Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 112
SKAGFIRÐINGABÓK
Og öll sú kynlega kynngi' í sæti,
er hvatti hrossin að stíga fæti
sem væru í fagnaðarför.
Því námu folar hans hlýjan huga,
og hann gat fengið þá til að duga
þá best, þegar mest þurfti með.
En klækjum, refjum og vondum vana
þeim vann hann eilífan, harðan bana
og gerði úr hreinlegt geð.
Nú er hann hættur að hleypa klárum.
Því hittist varla á þessum árum
hið skriðgóða dunandi skeið.
Og stóra, hástíga, hraða töltið
er horfið með honum. Hvolpanöltið,
það lýtir nú flestra leið.
Helstu hemildir
Ásgeir Jónsson frá Gottorp, Samskipti manns og
hests, Horfnir góðhestar I-II. Skagfirðingabók,
Árbók Skagafjarðarsýslu 1941, Skagfirzkar œvi-
skrdr 1890-1910 I. Skagfirzkur anndll 1847-
1947, Feykir 1982, Kennaratal d íslandi I.
Hannes J. Magnússon, Hetjur hversdagslífsins,
Hofdala-Jónas, Sigurður Jónsson frá Brún, út-
varpserindi 1947, Rœtur og mura. Páll Zóphon-
íasson, Guðmundur Sigurðsson, Björn Jónsson,
Hesturinn okkar, með reistan makka, Fjóla Gunn-
laugsdóttir, Svava Antonsdóttir, Ingólfur Krist-
jánsson, Marinó Pétur Sigurpálsson, Þrúðmar
Sigurðsson, Ólaíur Árnason, Ólaíúr og Jóhanna
frá Ríp, Jón Hallsson, Steinþór Tryggvason,
Anna Jóhannesdóttir, Stefán Vagnsson, Óttar
Björnsson, Pétur Sigurðsson, Aðalsteinn Magnús-
son, Einar Höskuldsson. Ymsir fleiri ónefndir.
108