Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 30

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 30
SKAGFIRÐINGABÓK rúnar sjálfrar bæði hvað varðar um- hverfi og persónur. VIII. Sveitalífslýsingar, tíðarfar o.fl. SÖGUR GuðrÚNAR frá Lundi eru miklu meira en ástarsögur, enda þótt ástir og margs konar flækjur og drama þar að lútandi séu einatt í for- grunni og skapi spennu sagnanna. Þar sem sögurnar gerast að langmestu leyti í sveit og spanna árabilið frá seinni hluta nítjándu aldar og fram um seinna stríð og sögusviðið og lífs- hættir fólks er efni, sem höfundinum var gjörkunnugt, fer ekki hjá því að þær geyma mikilsverðar upplýsing- ar, sem fengur er að. Þessu hafa ýms- ir veitt athygli í seinni tíð og hefur það valdið því, að sögur Guðrúnar frá Lundi eru meira metnar af mörg- um fræðimönnum nú en áður var. Þar kemur raunar fleira til eins og síðar verður vikið að. Fróðlegt er að fylgjast með þróun á ýmsum sviðum sveitalífsins. I elstu sögunum býr fólk í fjósbaðstofum og verður að láta sér nægja ylinn frá kúnum. I þeim yngstu eru bændur farnir að byggja sér steinhús og húsa- kynnin orðin heldur betur rýmri og virðulegri. I gömlu baðstofunum gat oft verið kalt að vetri til og sums staðar minnist gamalt fólk og las- burða á að því hafi verið kalt og því mikil bragarbót þegar ofnar komu í baðstofurnar. Þá var það ekki lítil framför þegar farið var að matreiða á eldavélum í stað hlóðanna. I yngstu frásögnunum er minnst á kol, sem eldsneyti, en annars var það sauðatað, mór og fjörusprek (mor), kannski eitthvað af hrísi sums staðar, og á sjávarjörðum brenndi fólk þönglum og fiskbeinum, en það þótti illa þefj- andi eldiviður. Talsvert er fjallað um klæðnað kvenna, einkum þegar mikið þurfti við að hafa, svo sem við skírn, ferm- ingu, brúðkaup og jarðarfarir. Peysu- föt, upphlutur, skautbúningur, skúf- hólkar, stokkabelti, falleg slifsi og glæsilegar svuntur koma við sögu, meira að segja er því lýst hvernig konur gengu frá búnaði sínum, sbr. þetta: Hún tíndi títuprjónana úr húfunni, einn og einn í einu og lagði þá á stólinn. ... Þegar húfan var laus, vafði hún skúfnum vandlega utan um hólkinn og lagði svo húfuna tvö- falda saman og nældi með títu- prjónum með jöfnu millibili í tvö- falda fitina. Nú leit hún út eins og hálfmáni. Miklu máli skipti hvort skúfhólk- urinn var úr gulli eða aðeins úr ný- silfri. Reiðfatnaði kvenna er vel lýst, einkum hinum efnismiklu reiðpils- um. Þá var ekki lítið atriði að eiga fallegan söðul og söðulsessan var að- alsmerki hverrar konu. Innanbæjar- verk fá sína umfjöllun, skyr- og smjörgerð, slátursuða og önnur mat- argerð. Ekki gleymist hinn ljúfi söng- ur skilvindunnar né hið mikla vanda- verk að þvo skilvinduna og setja hana rétt saman að þvotti loknum. Lærðar konur höfðu „breyttan" mat eins og kallað var. Steik og rúsínuvellingur var herramannsmatur og þegar mikið var haft við var hitað súkkulaði, steiktar kleinur og lummur. Erfitt og lýjandi kvennaverk var ullarþvottur á 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.