Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.01.2016, Qupperneq 11

Fréttatíminn - 08.01.2016, Qupperneq 11
 RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS Vinnum saman og fylgjumst með verðlagi Um áramótin lækkuðu tollar á fatnaði, skóm og fleiri nauðsynjavörum. Lækkunin á að skila sér í lægra verði til almennings. Hún á að stuðla að aukinni verslun innanlands og draga úr hvata almennings til að versla erlendis. Þannig skapast meiri verðmæti fyrir samfélagið í heild. Kaupmáttur er ekki bara tala á blaði, heldur mælir hann raunverulega kaupgetu fólks. Það er staðreynd að Íslendingar fá meira fyrir launin sín nú er nokkru sinni áður. Til að tryggja áframhaldandi jákvæða þróun þurfa neytendur að standa saman, fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni. Kaupmáttur hefur aukist sem hér segir frá árinu 2012, mælt í október ár hvert 12 mánuði aftur í tímann: 2012 2013 2014 2015 Uppsafnað 2,3% 0,9% 6,0% 4,6% 14,4% Ekki halda að þú sért eitthvað Trámað í danskri þjóðarsál varð við þá þróun þegar yfirríkið hvarf smám saman svo eftir sat aðeins lít- ið einsleitt þjóðríki sem litlu skipti í heimsmálunum. Skorpan sú er einna skýrast meitluð í hugtakinu Lille Danmark sem enn litar orð- ræðu danskra stjórnmála. Danir litu innávið og til varð ný þjóðernis- hyggja þar sem áhersla var lögð á einsleitni og samhljóm undir þeim kjörorðum að það sem að utan tap- aðist skyldi að innan vinnast – Hvad udad tabes, skal indad vindes. Guðfræðingurinn N.F.S Grund- vig var áhrifamesti smiður þeirrar þjóðernishyggju þar sem smæðin var rómantískt upphafin. Í smæð- inni fælist innri styrkur þjóðarsál- arinnar. Grundvig lagði áherslu á aðskilnað þjóða, menningarlega arf- leifð, innri sjálfbærni og staðfasta mótstöðu utanaðkomandi ógna. Hann upphafði þjóðina sem náttúru- lega heild þar sem áhersla var öll á almenning – „folket“ – í ríki Guðs og krúnu. Allar götur síðan hefur dönsk stjórnmálabarátta hverfst um það, hverjir teljist réttmætir fulltrú- ar fólksins og stöðugt er vísað til vilja „fólksins“ – sem talinn er öðru æðri. Fyrst um sinn varð beintenging á milli „folket“ og bóndans en á þriðja áratugnum hófu Sósíaldemókratar að yfirfæra hugtakið svo það næði einnig yfir verkafólk í bæjum. Úr varð samþætting bænda og verka- fólks þvert yfir hægri–vinstri ás- inn sem að samanlögðu voru álit- in kjarni hinnar dönsku þjóðar. Svo rammt hvað að einsleitnikröf- unni og því að allir tilheyrðu einu innra „fólki“ að norskur rithöf- undur, Sandemose, lýsti því sem svo í víðfrægri satíru um boðorð smábæjarins Jente árið 1933 – sem áttu að vera lýsandi fyrir ástandið í Danmörku – að þar mætti eng- inn standa upp úr fjöldanum. Fyrsta grein meintra laga Jente var svona: Þú skalt ekki halda að þú sért eitt- hvað. Svo kom stríðið Þrátt fyrir áhersluna á einsleitni og þjóðríkið sem þróast hafði í Dan- mörku náðu fasísk öfl ekki sama flugi á meðal Dana og til að mynda varð bæði í Noregi og Svíþjóð og ég segi ykkur kannski frekar frá í síðari greinum. Eigi að síður fékk danski nasistaflokkurinn þrjá menn kjörna í þingkosningunum 1939 og sósíaldemókratinn Thorvald Staun- ing forsætisráðherra var sá eini á Norðurlöndunum sem samdi við Þriðja ríki Þýskalands um friðar- bandalag. Sem fór að vísu fyrir lítið þegar sendiherra Þjóðverja vakti hann að morgni 4. apríl 1940 og til- kynnti um komu þýskra hermanna yfir landamærin. Fyrir dögurð hafði Stauning gefist upp og samþykkt að vinna með Þjóðverjum sem framan af stríði litu á Dani sem bandamenn. Í kekki kastaðist ekki fyrr en undir miðbik stríðsins svo heita mætti að landið yrði almennilega hersetið, þegar Þjóðverjar settu loks til valda sinn eigin landstjóra, Werner Best. Aðeins undir lok stríðsins færðust Danir í aukana í andstöðu við her- setuliðið, sungu ættjarðarsálma Grundvigs á götum úti og veifuðu sínum heittelskaða danska fána, Dannebrog – þjóðernisleg merking hans væri raunar efni í sérstaka grein. Folkelig hygge etnískra Dana Danir gerðu upp við stríðið með afgerandi hætti. 46 hjálparkokkar nasista voru teknir af lífi og tíu þús- und járnaðir á bak við slá – sem er athyglisvert í ljósi þess að framan af stríði setti ríkisstjórnin sig ekki svo mjög upp á móti herliði Þjóð- verja. Jafnaðarstefnan náði flugi á nýjan leik og í Danmörku þróað- ist eitt öflugasta velferðarríki ver- aldar – svo eftir var tekið álfuna út. Danir afléttu hlutleysisstefnu sinni frá fyrra stríði og gengu til liðs við Nató og síðar Evrópusam- bandið. Við tók tímabil viðskipta á veraldarvísu. Jentelögin höfðu þó áfram menningarlega merkingu og ýmis viðtekin hugtök ná enn fremur utan um þá hugmynd að allir (etn- ískir) Danir heyri saman, svo sem hugtakið „hygge“ sem felur í sér einhvers konar samræmda kósí- stemningu þeirra sem þátt taka í tiltekinni „hygge“-stund. Hugtakið er vissulega sameinandi fyrir hóp- inn en um leið útilokandi fyrir þá sem utan standa. Sama á við um „folkelig“, með því er til að mynda gerð sú krafa á ráðamenn að þeir skilji sig ekki frá almenningi, séu þess heldur alþýðlegir. Vissulega demókratísk hugmynd en um leið óformlega útilokandi fyrir þá sem ekki að falla að dönskum hvers- Kosningaauglýsing með Helle Thorning Smith, leið- toga Jafnaðarmanna: Danski þjóðarflokkurinn tók afgerandi forystu í andstöðu við innflytj- endur og flóttamenn í Dan- mörku. Framan af þóttu skila- boð flokksins óboðleg í siðaðri umræðu en smám saman urðu þau svo viðtekin að önd- verð retórík varð vandfundin í Danmörku. Aðeins er tekist á um útfærslur í herðingu innflytjendalöggjafarinnar sem nú þegar er sú strangasta í Vestur Evrópu. Hér má sjá auglýsingu Sósíaldemókrata sem þykir af sama meiði. Mynd/NordicPhotos/GettyImages | 11fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.