Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 62

Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 62
Leitin að réttu gjöfinni Val á réttu jólagjöfinni getur reynst þrautinni þyngra sérstaklega ef gjöfin á að slá í gegn. Oftar en ekki er hægt að fá óskalista frá þeim sem á að fá gjöfina en hann er ekki alltaf til staðar og stundum veit fólk ekki sjálft hvað það vill í jólagjöf. Hinsvegar er hægt að fylgja ákveðinni formúlu til að finna gjöf sem gleður. Hún felst í því að hlusta, fylgjast með og leggja sig fram. Jólasveinar í Árbæjarsafni Jólasveinar, þessir gömlu íslensku, láta sjá sig á Jóladagskrá Árbæjar- safnsins á sunnudaginn, 20. des- ember, en dagskráin er frá klukkan 13 til 17. Klukkan 14 verður guðs- þjónusta í safnkirkjunni. Prestur er séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson og organisti er Sigrún Steingríms- dóttir. Klukkan 14.30 verða hugljúf- ir jólatónleikar í safnkirkjunni með Huga Jónssyni einsöngvara og Kára Allanssyni organista. Klukkan 15 hefst jólatrésskemmt- un á torginu. Þar verða sungin jóla- lög og dansað í kringum jólatréð, við harmónikkuundirleik og kór- söng. Klukkan 14 til 16 verða gömlu íslensku jólasveinarnir síðan á vappi um safnsvæðið, hrekkjóttir og stríðnir að vanda og taka þátt í dansinum kringum jólatréð. Síðustu jólasveinarnir koma í Þjóð- minjasafnið Íslensku jólasveinarnir heimsækja Þjóðminjasafnið daglega klukkan 11 frá 12. desember en það hafa þeir gert frá árinu 1988. Jólasvein- arnir skemmta gestum með söng og skemmtisögum með fróðlegu ívafi og nokkrir eiga enn eftir að koma en það eru: 17. desember Askas- leikir, 18. desember Hurðaskellir, 19. desember Skyrgámur, 20. des- ember Bjúgnakrækir, 21. desember Gluggagægir, 22. desember Gátta- þefur, 23. desember Ketkrókur og 24. desember sá síðasti, Kerta- sníkir. Allir eru velkomnir en hópar eru beðnir að bóka heimsóknir á jóla- sveinadagskrá hjá kennsla@thjod- minjasafn.is. Hlustaðu Þetta er fyrsta og sennilega eitt mikilvægasta skrefið. Hlustaðu á þann sem gjöfin er ætluð með því að taka eftir vísbendingum sem eru gefnar meðvitað eða ómeðvitað um hvað það sem hann/hana langar í. Þetta þýðir að þú þarft að beita athyglisgáfunni eftir bestu getu, og meira til, svo þú látir hvorki augljósar og ekki svo augljósar vísbendingar framhjá þér fara. Hlustaðu vel eftir því sem hann/ hún stingur upp á að gefa öðrum, því þar geta leynst vísbendingar. Fylgstu með Það er hægt að komast að því hvað gerir fólk ánægt með því einu að fylgjast með því. Taktu eftir hvað viðkomandi er að skoða í verslunum, á netinu og í tímaritum og blöðum. Það leynir sér oft ekki þegar fólk sér eitthvað sem því finnst spennandi eða vekur áhuga þeirra, augun stækka og því lengur sem fólk er að skoða hlutinn því líklegra er að þetta sé eitthvað sem það langar í. Leggðu þig fram Gjöf sem gleður er ekki endilega sú sem kostar mikið, heldur sú sem gefandinn lagði sig allan fram við að finna eða búa til. Gjöfin þarf ekki að vera handgerður skúlp- túr af hjarta viðkomandi heldur er þetta spurning um persónulegt handbragð. Til dæmis með því að fá bókina af óskalistanum áritaða af höfundi, láta heimaprjónaða ullarsokka fylgja með göngu- skónum, eða finna einu hljómplötuna sem vantar til að fullkomna safnið. Ómissandi á jólunum Sérvalin blanda af bestu kaffiuppskerum ársins. kaffitar.is 62 jól Helgin 18.-20. desember 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.