Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 126

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 126
SKAGFIRÐINGABÓK veldur því að sagan er hvergi sérlega grípandi. // Ekki er að sjá að nein persóna eigi í sálarscríði, enda er sálarlíf þeirra allra fádæma einfalt, þær eru svarthvítar og flatneskju- legar.“ Jón telur, og tekur þar undir með fyrri fræðimönnum, að efnivið- ur sögunnar hafi verið ýmsar munn- mælasögur sem höfundur hafi leit- ast við að tengja saman. Hann hafi „skáldað upp bardaga vítt og breitt um Skagafjörð til að koma að örnefn- um eða arfsögnum um Þórð hreðu. Sagan er forvitnileg fyrir vinnu- brögð höfundar. Hann fær grindina úr örnefnum og óljósum arfsögnum um bardaga og leitar á náðir sagna- hefðarinnar til að setja hold á beina- grindina."4 Við þetta hnýtir Jón þann fyrirvara að erfitt geti að vísu reynst að sanna að örnefnasögurnar séu eldri sögunni en ekki myndaðar eftir henni síðar meir. — En vera má að þetta hafi reyndar getað farið saman; forn munnmæli um bardaga á tiiteknum slóðum hafi orðið efni í þátt í sögunni en frásögn hennar hafi síðan aftur auðgað sögusvið munnmælanna nýj- um örnefnum. Til að varpa nokkru ljósi á þetta skal hugað að einum þætti í sögunni þar sem greinir frá bardaga í Kolbeinsdal í Skagafirði og „náttúrulegu minnismerki" um þann atburð: Hreðukletti. Efni Þórðar sögu Þórður er fæddur í Noregi og verð- ur ungur foringi systkina sinna. Þar eru Gunnhildarsynir við völd um þessar mundir og Sigurður konungur slefa, Gunnhildarson, sem er „óeirð- armaður mikill um kvennafar", ger- ir ætt Þórðar svívirðu. Drepa þeir Þórður Sigurð en leita síðan til Is- lands og lenda í Miðfirði.5 Þar er Miðfjarðar-Skeggi voldugastur höfð- ingi og af einhverjum ástæðum — sem sögunni tekst raunar ekki að skýra fyllilega fyrir lesanda — verða þeir Þórður litlir vinir. Eiður, sonur Skeggja, tekur hins vegar ástfóstri við Þórð eftir að Þórður bjargar honum úr lífsháska og elst upp hjá honum að nokkru leyti. Brátt ratar Þórður aftur í óheppileg vígaferli: Ormur, frændi Skeggja, gerist áleitinn við Sigríði, systur Þórðar, og hlýtur að gjalda með lífi sínu. Flýr Þórður nú héraðið og flyst í Skagafjörð. Þar sest hann að í Óslandshlíð hjá Þórhalli bónda á Miklabæ - eða Óslandi, sagan virðist stundum gera þá bæi að einum og sama. Þórhallur er huglaust lítil- menni en kona hans, Ólöf Hrolleifs- dóttir, er hinn mesti skörungur og læknir góður. Ekki er Þórður látinn óáreittur í Skagafirði; Össur frændi Skeggja og bóndi á Grund, eða Þverá í Blöndu- hlíð — þeim bæjum er líka blandað saman — telur sig eiga harma að hefna og sækir þrisvar að Þórði með ofurefli liðs. Síðasta aðförin verður í Kolbeinsdal þegar þeir Þórhallur og Þórður eru þar á ferð ásamt Eyvindi bónda í Asi í Hjaltadal. Þar fellur 4 Jón Torfason: „Góðar sögur eða vondar", bls. 128. 5 Frá drápi Sigurðar er reyndar sagt á annan hátt í konungasögum, sbr. íslenzk fornrít XXVI, Heimskringla I, Reykjavík 1941, bls. 219. Formáli eftir Bjarna Aðalbjarnarson, bls. xcvii. 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.