Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 102
Stafrænn Hákon gaf út plötuna Eternal Horse í nóvember. Ljósmynd/Ómar Örn Smith
TónlisT sTafrænn Hákon gefur úT eTernal Horse
Gamlir karlar með börn og vinnu
Hljómsveitin Stafrænn Hákon hefur verið starfandi síðan 1999 og gefið frá sér níu plötur. Sú
nýjasta, Eternal Horse, kom út í nóvember hjá ensku plötuútgáfunni Darla. Ólafur Josephsson,
forsprakki og stofnandi sveitarinnar, segir margt hafa breyst og þróast á þessum 16 árum sem
hann hefur gefið út efni undir nafninu Stafrænn Hákon. Eternal Horse er töluvert meira hljóm-
sveitarverkefni en fyrri plötur.
Þ etta er níunda platan og mér finnst þessi plata svona aðgengilegust af því sem ég hef verið að gera í gegnum tíðina,“ segir
Ólafur Josephsson í Stafrænum Hákon.
„Við gáfum út plötuna Sanitas árið 2010 sem
var líka frekar aðgengileg og það er sami hóp-
ur og er með mér á Eternal Horse. Ég gerði að
vísu tvær plötur í millitíðinni þar sem ég var
meira einn að leika mér, en var því alltaf með
þessa plötu á kantinum. Þetta er stærra verk-
efni. Það hefur tekið tíma að vinna að henni og
við höfum tekið upp á löngu tímabili. Ég bjó í
Danmörku og flutti heim árið 2010 og síðan
hefur þetta band breyst í hljómsveit að vissu
leyti,“ segir hann.
„Áður var ég bara einn í þessu og það er
kannski merki um einhvern þroska hjá mér,“
segir Ólafur en með honum í Stafrænum Há-
kon eru þeir Árni Árnason bassaleikari, Lárus
Sigurðsson gítarleikari, Róbert Már Runólfs-
son trommuleikari og Magnús Freyr, gítar-
leikari og söngvari. „Við erum ekki að spila
mikið en við munum spila í Lucky Records 21.
desember á vegum Mid-Atlantic þar sem við
erum með umboðsmann þar,“ segir Ólafur.
„Stefnan er svo að halda útgáfutónleika
á næsta ári þegar vínyllinn kemur út, segir
hann. „Platan er bara fáanleg á CD núna og
kom út um alla Evrópu á vegum Darla Records,
en það er búist við vínyl útgáfu í mars og þá
gerum við eitthvað. Við höfum aldrei haldið
útgáfutónleika. Það er svo stefnan að fara út
um páskana og spila í Evrópu. Það er eitthvað
sem ég hef alltaf gert og fyrir tíu árum síðan
kom smá kippur í þetta hjá sveitinni, en síðan
höfum við bara breyst í gamla karla með börn
og vinnu og þetta eru svona okkar golf-ferðir
í dag,“ segir Ólafur Josephsson, Stafrænn Há-
kon.
Eternal Horse fæst í öllum helstu hljóm-
plötuverslunum.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Ég bjó í
Danmörku
og flutti
heim árið
2010 og
síðan hefur
þetta band
breyst í
hljómsveit
að vissu
leyti.
Ný bók eftir metsöluhöfundinn Þorgrím
Þráinsson. Falleg og fyndin saga sem
kemur sífellt á óvart.
„… full af fallegum boðskap
sem á erindi til allra.“
INGVELDUR GEIRSDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ
(UM ERTU GUÐ, AFI?)
w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
102 menning Helgin 18.-20. desember 2015