Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 76

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 76
SKAGFIRÐINGABÓK einstaklinga úr garðinum. Langflestir voru ungbörn eða tæplega helmingur. Börn (3—12 ára) eru um 7%, ungling- ar (12—18 ára) 4% og fullorðnir ein- staklingar 42%. Flest ungbörnin eru innan við ársgömul en hinsvegar virðist sem lífslíkur aukist töluvert eftir að fyrstu barnsárum sleppir þar sem fá eldri börn eða unglingar virðast hafa hvílt í garðinum. Af þeim sem náðu fullorðinsaldri er hátt í helmingur „eldra fólk“ sem í skil- greiningu beinafræðinnar telst fólk eldra en fjörutíu ára, auk þess sem nokkrir einstaklingar hafa náð háum aldri. A.m.k. fjórir hafa legið í kumla- teignum og ekki er óvarlegt að áætla að þar hafi fleiri legið. Beinin þar voru mun verr farin en í kirkju- garðinum en þó var hægt að greina að tvær beinagrindur hafa verið af konum, eldri konu og yngri konu. Mikilvægur þáttur rannsóknarinn- ar er greining hvers kyns sjúkdóma eða áverka sem fram koma á bein- um. Greiningin fer fram með yfir- borðsskoðun beina til að greina útlits- breytingar sem kunna að vera meina- fræðilegar eða umhverfislegar. Einn- ig er stuðst við smásjár- og röntgen- greiningar. Með fornmeinafræðilegri greiningu fæst yfirsýn yfir almennt heilbrigði þess samfélags sem grein- ingin tekur til, hvort næringarskort- ur var almennur og hvaða sjúkdómar herjuðu. Merki um sjúkdóma og/eða aðrar breytingar á beinum eru mismikil og koma fram vegna áreitis á beinin, s.s. við endurteknar athafnir eða líkams- beitingu, sýkingu eða slys. Nokkurn tíma tekur fyrir beinvef að bregðast við áreiti og því eru sjúkdómar, sem sjást á beinum, í eðli sínu krónískir, ef undanskildir eru áverkar eins og beinbrot. Fyrir daga fúkkalyfja var fátt til ráða gegn sýkingum og gátu jafnvel smávægilegustu sár eða sýk- ingar valdið dauða manna, svo ekki sé minnst á bráðasjúkdóma eins og inflúensu, lungnabólgu eða skæðar drepsóttir.28 Því má ætla að stór hluti beinagrinda sem liggja i fornum kirkjugörðum beri ekki víðtæk sjúk- dómsmerki, en líklegra er að finna ummerki sjúkdóma á eldri einstak- lingum. Algengustu sjúkdómar og meinafræðilegar breytingar sem finna má í fornum beinasöfnum, erlendis sem hérlendis, eru tannkvillar ýmis- konar, aldurstengt slit og sjúkdómar í liðum, áverkar, merki um bætiefna- skort og hverskyns óstaðbundnar sýk- ingar. I Keldudal er svipað uppi á teningnum, slit- og aldurstengdar beinbreytingar algengastar en þó má finna merki um sýkingar, hörgul- sjúkdóma og jafnvel áverka. Sýni voru tekin úr 20 beinagrind- um til svokallaðrar kolefnisaldurs- greiningar (Cl4) og ísótópagrein- inga. Niðurstöður Cl4 mælinganna studdu það sem gjóskulagagreining hafði bent til, að garðurinn væri að stærstum hluta frá því um og fyrir aldamótin 1100. Merki eru um að byrjað hafi verið að grafa í garðinn um eða skömmu eftir 1000. Einnig var mælt magn kolefnisísótópanna 13C og 12C. Mismunandi magn þessara kolefna í beinum manna gefur hugmyndir um fæðuval þar sem magn þessara efna breytist eftir því hvort sjávarfang eða afurðir landdýra hafa verið uppistaða í fæðuvali. Þetta 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.