Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 22
SKAGFIRÐINGABÓK
Að lokum eignast Kalla ágætan
mann. Hún kaupir Mýrakot og á ný
upphefst búskapur þar. Allt endar því
vel. Svo er að sjá sem sagan gerist á
fyrri hluta síðustu aldar, líklega milli
1930 og 1940. I þessari sögu eins og
svo mörgum öðrum vegast á góð-
mennska og illmennska, náunga-
kærleiki og miskunnarleysi bæði við
menn og málleysingja, göfuglyndi,
níska og smásálarskapur og fleiri and-
stæðar tvenndir. Þá er ekki fjarri
höfundi að stilla sveitalífi upp gegn
kaupstaðarlífi og er hið fyrra ólíkt
göfugra.
Stýfðar fjaðrir er sú skáldsaga sem
næst kemur út, á árunum 1961 til
1963. Hún er þriggja binda verk.
Umhverfi sögunnar er fremur óljóst.
Aðalsveitin er inn af kauptúni og
prestsetrið og kirkjustaðurinn Hof
er í göngufæri frá kauptúni. Inn af
sveitinni er þröngur dalur. Karen,
prestsekkja á Hofi, býr á mikilli og
góðri jörð og er vel efnum búin.
Ráðsmaður hennar, Kristján, talsvert
yngri, er hörkubúmaður eins
og hún. Það fer vel á með þeim
og Karen gerir sér vonir um að
þau muni eigast. En Rósa, upp-
komin en kornung dóttir Kar-
enar, nær ástum hans og þau
giftast. Þetta fellur Karenu svo
þungt, að hún selur fénað sinn
og lausafé og flyst til Reykja-
víkur. Við skiptin fær Rósa að-
eins fjórðung jarðarinnar. Karen
á helminginn, en systir Rósu
fjórðung. Kristján tekur því
þrjá fjórðu hluta jarðarinnar á
leigu og verður að byrja með
sáralítinn bústofn. En með
feikna mikilli vinnu og hörku við
sjálfan sig og aðra eignast hann brátt
stórbú. Rósa er hins vegar alin upp
sem dekurbarn móður sinnar og er
engin búkona og ástir þeirra Krist-
jáns kólna brátt. Hún eignast son,
þrífst sjálf illa og fær að lokum
berkla. Hún fer suður til móður
sinnar með drenginn og leggst á
spítala sér til lækningar, sem heppn-
ast vel. Kristján tekur sér vetrar-
stúlkuna, Asdísi, gammduglega við
öll útiverk. Hún hirðir fé og um vor
smalar hún og um sumarið vinnur
hún að heyskap.
Þó að hún sé
víkingur til verka
er hún ákaflega
ógeðug persóna,
gróf bæði í tali og
gerðum og ein-
staklega ókvenleg.
Samt verður hún
ólétt eftir Kristján.
Þegar Rósa fréttir
það skilur hún við
Kristján og það
HVIKUL ER
KONUAST
GUÐRÚN
FRALUNU1
18