Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
rúnar sjálfrar bæði hvað varðar um-
hverfi og persónur.
VIII. Sveitalífslýsingar,
tíðarfar o.fl.
SÖGUR GuðrÚNAR frá Lundi eru
miklu meira en ástarsögur, enda þótt
ástir og margs konar flækjur og
drama þar að lútandi séu einatt í for-
grunni og skapi spennu sagnanna. Þar
sem sögurnar gerast að langmestu
leyti í sveit og spanna árabilið frá
seinni hluta nítjándu aldar og fram
um seinna stríð og sögusviðið og lífs-
hættir fólks er efni, sem höfundinum
var gjörkunnugt, fer ekki hjá því að
þær geyma mikilsverðar upplýsing-
ar, sem fengur er að. Þessu hafa ýms-
ir veitt athygli í seinni tíð og hefur
það valdið því, að sögur Guðrúnar
frá Lundi eru meira metnar af mörg-
um fræðimönnum nú en áður var.
Þar kemur raunar fleira til eins og
síðar verður vikið að.
Fróðlegt er að fylgjast með þróun á
ýmsum sviðum sveitalífsins. I elstu
sögunum býr fólk í fjósbaðstofum og
verður að láta sér nægja ylinn frá
kúnum. I þeim yngstu eru bændur
farnir að byggja sér steinhús og húsa-
kynnin orðin heldur betur rýmri og
virðulegri. I gömlu baðstofunum gat
oft verið kalt að vetri til og sums
staðar minnist gamalt fólk og las-
burða á að því hafi verið kalt og því
mikil bragarbót þegar ofnar komu
í baðstofurnar. Þá var það ekki lítil
framför þegar farið var að matreiða
á eldavélum í stað hlóðanna. I yngstu
frásögnunum er minnst á kol, sem
eldsneyti, en annars var það sauðatað,
mór og fjörusprek (mor), kannski
eitthvað af hrísi sums staðar, og á
sjávarjörðum brenndi fólk þönglum
og fiskbeinum, en það þótti illa þefj-
andi eldiviður.
Talsvert er fjallað um klæðnað
kvenna, einkum þegar mikið þurfti
við að hafa, svo sem við skírn, ferm-
ingu, brúðkaup og jarðarfarir. Peysu-
föt, upphlutur, skautbúningur, skúf-
hólkar, stokkabelti, falleg slifsi og
glæsilegar svuntur koma við sögu,
meira að segja er því lýst hvernig
konur gengu frá búnaði sínum, sbr.
þetta:
Hún tíndi títuprjónana úr húfunni,
einn og einn í einu og lagði þá á
stólinn. ... Þegar húfan var laus,
vafði hún skúfnum vandlega utan
um hólkinn og lagði svo húfuna tvö-
falda saman og nældi með títu-
prjónum með jöfnu millibili í tvö-
falda fitina. Nú leit hún út eins og
hálfmáni.
Miklu máli skipti hvort skúfhólk-
urinn var úr gulli eða aðeins úr ný-
silfri. Reiðfatnaði kvenna er vel lýst,
einkum hinum efnismiklu reiðpils-
um. Þá var ekki lítið atriði að eiga
fallegan söðul og söðulsessan var að-
alsmerki hverrar konu. Innanbæjar-
verk fá sína umfjöllun, skyr- og
smjörgerð, slátursuða og önnur mat-
argerð. Ekki gleymist hinn ljúfi söng-
ur skilvindunnar né hið mikla vanda-
verk að þvo skilvinduna og setja hana
rétt saman að þvotti loknum. Lærðar
konur höfðu „breyttan" mat eins og
kallað var. Steik og rúsínuvellingur
var herramannsmatur og þegar mikið
var haft við var hitað súkkulaði,
steiktar kleinur og lummur. Erfitt og
lýjandi kvennaverk var ullarþvottur á
26