Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 33
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
Yfir Innskaga. Tindastóll fyrir miÓri mynd. Margar persónur Guórúnar búa við sjó í grmnd við
kaupstað eins og raunin er á Skaga og í haxárdal. T.,
r ° o o Ljosm.: Hjalti Pálsson.
Veturinn hafði verið einstaklega
góður, en Harpa settist hraustlega
að völdum. Strax upp úr sumar-
málum kom hver stórhríðardag-
urinn á fætur öðrum. Hrossin, sem
allan veturinn höfðu gengið úti,
voru nú tekin á hús, þegar sumarið
var komið. Nýgræðingur, sem hafði
skotið höfðinu upp úr jörðinni í
vetrarhlýjunni, dó út í sumarfrost-
unum.
A öðrum stað segir:
Allir horfðu vonaraugum til tveggja-
postulamessunnar. Þá hlyti eitthvað
að breytast. En hún gusaði bara ís-
köldum snjóflygsum á vonir þeirra
um leið og hún þeysti fram dalinn
á úlfgráum stórhríðarbyl. Ekki var
nema af þeirri hnútunni að kroppa.
Hvenær skyldi þá breytast til batn-
aðar? Upp úr hvítasunnu? Um sjö-
undu sumarhelgina? Þá yrði orðið
slæmt ástand; hvert unglamb stein-
dautt.
En líka er lýst hlýjum vetrum,
sólbjörtum sumardögum, góðum hey-
skaparsumrum, erfiðum rigningar-
köflum o.s.frv. Auðvitað er hér allt
séð frá sjónarhóli bóndans og afkomu-
möguleikum hans. Hjá þeim sem
bjuggu á sjávarjörðum og stunduðu
sjóinn á litlum árafleytum sínum er
vitaskuld einnig talað um gæftir og
gæftaleysi, brimlendingar og slysfarir
þeim samfara.
Varla gæti það talist raunsönn
lýsing á lífsmáta aiþýðufólks á
sögutíma og sögusviði Guðrúnar ef
hvergi væri minnst á yfirskilvitleg
fyrirbæri, drauma, forboða, spádóma
og sitthvað annað því skylt. Á þessu
er heldur enginn hörgull. Vér finn-
um hér merkilegar spákonur, sem
spá í spil og bolla og geta sagt margt
um ókomna tíð. Á Nautaflötum var
ein slík spákona og önnur á Hraun-
hömrum. Forboðafljótið mikla, Busla,
gegnir ekki litlu hlutverki í einni
29