Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 48

Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 48
Jolamjolk.is Fylgstu með á Facebook og jolamjolk.is Jólamjólkin er komin til byggða A llt fór í gang á ný með Welcome Home-fagnaðinum laugardaginn 9. júní. Fjórir flytjendur hituðu upp fyrir Bítlana á fjögurra og hálfs tíma langri skemmtun sem kostaði meðlimi Ca- vern 6 skildinga og 6 pens og þá sem ekki voru meðlimir 7 skildinga og 6 pens (ef einhverjir kæmust inn). Júní hafði alltaf verið rólegur mánuður á tónlistarklúbbum í Liverpool, en ekki lengur. „Mér fannst eins og það væru þúsund manns þarna inni,“ sagði Barbara Houghton, sem var ein af þeim sem var alsæl með troðning- inn. „Staðurinn var þjappaður og andrúms- loftið rafmagnað og rúmlega það. Þvílíkt kvöld, þvílíkt kvöld!“ Öryggin í rafmagnstöflunni í Cavern sprungu alltaf við slíkar aðstæður og þetta voru einu skiptin sem Bob Wooler missti málið. Mannfjöldinn stóð í hitakófi í einni kös með takmarkaða neyðarlýsingu en fólk hafði vit á að fyllast ekki skelfingu þar sem það var bara einn þröngur gangur að sleipum stiganum til að komast út. Bítl- arnir voru nýfarnir af sviðinu þegar það gerðist. Þeir höfðu ært áhorfendur sína og voru komnir aftur í hljómsveitarherbergið með fjölda gjafa sem aðdáendur höfðu gef- ið þeim, þar á meðal nokkurra hæða háa svamptertu sem Lindy Ness, Lou Steen og vinkona þeirra Susan Wooley höfðu bakað. „John var tilbúinn,“ skrifaði Lindy í dagbókina sína ásamt: „Skrifaði ofangreint heima hjá Paul því að við eyddum nóttinni þar.“ Það var allt saklaust ennþá – og gríðar- lega spennandi. Þegar þau fóru frá Cavern stakk George af án hinna, ákafur í að láta á það reyna hvað nýi Ford Anglia-bíllinn hans hefði mikið aðdráttarafl hjá stelpun- um. Pete fór út með Kathy, kærustunni sinni, og John og Paul leyfðu Lindy og Lou að fara með sér í sendibíl Neils til baka í suðurenda Liverpool. Í stað þess að skutla þeim heim tóku þeir stelpurnar með sér heim til Pauls þar sem þær fylgdust með Ungir drengir í Liverpool Bókin Bítlarnir telja í eftir Mark Lewinsohn kom nýlega út hjá bóka- forlaginu Hringur. Þetta er uppvaxtarsaga Bítlanna, ótrúleg saga af rokkhljómsveit allra tíma. Lesendur eru leiddir áfram með markvissri og litríkri frásögn þar til fyrir framan þá standa fjórir skarpir drengir frá Liverpool á barmi heimsfrægðar sem á sér ekki hliðstæðu. Bítlarnir telja í er gríðarstórt og vandað verk sem byggir á ítarlegum rannsóknum og heimildum. Í textanum er fjallað um Bítlana á skilmerkilegan og af- dráttarlausan hátt. Hér er komin saga Bítlanna eins og hún var í raun og veru. Gleymdu því sem þú telur þig vita um þá og byrjaðu upp á nýtt. Bítl- arnir telja í, er fyrsta bókin af þremur. Friðbert Elí Friðbertsson þýðir. þeim semja lag. Please Please Me var afkvæmi Johns, getið áður en fjörutíu og átta stundir voru liðnar frá því að þeir komu heim frá London. Það var hægt að segja að Ask Me Why, Love Me Do og PS I Love You hefðu ekki gengið neitt sérstaklega vel hjá EMI en þarna var komið lag sem þeir gætu spilað fyrir þá næst. Hann minntist þess hvernig textinn og lagið komu saman inni á „hinu bað- herbeginu heima hjá frænku minni við Menlove Avenue. Ég man eftir deginum og bleiku dúnsænginni á rúminu.