubakki ekki nálægur að
því er virtist, að pabbi og mamma
bjuggu sig í ferðaföt og hugðust fara
í sportferð til Sauðárkróks. Beitt var
gráum hesti, sem bar heitið Kobbi,
fyrir sleðann og útbúið sæti á sleð-
anum svo hægt var að keyra og láta
fara vel um sig. Okkur bræðrum var
falin forsjá bús og heimilis, en að
sjálfsögðu var gert ráð fyrir að þau
kæmu aftur fyrir dimmasta kvöldið,
eða seinni partinn eins og talað er.
En það fór á annan veg, því að um
kl. fjögur um daginn skall yfir, mjög
snögglega og óvænt, hvass stórhríðar-
bylur og frost vaxandi og fannkoma.
Bræður mínir flýttu sér að gefa í
garðana svo sem venja var, og ganga
tryggilega frá hurðum skepnuhúsa
og hlynna að því sem laust var. Síðan
var haldið í bæinn og óveðrið lamdi
svo hvein í húsunum.
Við vorum nú heldur lúpuleg og
hugsandi um hvað kvöldið bæri í
skauti sér. Hvar voru pabbi og
mamma? Þannig leið fram á kveldið.
Þá var allt í einu barið að dyrum,
þrjú bylmingshögg knúð á bæjar-
dyrahurðina. Við stukkum fram í
bæjardyr, töldum víst að nú væri
pabbi að koma heim, en svo reyndist
ekki vera, heldur maður innan af
Friðrik Árnason „verts“, sem getið er um í
frásögninni.
Ljósm.: Daníel Davíðsson.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
Sauðárkróki, Friðrik Arnason, sem
var að fara út í Ingveldarstaði að
heimsækja Trausta Friðriksson
bónda, en stórhríðin skall á hann er
hann var rétt kominn út fyrir
Fagranes. Hann hafði gengið út
bakkabrúnirnar, sem að sjálfsögðu
voru snjólitlar, en þá lent í giljunum
sem eru uran við eyðibýlið Skriðu-
140