Skagfirðingabók - 01.01.2012, Qupperneq 39
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
Skeggjabrekkudal. Hin hola Ólafs-
firðinga heitir OH-00 og er 70 m
djúp hitaleitarhola í nágrenni Ólafs-
fjarðar. Heimamenn töldu sig sjá þar
merki jarðhita á yfirborði, og var bor-
að í þann blett. Þegar betur var að gáð,
var „heiti bletturinn“ aðeins leki frá
stofnæðinni frá Skeggjabrekkudal inn
í byggðina! Þá var höggborinn not-
aður til þess að bora sex kaldavatnshol-
ur, SK-01 til SK-06, á Sauðárkróki á
árunum 1965–1969. Þrjár voru bor-
aður undir Nöfunum, SK-01 er 12 m
djúp, SK-5 er 14 metrar en óþekkt er
dýpið á SK-04. SK-03 er í Kirkju-
klaufinni 18 m djúp. SK-02 er við
Skagfirðingabrautina 22 m og SK-6 er
austan við gömlu flugbrautina 40
metr a djúp. Síðast var höggborinn
leigður Laxárvirkjun í Aðaldal. Gunn-
ar Helgason fór með hann þangað,
setti hann upp og kenndi Ólafi Guð-
mundssyni frá Sölvanesi á hann. Þar
tókst svo illa til við borunina að mastr-
ið bognaði og stóra tannhjólið brotn-
aði, og var nýtt smíðað á Akureyri.
Ekki er vitað hvort boruð var ein hola
eða fleiri. Líklega var ætlunin að ná í
kalt vatn. Þar með lauk höggborinn
hlutverki sínu.
Nú er ekki úr vegi að staldra við. Á
þessum árum var atvinnuástand bágt á
Sauðárkróki sem og víða úti um land.
Jafnframt því var bæjarsjóður veik-
burða og ekki fjárhagslegt svigrúm til
framkvæmda sem þessara. Þetta var
bæjarstjórn auðvitað ljóst, og sam-
kvæmt því var að sjálfsögðu leitað
sparnaðar við útgjöld og fyllsta hófs
gætt í lántökum til verksins. Hita-
veit u nefnd og hitaveitustjóri voru því
í nánu samstarfi við bæjarstjórnina,
þegar ákvarðanir voru teknar um alla
þætti framkvæmda og framvindu
verks. Jón var hófsamur ráðdeildar-
maður, og ekki þarf að efa, að hann
muni hafa lagt sig fram við að halda
kostnaði í lágmarki. Smiðja Jóns var
ekki stór, og varla mun tækjabúnaður
þar hafa vaxið neinum stéttarbræðra
hans í augum. En þegar í ljós kom, að
ýmsir hlutir í þeim aðkeypta búnaði,
sem fenginn hafði verið til hitaveitu-
lagnanna frá verksmiðjum, dugðu
ekki, tók Jón við og gekk til smiðju
sinnar. Þar var margt smíðað fyrir
hita veituna.
Jón smíðaði dælu16 eða „vatnslyft-
ara“, til þess að reyna að auka upp-
streymi úr holunni, sem mest vatn
fékkst úr. Dæluhjólið var líkast
bátsskrúfu á lóðréttum öxli og knúið
með rafmótor. Á fundi hitaveitunefnd-
ar, 29. apríl 1964, kemur fram í
skýrsl u hitaveitustjóra, að hann „taldi
að allar líkur bentu til að ekki væri
meira heitt vatn á svæði því sem borað
hefði verið á við Áshildarholtsvatn,
þar sem vatnslyftari sá sem hann útbjó
hafi ekki aukið vatnsmagnið, þar sem
hola sú sem vatnslyftarinn var settur á
tók frá hinum holunum þannig að það
varð ekki um aukningu að ræða.“
Svo sem ljóst má vera jókst þörfin
fyrir heitt vatn með stækkun byggðar
og auknum umsvifum af ýmsum toga.
39
16 Verkstæði á Selfossi og í Reykjavík smíðuðu djúpdælur fyrir hitaveitur. Hins vegar tókst ekki
að smíða djúpdælur sem dugðu í 100°C heitu vatni eða heitara fyrr en Jóhannesi Zoēga hita-
veitustjóra í Reykjavík datt í hug að nota teflon í legurnar. Verksmiðjur í Bandaríkjunum
sérsmíðuðu slíkar djúpdælur fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, fyrst haustið 1967.