Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 18.12.2015, Blaðsíða 82
82 matur & vín Helgin 18.-20. desember 2015 Drekktu þetta með jólamatnum Það er ekki nóg fyrir alla að elda hinn fullkomna jólamat og bera á borð fyrir sína nánustu. Punkturinn yfir i-ið er að finna rétta vínið með. Við fengum Steingrím Sigurgeirsson, ritstjóra Vínóteksins og höfund bókarinnar Vín - umhverfis jörðina á 110 flöskum, til að para góð vín við algengan jólamat Íslendinga. H vaða vín hentar nú best með jólamatnum er algeng spurning sem að maður fær á þessum árstíma. Vandinn er sá að það er ekki til neitt eitt svar við þeirri spurningu ekki frekar en ef spurt væri hver er jólamaturinn í ár. Er það hamborgarhryggur, lambakjöt, nautakjöt, kalkún, önd eða kannski villibráð? Og hvað er borið fram með kjötinu? Margt á íslensku jólaborðunum verður seint talið sérstaklega vín- vænt. Hangikjöt fer til að mynda afskaplega illa með flest góð vín og sömuleiðis er hamborgar- hryggurinn erfiður, að maður tali nú ekki um sæta meðlætið sem er svo vinsælt á jólaborðið. Brúnuðu kartöflurnar, rauðkálið og allt það sem heyrir til. Svo er líka annað sem að fellur eins og flís við rass að flestum betri vínum eins og hreindýr, önd, nautalund og lamb. Og síðast en ekki síst er það ansi mikilvæg spurning hvað vínið má kosta. Við leyfum okkur vissulega aðeins meira í mat og drykk á þessum árstíma en það eru engu að síður yfirleitt takmörk fyrir því hvað við erum reiðubúin að ganga langt þegar kemur að vínkaup- unum. Steingrímur Sigurgeirsson, ritstjóri Vínóteksins. Önd Hvort sem við erum að tala um jólaönd sem er elduð heil með fyllingu að hætti Dana eða bringur sem bornar eru fram með til dæmis rauðvínssósu eða appelsínusósu að hætti Frakka þá er öndin alltaf eins og sniðin að góðu rauðvíni. Hér er alveg ástæða til að taka fram góða flösku frá Bordeaux, hún mun njóta sín vel með öndinni og öndin mun njóta sín vel með henni. Það er alveg komið tilefni til að leyfa sér að velja eitt af stóru „húsunum“ eða Chateau í Bordeaux sem hefur verið flokkað sem Grand Cru. Í ljósi þess hversu óheyrilega dýr Bordeaux-vínin eru orðin þá mæli ég hins vegar með að taka vín númer tvö frá einhverju topp- húsi en tvö frábær slík eru í boði í vínbúðunum. Annars vegar Brio frá Chateau Cantenac Brown í Margaux og hins vegar Tourelles de Longueville frá Chateau Pichon-Longueville í Pauillac. Annað sem kæmi til greina: Malbec frá Argentínu eða gott suður-franskt rauðvín. Brio de Cantenac Brown Uppruni: Frakkland. Þrúga: Cabernet Sauvignon. Árgangur: 2009. Verð í Vínbúðunum: 5.499 kr. Humar Byrjum á forréttunum. Humar er með vinsælustu forréttunum á jólaborðunum og hann má eiga það að hann er afskaplega vínvænn. Hvítvín og humar er sígild samsetning, hvort sem að humarinn er steiktur eða í þykkri rjómasúpu. Hér er gott að halda sig við klassíkina og velja vín úr Chardonnay-þrúgunni og er þá ekki tilvalið að fara á heimaslóðir hennar í Búrgund í hjarta Frakklands. Einhver bestu sjávarréttavín sem fáanleg eru má finna á ekrunum í kringum þorpið Chablis og um jólin getum við alveg leyft okkur að velja vín af betri ekrunum úr einhverri hlíðinni sem er flokkuð sem Premier Cru. Domaine de Malandes. Annað sem kæmi til greina: Chardonnay frá Kaliforníu, Chile eða jafnvel Ítalíu. Riesling frá Alsace. Malandes Chablis Premier Cru Vau de Vey Uppruni: Frakkland. Þrúga: Chardonnay. Árgangur: 2012. Verð í Vínbúðunum: 3.999 kr. Hreindýr Hreindýr er eitthvert besta kjöt sem hægt er að fá og það er svo sannarlega vínvænt. Villibráðin er bragð- mikil og hún þarf því vín sem heldur í við hana. Hér gætum við hæglega valið góð Bordeaux-vín eða þá vín úr Cabernet Sauvignon úr Nýja heiminum. En það er líka eitthvað við ítölsku þrúguna Sangiovese sem fellur fullkomlega að hreindýrinu og því höldum við til Toskana. Eina sem við þurfum að gera upp við okkur er hvort við ætlum að vera í Chianti- hlutanum eða Brunello-hlutanum, nú eða þá hreinlega skella okkur í eitthvað af Súper-Tosk- ana-vínunum á borð við Tignanello eða Cepp- arello. Chianti-vínin eru ótrúlega matvæn og Chianti Classico-vínið frá Fonterutoli er virkilega flott og hefur þann kraft sem þarf. Þeir sem eru til í eitthvað aðeins meira fara svo alla leið í dýrara vín hússins, Castello di