“ EMI var hvatinn, en andagiftin kom annars staðar frá. Kveikjan að textanum kom frá laginu Please, lagi með Bing Crosby sem komist hafði í efsta sæti bandaríska vinsældalist- ans átta árum áður en John fæddist. Orðaleikurinn í upphafi lagsins vakti áhuga hans – „Please, lend your little ear to my pleas“ – og það varð inn- blásturinn að titli lagsins og textan- um sem er endurtekinn. Tónlistarleg áhrif lagsins sótti hann til Roys Orbi- son. John sagðist hafa heyrt hann „spila Only The Lonely eða eitthvað“ en líklegast er að hann hafi ekki not- ast við neitt tiltekið lag, heldur stíl Orbisons og hvernig hann beitti vax- andi styrkleika og stökkum milli átt- unda með dramatískum hætti. Þetta var ástarsöngur, en ekki samskonar sykurvella og hafði lekið yfir vin- sældalistana alla ævi Johns. Þetta var ástarsöngur Liverpool-Lennons – eftir kurteisina í fyrsta orðinu er hann að hvetja stelpuna til þess að veita honum unað eins og hann veitir henni unað. John sagði alltaf að lagið væri bara eftir hann og Paul staðfestir það, en þeir áttu samt báðir hlut að máli. Síðla kvölds 9. júní fylgdust Lindy og Lou með þeim fínpússa það þar sem þeir sátu hlið við hlið við píanó Jims Mac í fremri stofunni heima hjá Paul. Lindy man að „þeir unnu aðal- lega í hljómagangnum á meðan þeir fífluðust og spauguðu“. Stelpurnar, sem voru fimmtán ára, voru báðar með þeim alla nóttina (mömmurn- ar héldu báðar að hvor þeirra væri heima hjá hinni) og dottuðu síðar á gólfinu við píanóið á meðan Lennon- McCartney könnuðu hljóma fyrir ofan þær. „Þeir spurðu okkur hvað okkur fyndist um það,“ sagði Lou, „og við sögðum að það væri frábært. Það var vissulega frábært að sjá þá semja og að þeir skyldu ekki hafa neitt á móti því að hafa okkur þarna – en þeir voru alltaf svo rosalega af- slappaðir með slíkt.“ Please Please Me kom ekki fram í dagsljósið fyrr en eftir nokkurn tíma, en Lennon-McCartney-lag var spilað í útsendingu BBC-útvarpsstöðvar- innar í fyrsta skipti sex dögum síðar og 1,8 milljónir hlustenda heyrðu það þannig í fyrsta skipti. Það var Ask Me Why og það var fyrsta lagið á efnisskránni í annað skiptið sem Bítlarnir komu fram í þættinum Here We Go sem tekinn var upp í Manchester 11. júní og sendur út föstudaginn 15. júní. Í samræmi við daglega efnisskrá sína á tónleikum gerðu þeir sér í þetta skiptið sér- stakt far um að koma fram sem heild – John söng fyrsta lagið en Paul og George bakraddir; Paul söng annað lagið og John og George bakraddir; George söng það þriðja og John og Paul bakraddir. Aftur var þarna eitt- hvað sem aldrei hafði áður heyrst í útvarpi og nógu tilkomumikið til að þáttarstjórnandinn Peter Pilbeam ákvað að halda þeim á listanum yfir flytjendur sem hann vildi fá aftur. Þarna varð líka vart meiri fágunar svo að fjölhæfni þeirra kom betur í ljós. Besame Mucho var kraftmikill þytur um það sem kynnirinn kall- aði „klassískt spænskt lag“. George söng lagið A Picture Of You glað- lega og af tilkomumiklu öryggi, en það sat í einu af fimm efstu sætum vinsældalistans þessa sömu viku og átti brátt eftir að verða fyrsta og eina lagið sem Joe Brown kom í fyrsta sæti. Útsendingin með Bítlunum kann jafnvel að hafa hjálpað til við að koma því þangað. Ask Me Why var best af öllum lögunum. George Martin hafði fundið ástæðu til þess að líta það hornauga en skoðun hans á því tengdist almennu neikvæðu áliti hans. Í rauninni var heilmikið áhugavert að gerast þarna og það að það skyldi birtast þarna er til marks um mikilvæga breytingu á Bítlunum frá mars og fram til júní 1962. John, Paul, George og Pete í fyrstu myndatök- unni hjá ljósmyndara, 17. desember 1961. Nýi umboðsmaðurinn þeirra kom henni á, en hann hafði birst á síðustu stundu og komið í veg fyrir að Bítlarnir hættu að spila saman. Leðrið var stór þáttur í þeirri stefnu sem Brian tók til að byrja með... en svo varð það að fara og þeir samþykktu það allir. 5-4-3-2-1. Fimm ungir menn frá Liverpool, fjórir gítarar keyptir á afborgunum, þrír magnarar, tveir trommukjuðar, ein ný hljómsveit. Bítlarnir á Indra, fyrsta kvöldið, 17. ágúst 1960 - ferskir í Hamborg og tilbúnir til þess að læra, hratt. Þeir spila aðeins spölkorn frá staðnum þar sem Derry and the Seniors spila í Keiserkeller: Liverpool rokk er komið til Þýskalands. 48 bækur Helgin 18.-20. desember 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.