Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 34

Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 34
Græna byltingin í Kaliforníu „Það var alveg rosalegur munur á því að læra í Þýskalandi og Kali- forníu,“ segir Trausti sem hélt utan í doktorsnám eftir að hafa unnið í nokkur ár hjá Þróunarstofnun við skipulagsmál borgarinnar. „Ég varð dálítið ferkantaður og stífur af því að búa í Berlín því Þjóðverjar eru svo skipulagðir. Það er svo mikil röð og regla á öllu, en ég hafði sjálfsagt gott af því þar sem mig vantaði aga. En í Kaliforníu eru mýktin og nær- gætnin allsráðandi. Á þessum tíma var Berkley Mekka skipulagsfræð- anna og þáverandi ríkisstjóri Jerry Brown setti til að mynda inn í lög- gjöf allskonar umhverfisreglur og lét byggja byggingar í Sacramento sem nýttu sólarljós og löguðu sig að umhverfi sínu. Það er oft sagt að í Los Angeles finni maður það yfirborðskennda en að í San Fransisco sé meiri dýpt og nánd við náttúruna. Manni var kennt að hlusta vel á náttúruna og að vera næmur fyrri öllu um- hverfi og umhverfisáhrifum, sem er almenn regla í skipulagi í dag en var það alls ekki á þeim tíma,“ segir Trausti sem útskrifaðist frá Berkley árið 1987 og varð þá fyrsti Íslendingurinn til að öðlast dokt- orsgráðu í faginu. Eftir heimkomu varð hann svo fyrsti maðurinn til að kenna fræðin á Íslandi og hefur síðan miðlað fræðunum í 12 bókum og yfir 150 greinum. „Þegar fór að nálgast það að ég þyrfti að hætta, samkvæmt lands- lögum, þá datt mér í hug að búa til samantektarbók. Ég ákvað að hafa hana í persónulegum ævisögustíl til að ná betur til almennings. Frekar en að skrifa óaðgengilegan fræði- texta langaði mig til að lýsa mínu sjónarhorni á fræðin.“ Íslendingar eru óskipulagðir „Hugmynd með skipulagi er sú að byrjað er á heildarhugsun, sem kallast aðalskipulag,“ segir Trausti aðspurður um Íslendinga og skipu- lagsmál. „Þegar aðalskipulag hefur svo verið samþykkt þá á að vinna það nánar í deiliskipulag og svo í einstök hverfaskipulög. En Ís- lendingar eru ansi óskipulagðir og gjarnir á að stytta sér leið. Oft er það svo að menn hugsa ekki málin fyrr en jarðýturnar eru komnar af stað. Gott dæmi um það er Land- spítalinn. Staðsetningin á honum, við Hringbraut, var ákveðin árið 1977 og þá hefði verið rétti tíminn til að fara í umræðu. Svo var gert deiliskipulag fyrir lóðina og hús- in hönnuð og Hringbraut breytt með mislægum gatnamótum, og þá fyrst blossar upp umræða, en í millitíðinni er búið að eyða mörg- um milljörðum í staðsetninguna. Þetta finnst mér vera lýsandi dæmi um grunneðli skipulags en líka um það hvað við getum verið óskipu- lögð.“ Miðbærinn fyrir ofurríkt fólk og hótel Og hvernig líst skipulagsfræðingn- um á þróun höfuðborgarinnar í dag? „Unga fólkið vill gjarnar búa á þéttum og lifandi svæðum, líkt og gamli miðbærinn býður upp á. Það hefur einnig sýnt sig að menntað fólk vill ekki búa á einangruðum svæðum þar sem lítið er um afþrey- ingu. Hluti af hugmyndinni að þétt- ingu byggðar var sú að hægt væri að koma fyrir byggingamassa í gamla bænum fyrir fólkið en það sem hef- ur því miður gerst er að það hafa verið byggð hótel og hús fyrir ríkt fólk. Góð íbúð í gamla bænum er orðin hörgulvara þannig að verðið hefur rokið upp svo ungt fólk hefur ekki efni á að búa þar. En ef okkur tekst ekki að veita ungu fólki kost á að búa í lífrænni gamalli borg, þeirri einu á landinu, og ef eini valkostur- inn eru úthverfi, þá er ég hræddur um að þetta fólk flytji frekar til út- landa. Það hefði getað bjargað málun- um að byggja gott hverfi fyrir 20.- 30.000 manns í Vatnsmýrinni en það svæði hefur því miður orðið að pólitísku skæklatogi og ég veit ekki hvort eða hvenær mun leysast úr því. En það væri drauma-stað- setning fyrir unga fólkið. Það þyrftu ekki að vera stórar íbúðir því fólk er ekki að hlaða á sig jafn miklu dóti í dag, fólk er farið að lifa léttari lífs- stíl. En lóðirnar mættu ekki fara á frjálsan markað því þá yrðu þær allt of dýrar, líkt og gerðist við Skúla- götuna.“ „Miðbærinn er mitt draumasvæði og ég fer í bæinn á hverjum degi, lít í bókabúð, hitti fólk og fæ mér eitt- hvað að borða. Sjálfur bý ég í blokk við Háaleitisbraut, því ég erfði þar íbúð foreldra minna, en ég byggi í miðbænum ef ég hefði efni á því. Það er því miður bara fyrir ofurríkt fólk.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Rennibraut á Arnarhóli: Árið 1974 setti borgin í gang hugmyndasamkeppni að leiksvæðum og fékk Trausti fyrstu verðlaun fyrir hugmynd sína að rennibraut á Arnarhóli. Ég byggi í miðbænum ef ég hefði efni á því. Ljósmynd/Hari Opið um helgina frá 10 - 18 | Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is vívoactive Verð 46.900 vívofit 2 Verð 19.900 Hvort sem það er einfaldleik- inn við vívofit 2 sem þarf ekki að hlaða, snjallsímalausnir og innbyggði púlsmælirinn í vívosmart HR eða GPS mót - takarinn og golfvellirnir í vívoactive þá eiga heilsuúrin frá Garmin það sameiginlegt að hreyfa við þér. Láttu Garmin hreyfa við þér, þinn líkami á það skilið! vívosmart HR Verð 26.900 Heilsuúrin sem hreyfa við þér! 34 viðtal Helgin 18.-20. desember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.