Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 36

Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 36
Gekk Jakobsveginn til að finna tilgang í lífinu Hildur Þórðardóttir sendi frá sér á dögunum skáldsöguna Á leið stjarnanna og vindsins. Þetta er fyrsta skáldsaga Hildar en hún hafði áður sent frá sér bækurnar Taumhald á til- finningunum, Finndu styrkinn til að gera það sem þú vilt og Heal Yourself to Happiness. Hildur byrjaði að skrifa söguna á sama tíma og hún gekk Jakobsveginn og segir söguna hafa fljótlega tekið yfir og orðið að því sem hún er. „Í sögunni er ég að skoða sambönd og reyna að finna út hvað þarf til að samband gangi. Þarf manneskjan að vera í sam- bandi eða getur hún verið sjálfri sér næg? Hvernig er hægt að vinna með höfnun og hvort er sársaukafyllra að elska einhvern sem þú veist að mun líklega yfirgefa þig eða neita sér um að elska viðkomandi?“ Ljósmynd/Hari Spurningar um Guð „Mig langaði að skrifa skáldsögu með djúpa merkingu og sendi þá ósk upp til þeirra andlegu sem skrifa með mér,“ segir Hildur. „Þegar ég rakst svo á bók eftir tyrk- neska konu sem skrifaði skáldsögu um súfisma og múslimatrú og mis- munandi leiðir til að túlka Kóran- inn, vissi ég að svona bók vildi ég skrifa. Svo fæddist sagan bara smám saman og var fljót að streyma til mín. Það tók alls sex vikur að skrifa hana, þótt ég skrifaði hana í tveimur hollum. En svo tók að sjálf- sögðu óratíma að vinna í textanum og setja hana upp,“ segir hún. „Sagan gerist á tveimur tíma- skeiðum sem er skemmtilegt því þá fá lesendur að kynnast sama svæði á tveimur tímum. Tvær sögu- persónur ganga Jakobsveginn á miðöldum og tvær í nútímanum. Í sögunni er ég að skoða sambönd og reyna að finna út hvað þarf til að samband gangi. Þarf manneskjan að vera í sambandi eða getur hún verið sjálfri sér næg? Hvernig er hægt að vinna með höfnun og hvort er sársaukafyllra að elska einhvern sem þú veist að mun líklega yfir- gefa þig eða neita sér um að elska viðkomandi? Í sögunni birtist líka samband okkar við Guð í gegnum tíðina,“ segir Hildur. „Er Guð vond- ur og refsiglaður eða er hann góður og verndandi? Er hann maður með skegg eða óræð kærleiksorka? Og hvað gerist svo þegar við deyjum? Ég mátti engu breyta í sögunni. Á einum tímapunkti varð ég ósátt við framvindu mála og skrifaði ástríðuna út, en þá hætti streymið og ég varð að gjöra svo vel að breyta aftur til baka til að streym- ið hæfist aftur,“ segir hún. „En orðalagið er mitt, svo þar mátti ég snurfusa að vild. Ef ég tók eitthvað út sem átti að vera inni, hékk það inni í höfðinu á mér þar til ég setti það inn í söguna aftur. Þannig að allt er eins og það á að vera.“ Gekk Veginn í leit að tilgangi Jakobsvegur, eða Vegur heilags Jakobs, er ein þekktasta pílagrímal- eið í Evrópu. Hann heitir á galisísku O camiño de Santiago, á spænsku El Camino de Santiago og frönsku Chemins de Saint-Jacques. Jakobs- vegurinn endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela, í héraðinu Galisíu á Spáni, en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Allt frá því ég heyrði um Jakobs- veginn langaði mig að ganga hann,“ segir Hildur. „Svo eitt sinn þegar ég fann engan tilgang með lífinu, alveg eins og ein aðalpersónan, ákvað ég að ganga Veginn til að finna tilganginn á ný. Á sama tíma byrjaði ég að skrifa söguna, svona eins og þegar maður skrifar til sín það sem maður vill að gerist,“ segir hún. „Þess vegna varð ég svo ósátt við framvindu mála í sögunni, því þetta var það síðasta sem mig lang- aði að kæmi fyrir mig. En þá tók sagan sjálf bara yfir og varð eins og hún vildi vera. Því miður gat ég svo ekki gengið alla leiðina eins og ég hefði viljað. En ég hef gengið Veg- inn áður í fyrri lífum svo það var ekkert mál að tengja mig inn á það til að skrifa söguna. Enda er þetta ekki leiðarbók um Jakobsveginn, heldur skáldsaga,“ segir Hildur. „Að sjálfsögðu fór ég í mikla heimildavinnu og þekkingin úr þjóðfræðinni nýttist mér í miðalda- köflunum. En sumt kom