Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.01.2016, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 08.01.2016, Qupperneq 12
dagsgildum. Eins og svo víða ann- ars staðar kom fjöldi verkafólks er- lendis frá til Danmerkur eftir stríð til þess að hjálpa við uppbygging- una. Framan af fór vel á með að- komumönnum og innfæddum en það átti eftir að snúast alla leið yfir á rönguna eftir að olíukreppan skall á Danmörku af allnokkrum þunga árið 1972. Þá fór raunar allt í bál og brand í samskiptum Dana og inn- flytjenda. Nokkur hópur flóttafólks hafði einnig komið frá Miðaustur- löndum, Norður-Afríku og af Balk- anskaga sem innfæddir Danir fóru smám saman að snúast gegn. Fyrst um sinn var danska innflytjenda- löggjöfin frjálslynd og aðkomufólk fékk meira að segja nokkuð greiða komu að ríkulegu velferðarkerfinu. En svo syrti heldur betur í álinn. Jarðskjálftakosningarar Á svipuðum tíma og Jean Marie Le Pen var að ræsa sína rasísku frönsku Þjóðfylkingu árið 1972 skaust álíka einkennilegur fugl fram á sjónar- sviðið í dönskum stjórnmálum og átti eftir að umturna öllu. Skatta- lögfræðingurinn Mogens Glist- rup óð um ljósvakann í andstöðu við himinháa skattheimtu í Dan- mörku – raunar þá hæstu í lýð- frjálsum heimi. Hann taldi skattsvik til mannréttinda og stofnaði utan um sig stjórnmálaflokk til höfuðs elítunni, danska Framsóknarflokkinn (Fremskritspar- tiet). Svo mjög nötraði pólitíkin að þingkjörið 1973 var síðan jafnan kallað jarðskjálfta- kosningarnar. Flokkurinn sem Glistrup skilgreindi sem anarkískan and- stöðuflokk fólks- ins hlaut sextán prósent atkvæða. Á sama tíma kom fram álíka and- stöðuhreyfing í Nor- egi, sem síðar hlaut sama nafn. Glistrup hélt sig alla tíð á jaðri stjórnmálanna og sótti að kerfinu með stuðandi ummælum. Smám saman bættist í púkkið andstyggileg andstaða við útlendinga, einkum þó múslímska flóttamenn – eins og sjá má í ummæl- unum sem vísað er til hér að framan. Glistrup átti þó eftir að flækjast um fortíðina þegar hann árið 1983 var dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik. Fram úr skugga hans spratt þá sá stjórnmálamaður sem átti eftir að leggja undir sig dönsk stjórnmál svo um munaði: Pia Kjærsgaard. Fram- sóknarflokkurinn var andstöðu- flokkur á jaðri stjórnmálanna og þótti sem slíkur óboðlegur í siðaðri stjórnmálaumræðu. Þó hafði Poul Schluter forsætisráðherra í tvígang neyðst til þess að semja við flokkinn um framgang mála – Í Danmörku voru þjóðernispopúlistar því ekki al- farið útilokaðir frá samstarfi eins og raunin var lengst af í Svíþjóð. En svo- leiðis samstarf heyrði þó enn til und- antekninga. Og því vildi Kjærsgaard breyta. Nei-drottningin þýtur fram Kjærsgaard lagði áherslu á að færa flokkinn inn af jaðrinum, án þess þó að slá af strangri innflytjenda- stefnunni. Flokkurinn var áfram jafnt á móti sköttum og útlending- um. Framganga hennar var þó öll fágaðari en Glistrups. Hún fór fyrir hófsemdarmönnum sem áttu eftir að slíta sig frá harðlínumönnum og stofna Danska þjóðarflokkinn (Dansk folkeparti) árið 1995 eft- ir samstuð fylkinganna á flokks- þingi Framsóknarflokksins sama ár. Danski þjóðarflokkurinn naut strax frá upphafi hylli kjósenda en almenn pólitísk viðurkenning var ennþá langt undan. Þáverandi for- sætisráðherra, Poul Nyrup Rasm- ussen, sagði að