Fonterutoli. Annað sem kæmi til greina: Bordeaux af betri gerðinni. Fonterutoli Chianti Classico Uppruni: Ítalía. Þrúga: Sangiovese. Árgangur: 2013. Verð í Vínbúðunum: 3.295 kr. HamborgarHr. Hann kann að vera vinsælasti jólaréttur okkar Íslendinga en hann er ekki bestu vinur vínsins. Hamborgarhryggurinn kominn með sætan hjúp og sætt meðlæti er erfiður viðureignar. Þarna þurfum við smá sætu í víninu en ekki tannín til að takast á við hann. Það er ágætt að stóla á Nýja heiminn þegar hamborgarhryggurinn er annars vegar þar sem að vínin þaðan hafa oft aðeins meiri sætu eða þá Ítala þar sem að þrúgurnar hafa verið þurrkaðar að hluta fyrir gerjun og vínið því áfengara og aðeins sætara. Svokölluð Ripasso eða Apassimento-vín geta verið ágætur kostur, reynið til dæmis Tenuta Sant Antonio Monti Garbi Ripasso. Mjúkur Merlot frá t.d. Chile getur alveg smollið, vín eins og Casa Concha Merlot. Og svo eru það auðvitað hvítvínin – sjá nánar þegar við tökum fyrir hangikjötið. Annað sem kæmi til greina: Pinot Noir frá Nýja-Sjálandi eða Chile. t.d. Vicar‘s Choice, Maycas de Limari eða Concha y Toro. Jafnvel Pinot Noir frá Kaliforníu. Tenuta Sant’Antonio Monti Garbi Ripasso Uppruni: Ítalía. Þrúga: Corvina. Árgangur: 2011. Verð í Vínbúðunum: 2.998 kr. HangikjÖt Hangikjöt er böðull þegar vín er annars vegar. Reykurinn og saltið valta yfir fínleika betri vína og þá erum við ekki farin að tala um meðlætið. Það er eiginlega ekki hægt að fullyrða að neitt vín smelli vel að hangikjötinu. Merkilegt nokk þá eru það oft hvítvín sem ráða best við erfiðustu málin. Það á við um erfiðustu ostana en það á líka við um hangikjötið. Og ekki bara hvaða hvítvín sem er. Það er eitt hérað sem öðrum fremur ber að horfa til og það er Alsace í Frakklandi. Þar eru framleidd vín sem eru í senn afskaplega fjölhæf þegar kemur að því að para þau við mat og að sama skapi eru þau ekki mjög dýr. Gewurztraminer eða Pinot Gris frá toppfram- leiðanda á borð við Trimbach, Willm eða Hugel fellur alveg prýðilega að hangikjötinu. Rauðvínið er erfiðara. Ef þið viljið rautt með, veljið það sem ykkur þykir gott – en ekki opna bestu flöskurnar með hangikjötinu! Annað sem kæmi til greina: Rioja ræður við margt eða bragðmikið nýjaheimsvín, t.d. Shiraz. Willm Gewurztraminer Reserve Uppruni: Frakkland. Þrúga: Gewurztraminer Árgangur: 2013. Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr. rjúpa Rjúpa er okkar bragðmesta villibráð og það er í hugum margra fátt jólalegra en það að finna lykt- ina af rjúpunni leggja um húsið. Það þarf að leggja mikið á sig fyrir rjúpuna og hún á skilið góð vín. Við erum heppin því að rjúpan kallast afskaplega vel á við vínin frá norðurhluta Rhone-dalsins í Frakklandi. Hér er háborg Syrah-þrúgunnar og rjúpan kallar á það allra besta, helst Cote-Rotie eða Hermitage. Það er ekki úr miklu að moða í vínbúðunum en viti menn, það er hægt að fá vín frá besta framleiðanda svæðisins, E. Guigal. Við skellum okkur því á Cote-Rotie frá þessu frábæra vínhúsi með rjúpunni. Annað sem kæmi til greina: Hágæða ástralskur Shiraz, vín frá suðurhluta Rhone s.s. Chateauneuf-du-Pape. E. Guigal Cote Rotie Uppruni: Frakkland. Þrúga: Syrah. Árgangur: 2008. Verð í Vínbúðunum: 6.899 kr. nautakjÖt Nautakjöt og ekki síst nautalund er það sem að margir velja þegar að þeir vilja ekki eitthvað virkilega gott eins og á jólunum. Það þarf auðvitað ekki að færa sterk rök fyrir því að rauðvín og nautakjöt eigi vel saman og í sjálfu sér má segja að öll góð rauðvín muni skila sína með góðri nautasteik. En sum eru engu að síður betri en önnur og þar koma Spánverjarnir allt í einu sterkir inn. Tempranillo-þrúgan þeirra er eins og skraddarasaumuð fyrir gott nautakjöt og við getum valið úr frábærum Rioja-vínum, t.d. Muga, Baron de Ley og Altos. Við ætlum engu að síður að halda til annars héraðs, Ribera del Duero þar sem að vínin eru kröftugri og meiri um sig en í Rioja – Rioja fær hins vegar fleiri stig fyrir elegans. Þarna getum við spilað úr nokkrum frábærum húsum, s.s. Emilio Moro og Pesquera, Valtravieso og Alion. Annað sem kæmi til greina: Malbec frá Ástralíu s.s. Trivento Golden Reserve. Emilio Moro Uppruni:Spánn. Þrúga: Tempranillo. Árgangur: 2010. Verð í Vínbúðunum: 3.499 kr. (Wellington)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.