bara til mín að ofan, eins og til dæmis ýmis viðhorf á miðöldum sem ekki nokkur leið er að finna í sagnfræði- ritum. Kápan kom líka til mín eins og hún vildi vera. Hörpudiskurinn er tákn pílagrímsins á Jakobsveg- inum og þau eru fjögur sem ganga hann. Saman mynda skeljarnar kross, enda er mikið fjallað um trú og almættið og Vegurinn byggður á kristinni trú,“ segir hún. „Jafnarma kross, eins og þessi, er samt miklu eldra tákn en kristið. Þetta tákn þýðir jafnvægi, áttirnar fjórar og líka elementin fjögur, jörð, loft, vatn og eld. Í raun inniheldur jafnarma krossinn öll trúarbrögð og því geta öll heimsins trúar- brögð sameinast í því. Ég er mjög fylgjandi því að við finnum leiðir til að sameinast frekar en að finna það sem aðgreinir okkur. Það er svaka- leg orka í þessari bók, mismunandi orka fyrir hverja persónu og gaman fyrir lesendur að finna mismunandi orku,“ segir Hildur. „Ég er heilari og vinn því mikið með orku og orkulíkamann. Alveg eins og í leik- ritaskrifunum varð ég persónan sem ég var að skrifa hverju sinni í sögunni. Í leikritaskrifunum komu persónurnar fullmótaðar til mín og það var eins með þessa sögu. Þær vissu alveg hvaðan þær komu og til- ganginn með sögunni.“ Gott að bækur hreyfi við fólki „Ég hugsaði þegar ég var að skrifa fyrstu bókina að ég fengi aldrei verðlaun fyrir stíl, því tungutakið var svo einfalt, að mér fannst,“ segir Hildur. „Mér fannst nefnilega skipta meira máli að allir gætu lesið hana og tileinkað sér efnið heldur en að skrifa hana á einhverju rósa- máli. Enda á fólk á mjög auðvelt með að tengja við það sem ég skrifa. En svo fékk ég einmitt svo jákvæð viðbrögð frá íslenskufræð- ingum og bókmenntafræðingum sem höfðu orð í því hversu vel hún væri skrifuð. Það gladdi mig að sjálfsögðu mikið og varð frekari hvatning,“ segir hún. „Bókin fjallar um erfiðar tilfinningar og getur kveikt á tilfinningum fólks. Það er gott að bækur hreyfi við fólki og vekji það til umhugsunar. En bókinni fylgir líka mjög mikil vel- líðan, sérstaklega í endinum þegar hún flýgur frá Santiago og er að hugsa um hvernig Vegurinn og lífið speglast. Mér leið alla vega alltaf svo vel þegar ég var að klára hana og ég las hana örugglega tuttugu sinnum í gegn og hefði réttilega átt að vera komin með hundleið á sögunni. Þess vegna hvet ég alla til að klára að lesa söguna, alveg aftur á síðustu blaðsíðu,“ segir Hildur Þórðardóttir rithöfundur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is É g er þjóðfræðingur að mennt og lærði líka útlits-ráðgjöf og hitt og þetta,“ segir Hildur Þórðardótt-ir rithöfundur. „Undanfarin ár hafa ritstörf verið mín aðalvinna þótt ég þurfi að vera í aukavinnu til að borga reikningana. Þetta er algjör hugsjón hjá mér og ein af ástæðunum fyrir því að ég fæddist inn í þetta líf. Um tíma samdi ég leikrit og einþáttunga, en svo þróuð- ust þau skrif inn í sjálfstyrkingarbækur,“ segir hún. „Ég ætlaði bara að skrifa eina bók um andlegan þroska en þegar Taumhald á tilfinningunum – leið til betra lífs kom út, fékk hún svo góðar viðtökur að ég gat ekki hætt. Fólk þakkaði mér fyrir bókina, loksins bók um andlegan þroska á mannamáli og kraftaverkabók. Hún er skrifuð fyrir næmt fólk sem tekur mikið inn á sig og dettur niður í depurð og þunglyndi eða geðhvarfasýki. Mér fannst vanta í fyrri bókina að taka ábyrgð á sjálfum sér og því skrifaði ég fljótlega þá næstu, Finndu styrk- inn til að gera það sem þú vilt. Sú bók varð allt öðruvísi og þá frekar fyrir fólk sem ólst upp í erfiðum aðstæðum sem bældu það eða drógu úr því kjarkinn og hvernig það getur öðlast kjarkinn á ný. Hún fékk líka frábærar viðtökur lesenda,“ segir Hildur. Opið mán. - föst. 8:30 - 19:00 og 10 - 18 um helgar facebook.com/krumma.is krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík Jólagjöfin fæst í KRUMMA Frá 16.800.- Dúkkuvagnar 13.500.- Gönguvagn með kubbum 5.235.- Lestarsett Safari frá Krum m a 36 viðtal Helgin 18.-20. desember 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.