þau yrðu aldrei talin húsum hæf í dönskum stjórn- málum. Það átti þó Mogens Glistrup: Grundvallarbreyting varð á dönskum stjórnmálum þegar Mogens Glistrup stökk fram á sjónarsviðið og óð á súðum í andstöðu við skattheimtu í aðdraganda þingkosninganna 1973. Flokkur hans, Framsóknar- flokkurinn (Fremskridtpartiet) hlaut nálega 16 prósent atkvæða í kosningun- um sem síðar hafa verið kallaðar jarðskjálftakosningarnar í Danmörku. Auk skattalækkunaráherslu varð málflutningur hans gegn innflytjendum stöðugt harðari. Múslimum líkti hann eitt sinn við dropa af arseniki í tæru vatni Dana. Árið 1983 var Glistrup dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik. 1984 0 35 .0 00 70 .0 00 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Flutningur erlendra ríkisborgara til Danmerkur n Vesturlandabúar n Ekki vesturlandabúar eftir að breytast skjótar en nokk- urn óraði. Nokkrir lykilatburðir réðu því. Þjóðarflokkurinn var sá eini á hægri vængnum í andstöðu við innleiðingu evrunnar í þjóðarat- kvæðagreiðslunni árið 2000 þegar danskur almenningur sendi meg- instraumsöflunum tóninn og neit- aði að taka upp hinn sameiginlega evrópska gjaldmiðil. Sökum þess og vegna andstöðunnar við Maast- richt-sáttála ESB árið 1992 höfðu fjölmiðlar uppnefnt Píu Kjærsga- ard Nei-drottninguna í Danmörku – titil sem hún bar af stolti. Næsti atburður var enn frekar afgerandi. Við árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001 þótti mörgum sem Þjóðarflokkurinn hefði haft rétt fyrir sér í andstöðu sinni við mús- limavæðingu Danmerkur. Fyrir það var flokknum ríkulega umbunað í kosningum nokkrum vikum síðar. Inn í valdamiðjuna Þingkosningarnar 2001 mörkuðu álíka þáttaskil og jarðskjálftakosn- ingarnar 1973. Danski þjóðarflokk- urinn hlaut tólf prósent atkvæða og festi sig í sessi á meðal megin- flokka landsins. Úti var um tilraunir til þess að loka hann frá áhrifum og borgaralegu flokkarnir undir for- ystu Anders Fogh Rasmussen buðu Kjærsgaard til liðs við stjórnarmeiri- hlutann. Næsta áratuginn varð Þjóð- arflokkurinn líkast til sá áhrifamesti í landinu þótt hann tæki ekki sæti í ríkisstjórn heldur verði hana falli og styddi við fjárlög í skiptum fyr- ir innleiðingu áhersluatriða sinna. Flokkurinn var kominn af jaðrinum og alla leið inn í sjálfa valdamiðj- una. Innflytjendaumræðan hef- Skopmyndateiknngar Jótlands- póstsins: Aukin pólaríseríng á milli innfæddra Dana og aðkominna mús- lima kristallaðist í deilunni um Mú- hameðsteikningar Jótlandspóstsins árið 2005. Birting myndanna tólf var vísvitandi ögrun í eldfimu ástandi og svo urðu harkaleg viðbrögð fylgis- manna íslam, bæði í Danmörku og víða í Mið Austurlöndum til þess að magna átökin enn frekar. Við það óx fylgi Danska þjóðarflokksins enn frekar. Bæjarhraun 2 3 hæð www.listdansskoli.is S:894 0577 Skráning og allar nánari upplýsingar eru á listdansskoli.is LISTDANSSKÓLI HAFNARFJARðAR Spennandi dansnám Fullorðnir Skvísutímar Tjútt í hádeginu fyrir fullorðna NÝTT Börn Ballett Barnadansar Djassdans Silki byrjendur Silki Hipp hopp NÝTT Skráning er hafin! Glæsileg vorsýning í Borgarleikhúsinu Dansbikarinn & Dansferð til Akureyrar Unglingar Ballett Djassdans Nútímadans Showdans Silki byrjendur NÝTT NÝTT Nútímadans byrjendur 12 ára+ 12 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.