Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 18
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Þ að er miðað við að sjálfboða-liðar vinni þrjátíu stundir á viku fyrir fæði og húsnæði en við erum vinnualkóhólistar og oft eru þrjátíu vinnustundir liðnar eftir fyrstu tvo dagana,“ segir Berg- sveinn Reynisson, kræklingabóndi í Króksfjarðarnesi en hann og bróðir hans ákváðu að auglýsa eftir sjálf- boðaliðum á síðunni workaway.info fyrir sextán mánuðum síðan, ásamt hundruðum annarra Íslendinga í ferðaþjónustu, landbúnaði og fleiri greinum. Sjálfboðaliðar frá sextán löndum „Það hefur ekki stoppað hjá okkur tölvupósturinn síðan við fórum að auglýsa eftir sjálfboðaliðum,“ segir Bergsveinn. Þeir hafa síðan fengið til sín þrjátíu til fjörutíu sjálfboða- liða frá sextán þjóðlöndum, sumir hafa komið oftar en einu sinni til að vinna hin aðskiljanlegustu störf. Bergsveinn segir að fjölskyldan eigi tvö til þrjú hús, sem sé verið að gera upp, þá sé hún með handverks- markað á sumrin og Arnarsetur og sauðfjárbúskap. Þá sé hún með kræklingavinnslu í gömlu slátur- húsi. „Þegar fólk pantar sér bláskel í Reykjavík, þá er hún oftast frá okk- ur. Við erum einfaldlega rugludallar sem færumst of mikið í fang.“ Gefur lítið fyrir tal um skattsvik Bergsveinn segir að sumir sjálf- boðaliðarnir komi oftar en einu sinni. Þannig hafi tveir tvítugir Frakkar verið hjá þeim í þrígang. Núna sé hjá þeim franskur kokkur sem sé afskaplega ánægður með dvölina. „Við höfum undantekn- ingarlaust fengið til okkar gott fólk, einn fór eftir viku en hann var á ein- hverju einhverfurófi og gat ekki sett sig inn í lífið hérna.“ Hann segist gefa lítið fyrir um- ræðu um skattsvik og undirboð á vinnumarkaði. Fólk komi af fúsum og frjálsum vilja til að hjálpa til og hann noti sína eigin peninga, sem hann sé búinn að greiða skatt af, til að skjóta yfir það skjólshúsi og gefa því að borða. Þetta séu nær undan- tekningalaust góðir vinir heimilis- fólksins í dag: „Ekki fer maður að banna vinum sínum að koma og rétta fram hjálparhönd. Þetta hefur fyrst og fremst verið alveg óskap- lega gaman,“ segir Bergsveinn. Við erum rugludallar sem færumst of mikið í fang Ferðaþjónustan Reiðir sig á ókeypis vinnuafl Nokkur hótel á lands- byggðinni reiddu sig á ókeypis vinnuafl frá rúmenskum hótelskóla í fyrrasumar. Þá er búist við að hundruð sjálfboðaliða leggi leið sína til landsins í sumar til að vinna við alls- kyns starfsemi sem teng- ist ferðaþjónustunni. Halldór Grönvold, skrif- stofustjóri hjá ASÍ, segir að Foss- hótel í Reykholti hafi nær einungis verið rekið á vinnuframlagi nem- enda við skólann. Auk þeirra hafi verið einn starfsmaður á hótelinu en hann hafi verið ófaglærður og því ekki heppilegasti kennarinn. Verkalýðshreyfingin hefur sent kvörtun til EES vegna málsins þar sem verkefnið hafði hlotið þróunar- styrk frá ESB en atvinnurekendur áttu einungis að leggja til fæði og húsnæði. Meðal þeirra sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa á síðunni workaway.info, eru sveitabýli og hrein og klár atvinnufyrirtæki. Óskað er eftir barnagæslu, aðstoð við jarðarberja- rækt, aðstoð á hestaleigu og ein hjón eru að gera upp hús sem þau festu kaup á og vilja fá aðstoð. Þá vill fyrrver- andi þingmaður Framsóknar- flokksins og varaþingmaður VG, fá aðstoð í bóksölu sinni á Selfossi. „Þarna eru hrein og klár ferða- þjónustufyrirtæki sem vilja ráða, ekki bara einn heldur allt upp í fjóra starfsmenn upp á fæði og húsnæði,“ segir Halldór Grönvold sem segir engan vafa leika á því að þarna sé verið að brjóta lögin. Það réttlæti ekki neitt að ungir krakkar séu spenntir fyrir Íslandi og vilji ferðast til Íslands. Fyrirtæki verði að sitja við sama borð. Hann segir að starf- semi sem snúist um að selja vöru og þjónustu eigi undantekningarlaust að lúta öllum reglum kjarasamn- inga og skattalaga. Fyrirtækin séu ekki bara að svíkjast um að greiða starfsmönnum laun heldur séu þau líka að koma sér undan því að greiða skatta og gjöld til samfélagsins. Drífa Snædal, fram- kvæmdastjóri Starfs- greinasambandsins, segir sjálfboðaliðastarf verði að einskorðast við störf sem væru ekki unnin að öðrum kosti, til að mynda hjá mannúðar- og hjálparsamtökum sem séu rekin fyrir söfnunarfé. Það sé í hæsta máta óeðlilegt að sjálf- boðaliðar taki þátt í atvinnulífinu og vinni við það sem annars væru launuð störf. Það skekki samkeppn- isstöðu fyrirtækja og dragi niður laun í viðkomandi starfsgreinum. Sjálfboðaliðar eru oftar en ekki ungir krakkar sem nota þetta sem ferðamáta en hafi framfærslueyri frá foreldrum sínum. Drífa bendir á að þetta geti orðið fyrirtækjum og einstaklingum dýrt spaug ef það verða slys á vinnustað. Sjálfboðalið- arnir séu ótryggðir og það liggi beint við að höfða skaðabótamál til að hafa upp í kostnað. Drífa Snædal.Halldór Grönvold. Sjálfboðaliðar frá sextán löndum hafa unnið hin aðskiljanlegustu störf á bænum. Bergsveinn Reynisson, bóndi í Króksfjarðarnesi gefur lítið fyrir tal um skattsvik. 18 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016 KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND ÚTSALA ALLT AÐ AFSLÁTTUR Kór – kór - kvennakór Kvennakórinn Kyrjurnar getur bætt við sig nýjum röddum! Við byrjum miðvikudaginn 13. janúar kl. 19:30 í Friðrikskapellu við Valsheimilið að Hlíðarenda. Lagaval er fjölbreytt og skemmtilegt. Kórstjóri er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, söngkennari og söngkona. Láttu nú drauminn rætast! Hafðu samband við Sigurbjörgu í síma 865 55 03 eða Petru í síma 897 53 23. Það verður tekið vel á móti þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.